Studia Islandica - 01.08.1937, Side 23

Studia Islandica - 01.08.1937, Side 23
21 það eitt, að hvort sem sagnaþulur eða söguritari fór með farandsögnina, þurfti hann síður að breyta henni en öðrum atriðum, þótt hann færði hana í nýtt sam- hengi.1) Ekki stríðir þriðja atriðið gegn rittengslum, það að mismunurinn sýnist (við fljótan lestur) liggja mest í smáatriðum, en ekki breyttum söguþræði né persónu- skilningi. Einmitt í smámunum er örðugt að greina milli duttlunga minnisins og duttlunga skáldsins. En þegar þýðingarmikil atriði breytast, er oft hægt að finna fyrir því sérstakar ástæður. Hér er í rauninni um stórbreytingar að ræða, — þó að Erichsen skildi það ekki og Liestöl fari eftir henni,2) — og ástæður mun mega finna fyrir þeim breytingum. Röð atburða gæti verið viljandi breytt í annarri gerð- inni (sbr. bls. 29 hér á eftir). Sé ein færsla gerð, leiðir hún oft af sér margar fleiri. Um leið og söguþráður- inn er slitinn, getur tilviljun ráðið nokkru um, hvar hvert smáatriði er fléttað inn að nýju eða hvort það er fellt niður. Það kemur ekki málinu við, hvaðan það efni kemur, sem bætt er inn í C. „Gleymska“ í C þarf hins vegar skýringa við, ef C skyldi reynast samin upp úr A. Nú skulu dæmin rakin: Um sektarfé Þóris Akrakarls segir svo (C 141Co_cS) : „Fé þetta var stórliga mikit, ok tók Einarr Konálsson við“. — Fyrirhugað var, að féð kæmi í bætur eftir Þor- 1) Liestöl lætur eins og hann sjái ekki fullyrðing Erichsens, að þessi smásaga sé ritauki í báðum gerðum Ljósv. — skotið inn af tveim óháðum afriturum. Þannig verður sjálfsagt geng- ið hér eftir fram hjá öðrum ritaukatilgátum hennar, svo að ónauðsynlegt er að andmæla þeim. 2) Liestöl bætir við neðanmálsgrein (bls. 43), að því er virð- ist eftir nánari lestur, og bendir á djúptækan mun á gerðunum, t. d. í skilningnum á Þóri Helgasyni og málstað hans. Þetta tel- ur hann viðbótarrök fyrir munnlegum sögubrigðum. En gegn rittengslum verður það ekki fært, svo að styrkur sé að.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.