Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 24
22
kel hák (sbr. síðar C 1935—3G). Það er tekið fram í A
(sjá bls. 12 að framan). En í C er sú upplýsing fall-
in burt, því að fjörráðin við Þorkel eru ekki nefnd
(sbr. bls. 16 að framan). En höfundur C-'textans hefur
gleymt, að hann var búinn að sleppa þessu, og sér ekki,
að viðtaka Einars við fénu verður hér tilgangslaus og
óskiljanleg. Af þessu verður að álykta, að ritari C-gerð-
ar noti þá sögugerð, sem A hefur, en noti hana illa.
Akra-Þórir segir við goða sinn (C 14i0e—107): „—
ávallt ferr einn veg, at þú lætr hlut þinn fyrir Guð-
mundi“. — Litlu síðar styrkist þessi sögn um undan-
farin málaferli við orð sauðamanns: „Fédrjúgir verða
þeir nú, þingmenn Þóris“ (= „Drjúgir verða þér, Guð-
mundr, þingmenn Þóris til fjárins“ — í A). 1 C verða
þessar upplýsingar alveg óskiljanlegar vegna þess, að
þar er felld burt frásögn A-gerðarinnar um ofsóknir
Guðmundar við þingmenn Þóris, legorðsmál og hross-
reiðir. — Þess verður oftar vart í C, að fyllri skilning
má leggja í atvik og ummæli, ef A er höfð í huga til
skýringar, en hins vegar vonlaust, að nota megi C til
að skýra A.
Gleymska C-ritarans sannar, að hann styðst við A-
gerðina (munnlega eða ritaða) um eitthvert mikilvæg-
asta atriðið. En einmitt þar víkur hann mjög frá A,
líklega viljandi að mestu. — Svo gersamlega bregzt trú
Liestöls, að „gleymska“ sýni munnleg sögubrigði, en
afsanni rittengsl. En mörg rök eru fyrir því, að hér sé
um rittengsl að ræða:
1. Af Ljósv. hafa aldrei verið til fleiri en ein gerð
heil, nema í ímyndun manna. Kaflinn 13.—18. kap. er
frábrugðinn íauki, sem gat ekki átt nein lífsskilyrði í
sögn né á bók án sambands við Ljósv. Til að skýra
myndun kaflans vill Liestöl leita á náðir tilviljunar-
innar: hugsa sér, að handrit hafi verið gallað, en fyllt
upp í eyðurnar eftir öðru, — en samning og skráning
þessa annars handrits (heillar gerðar?) þurfi ekki að