Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 9

Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 9
7 <eru eftir í. Full þykkt hefði verið 4 arkir (næsta kver á eftir aðeins 3 arkir). Eftir því er ein örk týnd, eða sem svarar 160 prentlínum í útg. 1880. Niðurlag 4. kap. hefur sjálfsagt verið eins í A og C. Það nemur 60 lín- um, sem dragast frá. Eftir eru 100, og það virðist full- lítið til að samsvara því, sem A vantar framan af 13. kap. (13i_i3o). Athugun sýnir, að í C 13i3í—18i3ð er frásögnin fjórðungi lengri en um sama efni í A, svo að 60 + 100 prentlína vöntun í A er afarnálægt því, sem við mátti búast, ef upphaf 13. kap. í C og A hefur ver- ið í samræmi við framhald textans í hvorri gerðinni um sig. Sennilegasta skýringin er aldrei sönnuð, meðan fleiri möguleikar eru til. Hugsazt gæti, að kverið hefði verið 41+ eða jafnvel 5 arkir, svo að 240 eða 320 prentlínur ^væru glataðar. Engin merki sjást um það á þáttunum þrem, að texti þeirra sé annaðhvort lengdur eða stytt- ur. Það verður að reikna með lengd þeirra eins og .hún er. Þá reynist Sörlaþáttur of langur eða of stuttur og hinir þættirnir tveir, sem varla verða aðskildir, allt of langir til að rúmast í eyðunni. Sá möguleiki kemur því eiginlega ekki til greina. En mönnum hefur dottið í hug, að þar, sem þættirnir standa í C, hafi í A verið kafli, sem tengt hafi betur en nú efni 4. og 13. kap. — Engar beinar líkur verða færðar fyrir því.* 1) í þessu sambandi verður að nefna skoðun Adolfine Erichsens (áðurnefnt rit) um 1.—4. kap. Ljósv. Hún skilur úr þættina þrjá og athugar síðan, hvort 1.—4. kap. séu gallalaus inngang- ur að 13. kap. eins og hann er í C. Svar hennar verður neitun. 1) Hér er farið fljótt yfir, því að þetta er ekkert deilumál. Sbr. þessi rit: Kr. Kálund, Katalog over den Arnamagnæanske Haandskriftsamling, — Guðbrandur Vigfússon, Prolegomena Sturl., Oxford 1878, bls. LVI, — Tímarit Bókmenntafélagsins I 267 o. áfr. (B. M. Ólsen), — Erichsen, óðurnefnt rit, bls. 10— 11, — Finnur Jónsson, Litt. hist., 2. útg., II 492.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.