Börn og menning - 01.04.2014, Page 27
Óvitar, unglíngar og einn andi úr plasti
27
fyrir okkur: Er þetta til merkis um að við
séum mögulega að horfa á dúkku- eða
pleimókarlaleik úr hugarheimi barns? Við
héldum þeim möguleika opnum.
Leikurinn var góður, jafnt hjá börnum
sem fullorðnum. Ég óttaðist ögn að mér
myndi líða eins og á skólaleikriti þar sem
allur þessi fjöldi barna var að leika fullorðna,
en sú tilfinning kom blessunarlega aldrei.
Börnin stóðu sig öll vel, og lá við að yngstu
leikararnir Matthías Davíð og Erlen ísabella
stælu senunni í hlutverkum sínum sem
langafinn og langamman.
Þrátt fyrir að sýningin hafi í flesta staði verið
ánægjuleg sátu í mér sem foreldri ákveðin
óþægindi að henni lokinni. Finnur strýkur
að heiman vegna þess, sem á ritunartíma
verksins, var kallað skrauthvörfum eins og
„vandræði á heimilinu". Á síðustu 35 árum
hefur blessunarlega orðið breyting á því
hvað er við hæfi að segja upphátt í opinberri
umræðu, svo nú er án hiks hægt að kalla
vandamálið á heimili Finns sínu rétta nafni:
Heimilisofbeldi. Vandamálið er að þegar
Finnur snýr aftur heim er engin raunhæf von
gefin um að fjölskyldumynstrið sé neitt að
fara að breytast - allsendis óvíst er að allt
fari ékkí strax aftur í sama ógæfusama farið.
Þetta olli fölskum tóni I því þegar Finnur kom
heim til sín aftur, því reynt er að láta (lokin
sem allt sé fallið í Ijúfa löð og breiða yfir að
vandamálin eru enn óleyst. Sennilega eru
börnin sem sjá sýninguna ekki vakandi fyrir
þessum myrka undirtóni, að minnsta kosti
ekki ef mark er tekið á orðum dóttur minnar
eftir sýninguna: „Ef strákurinn hefði ekki
strokið að heiman, þá hefðu þau kannski
getað leyst vandamálin heima hjá sér." Við
ræddum það síðar hversu líklegt það hefði
verið í alvörunni, og komumst að því að
sennilega hefði strokið ekki breytt neinu til
eða frá.
Leikstjóri Óvita var Gunnar Helgason. Hann
vann að stærstum hluta ágætt starf. En þetta
síðasta atriði situr þó í mér sem nokkuð sem
hann hefði mátt leysa betur.
Gaflaraleikhúsið:
Unglingurinn eftir Óla Gunnar
Gunnarsson og Arnór Björnsson
Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir
„Allir foreldrar ættu að sjá þetta með
unglingunum sínum. Af því að allt sem
þeir segja er satt." (Hrefna, þrettán
ára)
Gunnar átti líka óbeinan þátt í leikritinu
sem ég sá síðar í sömu viku: Hann er
faðir Óla Gunnars Gunnarssonar, sem
með Arnóri Björnssyni er höfundur og
leikari í Unglíngnum, sem sýndur er í
Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og ég fór að
sjá með Hrefnu, unglingnum á heimilinu
(þrettán ára).
Unglingurinn kom mér ánægjulega
á óvart. Þetta er skemmtilegt verk á að
horfa, bæði fyrir unglinga og foreldra þeirra.
Unglingurinn er andlega skyldur þeim
blendingum einleikja og uppistands sem
hefur brugðið fyrir í íslensku leikhúsi síðustu
árin; Hellisbúinn og Afinn eru tvö dæmi sem
koma strax upp í hugann. Hér eru leikarar
og höfundar tveir og skiptast á um að bera
uppi einræðurnar meðan hinn helmingurinn
tekur að sér umhverfishljóð, aukahlutverk
eða hlutverk þess sem við er rætt í stað
áhorfenda. Ekki einleikur, heldur tvíleikur.
Það er gáski í strákunum, bæðí sem
leikurum og höfundum. Ærsl og læti. En
það var nú viðbúið. Sérstaklega sleppti Arnór
fram af sér beislinu í líkamlegri kómedíu -
hann virtist nánast liðamótalaus á stundum
þegar hann hlykkjaðist um sviðið. Þótt
þeir hafi skípt hlutverkum nokkuð jafnt á
milli sín má þó kannski segja að Arnór
hafi tekið að sér að vera „Comic sidekick"
fyrir aðalleikarann Óla Gunnar, sem var sá
hófstilltari af þeim. Það kom mér reyndar á
óvart hversu mikill agi var á sýningunni allri,
miðað við að vera skrifuð og leikin af tveimur
strákum á grunnskólaaldri. Ég var allt eins
búinn að brynja mig fyrir hálfan annan tíma
af gelgjuhúmor af grunnskólastiginu, leikriti
uppfulluafbarnalegumbrandarahugmyndum
og útfærslum á þeim, en því fór víðs fjarri. Ég
freistast til að þakka það agaðri leikstjórn
Bjarkar Jakobsdóttur, sem hafi náð að draga
fram það besta í strákunum og hemja ( þeim
vitleysisganginn niður á mátulegt stig fyrir
prófessjónal sýningu. En síðan er alls ekki
útilokað að þeir hafi bara svona góðan sans
fyrir því hvað þeir eru að gera.