Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 16
16
Börn og menning
greinilegar og af því að bóklestur er svo
stór þáttur af sjálfsmynd þjóðarinnar.
Stóriesurum fækkaði og þeim sem lásu
aldrei neitt fjölgaði og þetta taldist
uggvænleg þróun. Það má samt ekki
gleyma því að fyrr á tíð þóttu þau börn
seint mannvænleg sem voru með nefið
ofan í bók alla daga, svo kannski verður
það þannig eftir nokkur ár að við verðum
stolt af tölvuáhuga barnanna. Enda
verður i framtíðinni nánast ekki hægt
að vera hluti af samfélaginu án þess
að hafa yfir að ráða töluverðri færni
í tölvusamskiptum. Að verulegu leyti
eru krakkar að gera sambærilega hluti
í tölvunni og bókum, það er að lesa
upplýsingar úr öllum áttum. Það sem
er kannski ástæða til að hafa áhyggjur
af er að neysla upplýsinga verður miklu
brotakenndari með þessum nýju miðlum.
í stað þess að lesa eina bók eða horfa
á eina mynd frá upphafi til enda og
ná heillegu skáldverki með röklegu
samhengi og söguþræði venjast þau því
nú að taka inn upplýsingar í brotum
og eiga þannig erfiðara með að sjá
samhengi. Si/o vekur líka athygli mína
sú tilhneiging markaðarins að koma
neytendum hjá því að skrifa nokkurn
skapaðan hlut og forma þannig hugsanir
sínar fyrir öðrum. Þegar síðasta könnun
var gerð árið 2009 voru spjaldtölvur og
snjallsímar glænýjar uppfinningar sem
ekki voru komnar í þá almenningseign
sem þau eru i núna, en á þeim tækjum er
reynt að sneiða hjá því að fólk þurfi að
skrifa. Byltingin síðustu árin snýst um að
börnin eru virkari í leit og sköpun með
tilkomu netsins en kannski á kostnað
yfirsýnar, gagnrýninnar hugsunar og
inntöku upplýsinga í flóknara formi.
Brotahugsunin dregur úr upplifun á
heild og djúpri hugsun en gerir inntöku
smáatriða auðveldari. Ólíklegra er að
börn sem alast upp við þessa tækni temji
sérgagnrýna, greinandi hugsun. En á móti
kemur að þessar einfölduðu upplýsingar
sem börnin kunna að verða sér úti um
og hinar opnu samskiptaaðferðirnar á
netinu gera það að verkum að þau geta
viðað að sér meiri upplýsingum og á
breiðari grundvelli en áður."
Þurfum við að hafa meiri áhyggjur af
börnunum okkar en fyrri kynslóðir?
„Aðgengi annarra en foreldra að
börnunum er meira I dag og foreldrar
hafa minna um það að segja hvað börn
sjá og gera. Börnin eru algerlega óvarin
á netinu fyrir efni sem þau eiga ekkert
endilega að sjá og vilja jafnvel ekki sjá.
En börn hafa alltaf verið í háska og ég
held að börn kunni kannski bara betur
að verja sig i dag en þau kunnu fyrr á
tíð. Ég get ekki séð nein merki þess að
hætturnar á vettvangi boðskiptanna séu
stórkostlega miklu meiri en þær voru
áður. Hætturnar sem eru næstar okkur
eru eftir sem áður það sem þarf að hafa
mestar áhyggjur af og börn eru í mestri
hættu heima í stofu. Að mörgu leyti
er heimilið hættulegasti staðurinn. Mín
skoðun er að það eigi að gera þá sem
hýsa síður og reka, eins og Facebook,
ábyrga fyrir brotum sem eru framkvæmd
inni á þeirra svæði. Að öðru leyti er þetta
úr okkar höndum. Það verður ekki snúið
til baka með internetið."
Nú hefur þú séð miklar breytingar á
fjölmiðlaumhverfinu síðan rannsóknin hófst.
Hver er mest afgerandi breytingin að þínu
mati?
„Ég held að mesta breytingin hafi verið
þegar fartölvur og snjallsímar komu til
sögunnar því fram að þvi var ein tölva
á heimili, oftast í almenningsrými og
foreldrar gátu haft ágætisyfirsýn yfirþað
sem börnin aðhöfðust á netinu. Það voru
vatnaskil í þessum umgengnisháttum