Studia Islandica - 01.08.1937, Qupperneq 13
11
virðist hafa sannfært Finn Jónsson (Litt. Hist., 2. útg.)
um það, að Ljósv. sé ein saga, en ekki tvær, og er skylt
að minnast þess, sem hún vinnur þarfast.
Þá hafa verið nefndir helztu ritaukar, sem menn
hafa þótzt finna í Ljósv.1) Það hefur komið í ljós, að í
A hefur enginn ritauki verið sýndur með rökum, en
þættirnir þrír eru viðbót í C. Eftir er að ræða um 13.—
18. kap., sem eru ósamhljóða í A og C, en tilheyra þó
heild sögunnar í báðum.
III. HVORT ER A EÐA C ÓSAMKYNJA HEILD?
Meginhlutinn af ritgerð Erichsens snýst um þetta
efni. Niðurstaðan er, að kaflinn C 13.—18., sem um er
deilt, sé í A ósamkynja við söguna; afritari hafi tekið
hann „úr einhverri hliðarheimild (munnlegri eða rit-
aðri) e. t. v. vegna eyðu í frumriti sínu, eða af því, að
hann hafi haft þarna heimild, sem honum geðjaðist
betur en frumritið“ (Erichsen, bls. 59—60). Þetta er
að ýmsu leyti ófullnægjandi lausn og of lítið rökstudd
til þess, að treysta megi á hana.
Samanburður 13.—18. kap. í C við samsvarandi kafla
í A og við söguheildina kostar lesandann athygli. Fyrst
þarf að gefa hugmynd um söguheildina, með því að
rekja þráð hennar í annarri hvorri gerðinni, og til
hægðarauka vel ég fremur A.
Deilurnar í 1.—4. kap. urðu að löngum fjandskap, er Þor-
geirssynir lögðu á Guðmund (Ljósv. 313). Einn þeirra, Þorkell
hákur, gerði ásamt Þóri goða Helgasyni, þremenningi sínum,
illmæli um Guðmund ríka. Illmælið hefur verið gefið í skyn í
því upphafi 13. kap., sem týnt er úr A. En þar hefst textinn
1) Smámunum er sleppt, en sumra getið hér síðar neðan-
rnáls, bls. 13 og 21.