Börn og menning - 01.09.2011, Qupperneq 30
30
Böm og menning
VORVINDAR
Vorvindar blésu í Gunnarshúsi
IBBY samtökin á (slandi hafa um árabil glaðst yfir vorkomunni með því að veita þeim viðurkenningar
sem vakið hafa sérstaka athygli fyrir góð störf að barnamenningu. Sunnudaginn 15. maí voru í
Gunnarshúsi afhentar fjórar Vorvindaviðurkenningar.
Agnieszka Nowak og Vala Þórsdóttir fengu viðurkenningu fyrir frábæra frumraun á sviði
barnamenningar með pólsk-íslensku bókinni Þankaganga - Mystobieg sem kom út á síðasta ári. Bókin
samanstendur af stuttum textaköflum Völu, sem eru prentaðir bæði á pólsku og íslensku, og myndum
Agnieszku. Bókin þykir endurspegla sérstaklega hugsjónir IBBY um það hvernig bókmenntirnar geta
byggt brýr, jafnframt því að vera Ijómandi skemmtilegar.
Margrét Örnólfsdóttir hefur um árabil sinnt margþáttuðu menningarstarfi í þágu barna, en
árin 2009 og 2010 komu út fyrstu skáldsögur hennar um stúlkuna Aþenu og fyrir þær fékk hún
Vorvindaviðurkenningu IBBY. Um er að ræða fjörlegar og skemmtilegar bækur sem eru greinilega
skrifaðar af metnaði og virðingu fyrir lesendahópnum.
Norræna húsið hefur síðustu ár vakið athygli fyrir vandaða barnadagskrá árið um kring og
fyrir það veitti IBBY á (slandi því Vorvindaviðurkenningu í ár. Húsið sér til dæmis fyrir umgjörð
barnabókmenntahátíðarinnar Mýrarinnar og hefur að auki staðið fyrir reglulegum sýningum
tileinkuðum börnum. Bæði koma börnin í húsið í skipulögðu skólastarfi en
einnig er kjörið fyrir fjölskyldur að heímsækja húsið um helgar. Jafnframt
er í bókasafni hússins glæsileg barnadeild.
Hljómsveitin Pollapönk sendi árið 2006 frá sér sína fyrstu plötu og þar
var á ferðinni barnatónlist sem var nokkuð ólík því sem áður hafði heyrst
á þeim vettvangi. Síðan þá hafa meðlimir sveitarinnar, þeir Haraldur Freyr
Gíslason, Heiðar Örn Kristjánsson, Arnar Gíslason og Guðni Finnsson,
haldið áfram á sömu brau't og fengu Vorvindaviðurkenningu fyrir
metnaðarfulla barnatónlist sem öll fjölskyldan getur notið saman.
Vel var mætt á athöfnina í Gunnarshúsi þar sem viðurkenningarhafar og
aðstandendur þeirra glöddust saman með fjöldasöng og kökuáti.
Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Haraldur F. Gíslason, Heiðar Örn Kristjánsson,
Elías Snær Einarsson, Arnar Þór Gíslason, Freydís Balbina Aradóttir og Pia
Viinikka.
Elias Snær og Freydís Balbina tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Agnieszku o<í
Völu og Pia var fulltrúi Norræna hússins.