Börn og menning - 01.04.2014, Page 28
28
Böm og menning
Ekki misskilja mig, sýningin var hreint
ekki laus við barnalega brandara og
ungæðislegan leikstíl. En allt var þetta tónað
niður og því stillt í hóf til að þjóna stærri
tilgangi sýningarinnar í heild: að útskýra
fyrir éhorfendum hvernig það er að vera
unglingur í dag. Og þar var naglinn margoft
hittur lóðbeint á höfuðið. Að sýningu lokinni
sagði Hrefna dóttir mín þrettán ára við
mig: „Allir foreldrar ættu að sjá þetta með
unglingunum sínum. Af því að allt sem þeir
segja er satt."
Humm. Ég veit nú ekki alveg með það.
Ég vona í það minnsta að hún hafi ekki
tekið heimatilbúnum útskýringum strákanna
á leyndardómum mánaðarlegrar virkni
æxlunarfæra kvenkynsins sem heilögum
sannleik. En ég var hjartanlega sammála
stelpunni með fyrri hlutann. Unglingurinn
í Gaflaraleikhúsinu er, eins og unga fólkið
segir í dag, alveg #swagyolo. Eða segir
maður #yoloswag? Það verða allir foreldrar
sjá með unglingunum sínum, til að læra af
eigin raun.
Þjóðleikhúsið:
Aladdín eftir Bernd Ogrodnik
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
„Það skeríasta var andinn. Hann var
úr plasti." (Logi, sjö ára)
Upp úr miðjum mars fór svo ég
með Loga syni mínum (sjö ára) að sjá
Aladdín, brúðuleiksýningu listamannsins
og þúsundþjalasmiðsins Bernds
Ogrodnik. Sýningin er uppi undir rjáfri á
háalofti Þjóðleikhússins. Það var ekki
margt um manninn ( húsinu þennan
laugardagseftirmiðdag og rólyndisleg
stemning í anddyrinu.
Aladdin er hugarfóstur og handverk
Bernds Ogrodnik frá upphafi til enda.
Hann samdi handritið, hannaði og smíðaði
sviðsmynd og brúður, samdi tónlistina og lék
sjálfur á öll hljóðfæri. Þótt handritið byggi á
ævintýrinu úr Þúsund og einni nótt víkur það
frá upprunanum í ýmsum atriðum, þótt það
standi upprunalegu sögunni blessunarlega
mun nær en Disney-útgáfan.
Skemmst er frá því að segja að hvar sem
borið er niður er þessi sýning eitt samfellt
listaverk. Brúðurnar eru listavel gerðar og
búningar Evu Signýjar Berger fallegir eftir því.
Til að ná dýpt í sviðið eru margar brúðurnar í
tveimur og jafnvel þremur stærðum. Þær eru
stundum tengdar öðrum hlutum og jafnvel
hver annarri gegnum slík fjölmúlavíl að oft er
illskiljanlegt hvernig brúðumeistarinn fer að
þvf að hafa stjórn á brúðunum á þann máta
sem hann gerir.
Raddir brúðanna voru leiknar af bandi
en Bernd Ogrodnik sjálfur sagði söguna.
Sýningin hófst með því að hann fór með