Börn og menning - 01.04.2014, Side 17

Börn og menning - 01.04.2014, Side 17
Hættulegur frumskógur eða áður óþekkt tækifæri? 17 þegar börn fengu möguleika á að fara leynt með það sem þau gerðu á netinu og með þráðlausa netinu gátu þau líka verið hvar sem var og utan seilingar þeirra sem gætu viljað vita hvað þau væru að gera á netinu." En hvaða augum lítur Þorbjörn á fyrirbærið sjónvarp eftir að hafa fylgst með því í næstum fimmtíu ár? „Sjónvarpiðstækkaðisjóndeildarhringinn og börn fengu fleiri hugmyndir varðandi mögulega framtíð sína. Sjónvarpið gerði börn líka læs vegna þess að þau lásu skjátexta til að geta fylgst með erlendu efni. Erlent textað efni kenndi iíka tungumál þegar tengt var milli skjátexta og hlustunar. Þetta hefur verið mælt hjá þeim þjóðum sem ekki höfðu bolmagn til að talsetja erlent sjónvarpsefni og ekki efni á að framleiða efni á móðurmálinu. Þetta eru jákvæðu hliðarnar. Þær neikvæðu eru þær að sjónvarpið dró úr hreyfingu og lestri með dramatískum hætti." Þorbjörn er ekki alls kostar hrifinn af þeirri áherslu undanfarinna ára að talsetja allt barnaefni (sjónvarpi yfir á íslensku. „Þessi gríðarlega áhersla á talsett barnaefni er ekki einhlítt jákvæð því textað barnaefni reynir meira á börn. Þá má líka benda á að talsetning ruglar tilfinningu fyrir hljóðmyndun, þar sem varahreyfingar og hljóð fara langt frá þvi alltaf saman í talsetningu. Þær þjóðir sem texta efni eflast í eigin tungumáli, læsi og skilningi en fá nána tengingu við erlend tungumál nánast í kaupbæti." En hvaða áhrif hefur hið mikla aðgengi að upplýsingum á börn og hvernig á það eftir að móta framtíðina? Þorbirni finnst vandi að spá en er samt til í að setja fram tilgátur sem byggja á rannsóknum hans. „Fólk lærir sífellt minna utan að og man sífellt minna, ég myndi setja það fram sem tilgátu. Þekking á bundnu máli fer minnkandi og tungumálið verður einfaldara. Orðaforði virðist fara minnkandi. Og þetta er hægt að tengja beint við meiri sjónvarpsnotkun. Ef lesnar eru færri bækur eru færri orð í umferð. Við sjáum mjög skýr merki þess að tungumálið sé að einfaldast og hallist nær enskunni. Nafnorðaárátta og ýmis ávarpsorð benda til þess og einnig ýmsar málfræðieinfaldanir. Og með minnkandi lestri dregur úr færni til gagnrýninnar hugsunar. Það er gjaldið sem við greiðum fyrir allt það jákvæða sem þessi hröðu samskipti færa okkur." Hvaða áhrif hefur þetta á þá sem eru að vaxa upp í dag? „Ég spái því að tilveran verði yfirborðslegri þar sem samskiptin, það hvernig þú kemur fyrir í annarra augum í skamman tíma, skiptir öllu máli. En við sem ólumst ekki upp við þetta getum ekki ímyndað okkur hvernig þessi tilvera er. Stór hluti af lífi Vesturlandabúa er bundinn tölvunni og sá hluti á bara eftir að stækka. Við erum búin að tapa stríðinu við tölvurnar og internetið um börnin okkar, tíma þeirra og áhuga, en við þurfum að taka þátt í því að móta umgengni þeirra við tölvurnar. Ég vil líta svo á að öll tækni sé alveg stórkostlega hættuleg en það er líka hægt að beina henni í góðan farveg. Og þar bera foreldrar mesta ábyrgð."

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.