Börn og menning - 01.04.2014, Síða 7
Það þarf heilt þorp
7
Kids fyrir bókmennta- og lestrarviðburðum fyrir
krakka um öll Bandaríkin þar sem bækur eru í
sviðsljósinu. Jafnframt er vefurinn pbskids.org
mikið heimsóttur, en þar gefst börnum færi
á að spila skemmtilega leiki sem tengjast
sjónvarpsþáttunum og foreldrar og kennarar
fá stuðning við lestrarkennslu barnanna.
Allt efnið er byggt á nýjustu rannsóknum
á áhrifaríkum aðferðum til að ná góðri
lestrarfærni og sérstaklega er lögð áhersla á
að ná til barna í fjölskyldum sem hafa ekki
mikið á milli handanna.
PBS Kids leggur sig fram við að vera
vakandi fyrir nýju neyslumynstri á
afþreyingarefni og fjölmiðlum og er til að
mynda mjög öflugt á YouTube, Twitter og
öðrum samfélagsmiðlum. Þar berast lifandi
fréttir af fyrirlestrum á vegum PBS Kids sem
tengjast lestri og almennu uppeldi barna.
Sem dæmi má nefna að haldin hafa verið
sérstök Twitter-partí í tengslum við keppni
í söguritun þar sem krökkum gefst færi á
að spjalla við dómara og aðra þá sem að
keppninni koma, allt til að halda krökkum
áhugasömum og hvetja þá til að skrifa.
Stuðningur við foreldra og kennara
PBS Parents-vefurinn er bandamaður
foreldra sem finnst þeir vanmáttugir ( heimi
tækninýjunga og margmiðlunar. Þar eru
veittar ráðleggingar um nánast allt sem við
kemur uppeldi barna, meðal annars um
hvernig hægt sé að nýta tíma við skjáinn
á góðan og gagnlegan hátt. Foreldrar
eru hvattir til að takmarka tíma barna við
sjónvarp og tölvur og kenna þeim að nota
tæknina. Ráðin sem þar eru veitt taka öll
mið af aldri barnanna og því eiga sömu
ráðleggingar við um þriggja ára barn og
ellefu ára systkini þess. Foreldrum er leiðbeint
um hvernig þeir geta kennt börnum að nýta
sér tölvur og internetið til góðs og til að efla
gagnrýna hugsun barna og unglinga með
því að hvetja þau til að spyrja spurninga og
treysta ekki hverju sem er.
Á vefnum má líka finna kennslumyndbönd
þar sem krakkar og foreldrar geta lært að
baka, elda og föndra ýmislegt og einnig eru
foreldrum gefnar hugmyndir að hvatningu til
lesturs og skrifa og aðferðir til að ræða erfið
mál eins og skilnað, stríð, peningavanda,
atvinnuleysi og fleira við börnin sín.
Þeir sem vinna efni fyrir vefinn eru ýmist
menntaðir í uppeldis- og kennslufræði
eða einfaldlega foreldrar sem hafa sett
upp bloggsíður til að deila reynslu sinni og
þekkingu, bæði mæður og feður.
Á vefnum PBS Teachers er ógrynni af
námsefni sem styður við bandaríska
aðalnámskrá og er kennurum frjálst að nota
allt efnið. Þetta eru myndbönd, kennslugögn
og uppástungur að verkefnum sem krakkarnir
geta unnið. Þessi vefur hentar ekki síður þeim
sem velja að mennta börnin sín heima, en lög
í Bandaríkjunum heimila þann valkost innan
menntakerfisins. Þar að auki er hægt að
nálgast efni og hugmyndir að námskeiðum
fyrir frístundaheimili og þá aðila sem vinna
með börnum eftir að skólatíma lýkur. Allt
þetta efni er ókeypis og öllum frjálst að nýta
það, enda hluti af stefnunni að ná sérstaklega
til barna sem koma frá lágtekjuheimilum.
Krafan um að gera betur
PBS er sjálfseignarstofnun í eigu 356
almenningssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum
og er að mestum hluta fjármagnað með
frjálsum framlögum frá áhorfendum
og fyrirtækjum. Þættirnir sem PBS Kids
framleiðir eru að mestu leiti styrktir af
menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem
krefst þess að styrkþegar stundi rannsóknir
til að meta áhrif af því efni sem framleitt
er fyrir fé hins opinbera. Þar af leiðandi er
nánast hver einasti þáttur og vefleikur sem
búinn er til af PBS Kids rannsakaður í þaula.
Einnig eru gerðar rannsóknir á því hvernig
börn taka inn og nýta sér efnið og hvernig
aðgangi barna er háttað að sjónvarpi, tölvum
og snjallsímum.
Meðal þess sem skoðað er í rannsóknunum
eru viðbrögð barnanna, hvort þau hafi
gaman af efninu, nýti sér það og telji sig
hafa lært af því. Einnig er athugað hvort verið
sé að sinna öllum aldurshópum nægilega
vel, sem og báðum kynjum. Einn mikilvægur
hluti af starfi PBS Kids er að sýna börnum
jákvæðar fyrirmyndir. í dag sýna rannsóknir
að strákar lesi minna en stelpur og þá kemur
Ofurlestrarstrákurinn Whyatt til sögunnar á
meðan þátturinn SciGirls kyndir undir áhuga
stelpna á vlsindum og verkfræði.
Niðurstöður rannsóknanna eru öllum
aðgengilegar á vefsíðunni Pbskids.org/lab og
hafa flestar ef ekki allar verið jákvæðar.
AllarþessarrannsóknirnýtastsíðanPBSKids
við að ná því markmiði að efla velferð barna
í Bandaríkjunum óháð heimilisaðstæðum,
með því að taka samfélagslega áþyrgð á
uppvexti þeirra og þroska.
Super Why!
Super Why! er ætlað að hjálpa börnum á
aldrinum 3-6 ára að þjálfa nauðsynlega
hæfileika til að hefja og njóta lesturs.
Aðalpersónur þáttanna koma úr þekktum
ævintýrum: Rauðhetta, einn af grísunum
þremur, prinsessan á bauninni og Whyatt
litli bróðir Jóa sem átti baunagrasið. Whyatt
er leiðtogi hópsins og með spurningarmerki
að vopni leiðir hann hópinn í að leysa ýmis
vandamál sem tengjast þekktum sögum og
orðum. Öll eru þau ofurhetjur sem búa yfir
ólíkum lestrarhæfileikum, en ofurkraftarnir
samanstanda af þekkingu á stafrófinu,
góðum orðaforða og stafsetningarkunnáttu.