Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 40
38
fleira en meðferð á persónum. Vel mætti rannsaka stíl-
inn í C 13.—18., fjölgun aukasetninga, einkum „því
at“-setninga, í sambandi við hneigð höfundar til skreyt-
ingar og skýringa, aukning og fágun samtala o. s. frv.
En þess þarf ekki hér, því að þar felst hvorki skýring:
né afleiðing þeirrar niðurstöðu, sem meginþáttur grein-
ar minnar leiðir til.
Á þeirri niðurstöðu hef ég byggt þessar athuganir
á meðferð sögunnar. Niðurstaðan haggast ekki við þær
athuganir, heldur styrkist. Að vísu eru breytingar C-
gerðar frá A-gerðinni róttækari en fræðimenn hafa
látið af, en jafnframt auðskýrðar orsakir þeirra. Með
allgóðum líkum má benda á tilefnin til þess, að höfund-
ur C-textans byltir til aðalheimild sinni. Hann er rit-
höfundur, sem semur C 13.—18. upp úr A eins og sögu-
lega skáldsögu. Til stuðnings hefur hann einhverjar
ættartölur og almenna sögulega þekkingu. En það er
ekki nauðsynlegt að gera ráð fyrir, að hann hafi stuðzt.
við munnlegar sagnir, óháðar A-gerðinni.
Enn sem fyrr verða gerðir Ljósv. eitt hið merkasta
sönnunargagn í deilunni um sagnfestu og bókfestu ís-
lendinga sagna (Freiprosa — Buchprosa). Gildi sönn-
unargagnsins snýst við. Ljósv. 13.—18. er ekki aðeins
ónothæft dæmi um sagnfestu, eftir að rittengslin eru
sýnd, heldur mun sá kafli í C vera eitthvert áþreifan-
legasta og fróðlegasta dæmið um bóklega samningu
íslendinga sagna.