Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 33

Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 33
31 inn býður honum sök á Akrakarli: „Opt hefir þú mér hallkvæmr verit, en eigi mun nú smæstu ráða, ok má mér þetta koma at miklu haldi“. (Sbr. A með smá- mennislegan feginleik Guðmundar: „Marga velgerð hefir þú mér gert, en enga meiri en þessa“.) Eða er hann hælist sjálfur um yfirgang sinn: „Fédrjúgir verða þeir nú, þingmenn Þóris“ (orð Odds í A). Smekkmun- ur hlýtur að valda klausu eins og þessari, sem væri óhugsanleg í frumgerð Ljósv.: „----stefnda ek mann- níðingnum Akra-Þóri fyrir brotttöku fjár Helga Arn- steinssonar, ok hefir hann sök á hverjum manni ok vélar lengi haft“. Smásaga úr æsku bræðra er í A tengd við fyrsta sam- tal þeirra og á að skýra tortryggni Einars. Af því að: tortryggnin er numin burt í C, verður smásagan að hverfa á þessum stað. En höfundurinn vill ekki missa sögnina, heldur kemur henni að við fjórða samtal bræðra, þar sem Einar rýfur bræðralagið og eið sinn.. I smásögunni kvartar Guðmundur yfir, að Einar sýni sér óheilindi. C bætir við orð hans til áherzlu: „má vera, at at því komi optar“. Hér verða áhrif smásög- unnar Guðmundi meir í vil heldur en í A. Þórir Helgason er ekki saklaus í C. Hann þiggur hafrana að gjöf og sýnir með því að leyna þeim, að hann veit hann fremur þar lögbrot. Staðhæfing Þóris, þegar hafrarnir finnast, að hann eigi þá réttilega, er tóm ósvífni. Þarna er hallað á Þóri til að hreinsa Guð- mund. Mynd Þóris verður tvíræðari en í A. En að þessu fráteknu er hann sæmdarmaður og gæfumaður og and- stæða Guðmundar eins og 1 A. Oddur sauðamaður Þóris verður að ónefndum sauða- manni Guðmundar í C, — drottinhollur þjónn í drottin- svikarans stað. Líklega er þessu breytt Guðmundar vegna. En af því leiðir ýmsar nýjar breytingar: Húsið með höfrunum færist frá bæ Þóris Helgasonar á stað- inn, þar sem féránsdómur er háður, því að annars hefðL

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.