Börn og menning - 01.09.2011, Síða 29

Börn og menning - 01.09.2011, Síða 29
Góðir galdrar eru til 29 áberandi en vaðandi ský eða flökt sólargeisla, sem gefur áhorfandanum tilfinningu fyrir umhverfi atriðisins. Öðru hverju grípur tjaldið athyglina með skyndilegum innkomum norna eða fugla. f tveimur atriðum leikur það svo lykilhlutverk: ( blekkingarleik galdrakarlsins (sem minnir dálítið á Max Headroom úr samnefndum breskum sjónvarpsseríum, ef einhver skyldi muna eftir þeim) og ekki síður í hvirfilbylnum sem sviptir Dóróteu til Oz. í síðarnefnda atriðinu leit opinmynnt fjögurra ára dóttir min snöggt á pabba sinn, svona rétt til að ganga úr skugga um að öllu væri óhætt. Samspil leikmyndar, myndbands og hljóðmyndar var þarna svo magnað að mér stóð sjálfum varla á sama og sömu sögu má segja um fleiri atriði. Útlit Gimsteinaborgarinnar, þar sem galdrakarlinn sjálfur býr, olli mér nokkrum heilabrotum, en hún er græn að lit, skreytt í bak og fyrir með frímúraratáknum þeim sem prýða bandaríska dollaraseðla. Nú skilst mér að kenningar séu til um að sagan um Oz sé í rótina pólítísk allegoría sem snúist að miklu leyti um peningastefnu og gullfót, og er þá þessi borg blekkinga fulltrúi grænu seðlana sem voru lögeyrir án þess að eiga sér stoð í gulli. Fyrir fslenska áhorfendur í dag vekur þetta fyrst og fremst spurningar. Þótt áhugi á peningastefnu og gjaldmiðlum sé einmitt nú meiri en alla jafna, þá er ekki gott að átta sig á því hvað þetta myndmál á að segja okkur. Búningar Helgu I. Stefánsdóttur eiga stóran þátt í að gefa hinum ýmsu verum Oz líf, lit og karakter. Þar sem aðalsöguhetjurnar eru annars vegar virðist Helga hafa tekið þá stefnu að tengja útlit þeirra rækilega við kvikmyndina gömlu sem leikgerðin er byggð á. Einkum er búningur Dóróteu þannig úr garði gerður að í upphafi sýningar er engu líkara en að Judy Garland hafi stigið út úr filmunni og upp á Stóra sviðið. I fyrstu angraði þetta mig dálítið, en það vandist vel og sé ætlunin sú að taka með þessu lítillega ofan fyrir kvikmyndinni, þá tekst það smekklega. Þaðtelstvarlaóásættanleg uppljóstrun þótt hér komi fram að boðskapur verksins felst ekki síst í trúnni á sjálfan sig. Fuglahræðan, tinkarlinn og Ijónið halda til að mynda öll að þau vanti mikilvæga eiginleika, heila, hjarta og hugrekki. Það eina sem galdrakarlinn gerir er að benda þeim á að þau bjuggu yfir þessu allan tímann. Sjálfur beið ég spenntur eftir þessu lykilatriði verksins og varð nokkuð hissa þegar ég áttaði mig á þvf að ég hafði næstum misst af því - svo fljótt tók það af. Raunar vinst mjög hratt ofan af sögunni í lokin, og vantar eilítið upp á manni finnist maður hafa náð að kveðja, nema þá helst í uppklappinu. Á heimleiðinni ræddum við feðginin um galdra og nornir. Sú stutta sagðist ekki hafa verið neitt hrædd við vondu nornina, enda vissi hún mætavel að þetta var allt í þykjustunni. Hana grunaði samt að leikararnir hefðu verið dálítið hræddir, því þeir þurftu að vera svo nálægt norninni. Annars væri ekkert að óttast, því galdrar væru ekki til í alvörunni - nema góðir galdrar. Og þá má finna í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Höfundur er áhugaleikari og leikskáld

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.