Studia Islandica - 01.08.1937, Page 39
37
og efnisfærsluna. Á tilefnið mætti gizka. Ég hef bent
á, að hann er bundnari við orð frumritsins en efni þess.
Ef til vill hefur honum þótt minna ótrúlegt á að sjá
að hafa ekki „Þorgils" heldur ,,Þórir“ eða „Akra-Þór-
ir“ þar, sem efni frumritsins á við Þóri Helgason. (Sbr.
einkum Ljósv. bls. 259io-19 við C 14u1-i7, þar sem
aðeins þarf að strika út „Akra-“ í C 14u3, til þess að
báðir textar segi hið sama.)
Það er lítilsvert, að þrem þekktum mönnum, sem eru
nefndir á nafn í A, er sleppt úr C. En í stað eins þeirra,
Þorkels Geitissonar, virðist koma Vigfús Víga-Glúms-
son1) í C. Vigfús er nefndur þannig, að gert er ráð
fyrir, að lesendur þekki Glúmu (Ljósv. C 1637, 172o-29)-
En fjandskapur þeirra Glúms og Möðrvellinga er breytt-
ur í vináttu Vigfúss við Guðmund ríka. Ekki er víst,
að höfundur C-textans hafi sótt þá vitneskju í sagnir.
Ættartölur gefa slíkar sættir í skyn. Steinunn sonar-
dóttir Vigfúss gekk samkvæmt þeim að eiga Einar á
Grund son Ketils, er tekið hafði Þverá af Glúmi í föð-
urbætur og fengið hana Einari bróður Guðmundar
ríka. Vigfús segist einmitt eiga óhefnt fyrir missi Þver-
ár (kap. 172C-29), en metur þó meir vináttuna við Guð-
mund. Það var Guðmundi sæmd að hafa aflað sér slíkr-
ar vináttu hjá fyrverandi fjandmanni. Og þrátt fyrir
ertni Vigfúss við hann og önnur skemmtiatriði þing-
sögunnar í C er óhætt að segja, að heiður Möðruvalla-
goðans sé varðveittur þar af mikilli kunnáttu.
Nú hef ég reynt að skyggnast inn í skrifstofu C-rit-
arans. Það væri hægt betur og nákvæmar, en þá þyrfti
að byrja rannsóknina á breiðara grundvelli. Viljandi
hef ég lagt einhliða áherzlu á breytingar á Guðmundi
ríka og fleiri persónum, því að það eru höfuðatriði,
sem öðrum hefur sézt yfir. Meðferð sögunnar á við
1) Þó er hugsanlegt, að Vigfús hafi verið nefndur á blaðinu,
;sem týnt er úr A.