Studia Islandica - 01.08.1937, Qupperneq 15

Studia Islandica - 01.08.1937, Qupperneq 15
13 inn, en gat ekki liðsinnt Þóri, vegna eiðsins, nema með sáttatil- launum. Guðmundur tók að lokum sjálfdæmi af Þóri, gerði hon- um fésekt og utanför þrjá vetur. Með því var hálfnuð hefnd Guðmundar fyrir illmælið. Þótti honum Þórir hafa „afráð gold- it sinna orða ok kom nú í hug, at nú mundi fé ærit at bæta ein- livern mann".1) Hann réð þegar njósnarmann til Þorkels háks, Þorstein rindil. En Þóri farnaðist gæfulega, eins og hann átti málaefni til. Hann var þrjá vetur í kaupferðum og græddi fé, en heima á sumrin og gætti bús. Þetta þótti skörulega gert. Og er hann úr sögunni, því að loks er að sjá eins og hann sé auka- persóna. Þorsteinn er æfður allt sumarið undir hlutverk sitt, því að mikið liggur við. Guðmundur vill ekki ráðast á Þorkel nema að næturlagi, einan og óbrynjaðan. Það tekst, af því að Þorkell hýsir Rindil og hlynnir að honum. Þorkell fær bana fyr- ir ofurefli, en Guðmundur brennimark af orðum hans. Þorsteinn rindill er drepinn. Guðmundur óttast meiri hefnd- ir og gerist svo grimmur, að hann vill brenna inni 'banamann Þorsteins með miklu frændliði, unz sonur Guðmundar stöðvar hann. Síðar sækir höfuð Þorkels að Guðmundi í draumi, eins og hann hafi ekki þolað að sjá það afhöggvið. Hann leitar draum- ráðninga og spásagna, jafnvel hjá bróður Þorkels, Drauma- Finna, sem auðvitað gerir ekki annað en hræða hann meir. Guð- mundi er brugðið. Ofeigur þingmaður hans þarf aðeins að sýna honum hnefa sinn í glensi til að láta hann víkja úr öndvegi fyr- ir sér.2) Þórhildur Vaðlaekkja spáir Guðmundi að lokum, að ekki þurfi hann að óttast hefndina, heldur synir hans. „Síðan fór Guðmundr heim ok sat í virðingu sinni“. En þjóðtrúin er fundvís á hefndir og taldi það banamein Guðmundar, að Finni Þorgeirsson sendi honum draummann. Úr seinni hluta sögunnar þarf ekki að rekja annað en það, sem tengir við fyrri hlutann. Spár Finna og Þórhildar rætast þar. Tveir synir Guðmundar, Eyjólfur og Koðran, eru ekki nefndir fyrr en í 22. kap., því að þá fyrst erfa þeir fjandskap 1) Úr A er týnt eitt blað um málaferlin, en samhengið er þó auðrakið í aðaldráttum án hjálpar frá C. A hefst á ný með „af- ráð goldit“. 2) Erichsen telur þessa sögu um Ofeig ritauka, því að hún skilur ekki skensið.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.