Börn og menning - 01.04.2014, Page 8

Börn og menning - 01.04.2014, Page 8
8 Börn og menning Aðalofurhetja þáttanna er þó alltaf áhorfandinn sjálfur, sem er ávarpaður með orðunum Super You! Wordgirl í Wordgirl er fylgst með daglegu lífi og ævintýrum Orðastelpunnar, sem berst gegn glæpum og bætir um leið orðaforða og orðanotkun. Hún er dulbúin sem venjuleg stelpa í 5. bekk sem heitir Becky Botsford, en Orðastelpa kom til jarðarinnar ásamt apanum Captain Huggy Face, eða Kafteini knúsfési, þegar hún brotlenti geimskipi sfnu. Hún er dæmigerð ofurhetja með hefðbundna ofurhetjukrafta auk þess sem hún býryfir gríðarlegum orðaforða. í hverjum þætti eru kynnt fjögur ný orð sem notuð eru við mismunandi aðstæður. Þannig er hefðbundinn ofurhetjusöguþráður notaður til að auka orðaforða barna. Word World Orðaheimur er staður þar sem hlutirnir stafa sjálfir það sem þeir standa fyrir. Hugmyndin er að heilla börnin og hvetja þau til að láta sér líka vel við orð og lestur. Til þess eru notaðar skemmtilegar persónur sem kallast Orðavinir og lenda í ævintýrum í heimi fullum af orðum. Orðaheimur hvetur krakka á leikskólaaldri til að líta á orð sem vini og hjálpar þeim að uppgötva orsakasamhengi milli bókstafa, hljóða, orða og merkingar. SciGirls I þáttunum er fylgst með klárum, forvitnum, raunverulegum stelpum sem nota vísindi og verkfræði í hversdagslífinu. Hver þáttur fylgir eftir ólíkum hópi af stelpum í 6.-8. bekk sem smita áhorfendur af brennandi áhuga á umhverfi sínu og uppgötvunum í vísindi og tækni. ScTGírls 5 u Lýðveldisverkefnið The Democracy Project er hluti af vefnum pbskids.org sem settur var upp fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þar fengu börnin tækifæri til að kynnast frambjóðendunum og lesa sértil um lýðveldið og hvernig starfi forsetans er háttað. Einnig er kosningakerfið útskýrt og hvaða áhrif aðeins eitt atkvæði getur haft. Höfundur er fjölmiðlakona með barnaefni sem sérgrein /"V

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.