Börn og menning - 01.04.2014, Side 26

Börn og menning - 01.04.2014, Side 26
Hjörvar Pétursson Óvitar, unglingar og einn andi úr plasti börnunum sínum. í mars síðastliðnum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í leikhús í Það er alltaf gaman að fara í leikhús með þrígang, sitt skiptið með hverju barni. Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur Leikstjóri: Gunnar Helgason „Ef strákurinn hefði ekki strokið að heiman, þá hefðu þau kannski getað leyst vandamálin heima hjá sér." (Una, níu ára) Handritið að Óvitum er skrifað af Guðrúnu Helgadóttur. Hugmyndin er þekktari en frá þurfi að segja: Börnin fæðast stór inn í heim leikritsins og minnka síðan eftir því sem tíminn líður. Þetta er dregið skýrt fram í kómísku upphafsatriði sem gerist í fatabúð þar sem foreldrarnir passa sig á að fötin séu örugglega of lítil þegar þau eru keypt, svo að krakkarnir geti skroppið saman í þau. Aðalsöguhetjan, Guðmundur, á besta vininn Finn. Finnur strýkur að heiman og felur sig inni hjá Guðmundi, og samskipti þeirra og feluleikurinn fyrir þeim sem leita að týnda barninu er sá hverfipunktur sem skapar dramað og skemmtunina í sýningunni. Þetta verk er að verða kanóníserað í íslenskri barnaleikritasögu; fyrst sett upp árið 1979 og uppsetningin í vetur er að minnsta kosti sú fjórða. Upphaflegir Óvitar voru án söngatriða en fyrir uppsetningu Leikfélags Akureyrar árið 2007 samdi Jón Ólafsson tónlist við texta Davíðs Þórs Jónssonar. I þetta skipti var fönkhljómsveitin Moses Hightower fengin til að sjá um tónlistina. Henni ferst það vel úr hendi, titillagið límdi sig við heilann og tónlistin féll að öðru leyti vel að sýningunni. Söngur einstakra leikara var kannski ekki eftirminnilegur, nema söngur Ágústu Evu Erlendsdóttur í hlutverki litlu (lesist: stóru) systur Guðmundar. Sviðsmyndin var skemmtileg; hverfið þar sem þessi ofvöxnu börn eiga heima samanstendur af dótahúsum sem hvert mannsbarn kannast við úr sínu eigin herbergi. Heimili Guðmundar er brotið í sundur milli gaflanna í upphafi sýningar svo opnast inn á heimili sem er skipulagt eins og dúkkuhús: tvö herbergi uppi, eldhús og baðherbergi niðri og stofan opin út á framsviðið. Uppi á mæninum er meira að segja handfang, eins og á hverri stundu sé von á tíu metra háu barni að sækja Playmobil-húsið sitt. Við feðginin veltum sögninni í þessu mikið

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.