Börn og menning - 01.04.2014, Síða 20

Börn og menning - 01.04.2014, Síða 20
Orðaleikir og öflugt bros Kristín Ragna Gunnarsdóttir Jóna Valborg Árnadóttir Elsa Nielsen % SbÐ"IiN Kristín Amgrímsdóttir MEKTARKÖTTURINN/ MATTHIAS OG ORÐASTELPAH a Pa sem hafa emÉan"*riaiWu Hér verður fjallað um tvær metnaðarfullar myndabækur sem bókaforlagið Salka gaf út á síðasta ári. Þetta eru bækurnar Mektarkötturinn Matthias og orðastelpan eftir Kristínu Arngrímsdóttur og Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen. Það er vandað til verka í báðum bókum og þær eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir yngri börn. Ég bar bækurnar saman en þrátt fyrir að vera báðar í klippimyndastíl reyndust þetta vera mjög ólík verk. Önnur bókin grundvallast í kringum eina grunnhugmynd og kallar á umræður í kjölfar lesturs. Hin skapar leikglaða stemningu með samspili orða og mynda og býður upp á virka þátttöku lesenda. Mektarköttur fer á flug Mektarkötturinn Matthias og orðastelpan er þriðja bókin (seríu sem Kristín Arngrímsdóttir skrifar og myndskreytir. Árið 2009 kom út bókin Arngrimur apaskott og fiðlan og hlaut hún Fjöruverðlaunin og Vorvinda- viðurkenningu IBBY á (slandi.1 Næsta bók, Arngrimur apaskott og hrafninn, kom út árið 2010 og var valin á Heiðurslista IBBY.2 1 Kristín Arngrimsdóttir, Arngrimur apaskott og fiðlan (Reykjavík: Salka, 2009). 2 Kristín Arngrímsdóttir, Arngrímur apaskott og hrafninn (Reykjavík: Salka, 2010).

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.