Börn og menning - 01.04.2014, Qupperneq 5

Börn og menning - 01.04.2014, Qupperneq 5
Frá ritstjóra 5 Ég man greinilega þegar fyrsta litasjónvarpið kom inn á bernskuheimili mitt þegar ég var á níunda ári. Fram að því hafði mér ekki fundist sjónvarpið skipta neinu máli, horfði stundum á Prúðuleikarana á föstudögum og Stundina okkar og Grenjað á gresjunni á sunnudögum, en sú upplifun að sjá Prúðuleikarana í öllum regnbogans litum líður mér seint úr minni. Allt í einu varð það sem var í sjónvarpinu miklu raunverulegra en áður, mérfannst það koma mér meira við. Litirnir og myndefnið drógu mig að sér á þann hátt sem svarthvíta myndin, sem byggðist mest á talmáli, hafði aldrei náð að gera. Nú, þrjátíu og fimm árum síðar, á ég sjálf dóttur á níunda ári. í hennar lífi er ekki bara sjónvarpið með gríðarlega miklu framboði af efni sem er beinlínis sniðið fyrir hana heldur líka internetið með alls konar slóðum og afkimum sem hún ratar miklu betur um en ég, snjallsímar og tölvur með leikjum og afþreyingu sem ég er ekki farin að tileinka mér. Þetta eru samskiptahættir sem ég nýtí vissulega sjálf í ríkum mæli en gera mig samt ringlaða og sumt kann ég ekkert á. En hún hlustar líka á útvarp, getur valið sér tónlist af geisladiskum eða beint úr tölvunni og les heil reiðinnar býsn. Ég á erfitt með að fylgja henni eftir og óttast að hún lendi á villigötum. Ég velti fyrir mér áhrifum ótakmarkaðs aðgengis að umheiminum á ómótaðan huga hennar en svo hugsa ég líka: Fannst foreldrum mfnum kannski eitthvað svipað um litasjónvarpið? Er tæknin alltaf ógnvekjandi þeim sem ekki alast upp við hana? Er meira ekki alltaf betra, oft kannski bara verra? Skiptir máli hvers konar efni börnum er boðið upp á í fjölmiðlum? Eru börnin okkar í bráðri hættu? Hvað er til ráða? Þetta tölublað tímaritsins Börn og menning er tileinkað börnum og fjölmiðlum. Við skoðum hvaða fjölmiðlaefni er í boði fyrir börn og kynnum okkur hugmyndafræðina á bak við þróun barnaefnis í Bandaríkjunum og Noregi, fáum innsýn í undraheima útvarpsins frá Sigríði Pétursdóttur, fyrrverandi Vitaverði, og lítum í merka rannsókn Þorbjörns Broddasonar, Children and Television in lceland. Þá bjóða barnabókaverðir upp á gleymda gimsteina og gagnrýnendur lána okkur gleraugun sín til að skoða nýjar bækur og leikrit. Sumir halda því fram að útvarpið sé í dauðateygjunum og að sjónvarpið eigi ekki langt eftir heldur. Bókin hjarnaði við eftir mörg ár á gjörgæslunni en ekki má samt mikið út af bera til að hún lognist út af eða sogist inn í hringiðu almiðlunar sem netið og snjalltæknin bjóða upp á. Tfmarnir breytast hraðar en nokkurn óraði fyrir. Menning barna í dag er sannarlega nátengd fjölmiðlum. En það er okkar hlutverk að kenna börnunum að umgangast miðlana þannig að þau þroskist og dafni í þeim heimi sem er þeirra til frambúðar. Brynhildur Björnsdóttir

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.