Börn og menning - 01.09.2011, Side 31
IBBY fréttir
31
íslensku barnabókaverðlaunin 2011
Hinn 27. september síðastliðinn voru (slensku barnabókaverðlaunin veitt í tuttugasta og fjórða
skiptið og kom verðlaunabókin út sama dag. Vinningshandritið hét að þessu sinni Flugan sem
stöðvaði stríðið og er eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, þjóðfræðing.
IBBY á (slandi stendur að verðlaununum ásamt Vöku-Helgafelli, Barnavinafélaginu Sumargjöf
og fjölskyldu Ármanns Kr. Einarssonar, en verðlaunin voru sett á stofn í tilefni sjötugsafmælis hans
árið 1985. Dómnefndin er skipuð fulltrúum frá þessum aðilum, auk tveggja grunnskólanema. Að
þessu sinni komu nemendurnir úr Rimaskóla og fór verðlaunaathöfnin fram þar.
Bókin er skreytt myndum Þórarins Más Baldurssonar.
Eins og undanfarin ár bárust tugir handrita i keppnina og dómnefnd var því vandi á höndum
við valið. ( umsögn dómnefndar um Fluguna sem stöðvaði stríðið stendur: „Að mati dómnefndar
er þetta merkileg saga sem tvinnar saman mikilvægan boðskap og diliandi skemmtilega frásögn.
Söguhetjurnar eru óvenjulegar og veita lesendum nýja sýn á hversdagslega hluti. Sagan flytur sterk
skilaboð um frið en jafnframt sýnir hún að þeir litlu geta áorkað mikiu ef þeir standa saman."
IBBY á Islandi sendir Bryndísi hamingjuóskir.
Tilnefningar á Heiðurslista
(slandsdeild IBBY hefur valið þrjár bækur á Heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna. Heiðurslistinn
er birtur annað hvert ár og fá bækurnar á honum mikla alþjóðlega kynningu, bæði á heimsþingi
IBBY sem næst verður haldið í Lundúnaborg í september 2012 og á farandsýningu bóka sem
ferðast um allan heim i tvö ár.
Heiðurslisti IBBY-samtakanna er lykilþáttur í því starfi samtakanna að stuðla að alþjóðlegum
skilningi með hjálp barnabóka og þykir miklu máli skipta að þær bækur sem á hann
veljast séu dæmi um það besta sem gerist ( barnabókaútgáfu á landinu.
7.'CMs“”A™OTraMatIr
[ flokki frumsaminna skáldverka var tilnefnd bókin Þankaganga - Myslobieg eftir
Völu Þórsdóttur og Agnieszku Nowak, sem fengu Vorvindaviðurkenningu IBBY á Islandi
vorið 2011.
í flokki myndabóka var tilnefnd bókin Arngrímur apaskott og hrafninn eftir Kristínu
Arngrímsdóttur, en Kristín fékk Vorvindaviðurkenningu IBBY á íslandi vorið 2010
fyrir bókina Arngrímur apaskott og fiðlan.
^U3nmur
,\apa^otr
foafnú
I flokki þýðinga var tilnefnd bókin Húsið á
Guðmundar Andra Thorssonar.
bangsahorni eftir A. A. Milne í þýðingu
;](tísið ii
gflflgsaHomi