Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 5
I. HANDRIT OG ÚTGÁFUR.
Af sögunni eru til tvær gerðir. Þær hafa myndazt á
13. öld eða að sumra ætlun fyrr. Samanburður gerð-
anna er merkilegt rannsóknarefni. Önnur er ekki heil.
Hún er geymd í leifum skinnbókarinnar AM 561, 4to,
frá því um 1400. Hin er ekki varðveitt heil nema í
pappírshandritum frá lokum 17. aldar og yngri. En
öll pappírshandrit sögunnar eru runnin frá einu glöt-
uðu afriti af 15. aldar skinnbók, sem hefur eyðilagzt á
17. öld, nema fáein blöð, þar af þrjú úr Ljósv., varð-
veitt í AM 162 C, fol. Til hægðarauka eru þessar tvær
skinnbækur og gerðir þeirra kallaðar A og C. Þegar
þörf er á nákvæmni, er táknaður með C* texti C-gerð-
arinnar á öllum þeim köflum, sem ekki eru á s'kinnblöð-
um .AM 162, 4to.
Útgáfur með handritakönnun hafa aðeins verið gerð-
ar tvisvar, báðar í Kaupmannahöfn, 1830 og 1880.
Fyrri útgáfan fylgir að mestu afargölluðu pappírs-
handriti. Seinni útgáfan, sem hér verður vitnað til ein-
göngu,1) er gerð eftir C* að meiri hluta. Á tveim köfl-
um er A aðalhandrit, en miðbálkur þeirrar gerðar er
aðeins prentaður í viðauka við söguna.
A og C eru samhljóða í 1.—4. kap. að undanteknum
lítils háttar orðamun og því, að þetta er allt einn kapí-
tuli í A. Móti 5.—18. kap. í C koma ekki meir en þrír
1) Vitnað i kap. og línu. Þar sem A hefur ekki enn verið gef-
in út með eigin kapítulatali, leyfi ég mér að vitna til þeirrar
gerðar eins og þar væru sömu kapítular og í C*, þó að raunar
sé mikill munur.
1*