Studia Islandica - 01.08.1937, Page 27

Studia Islandica - 01.08.1937, Page 27
25 6. Orðalíkingar með A og C eru margar á hverri síðu og svo nánar, að þær eru óræk sönnun fyrir rit- tengslum. Erichsen hefur prentað textana hlið við hlið og gleiðletrað orð, sem hljóða eins eða nálega eins í báðum gerðum. Þessar gleiðletranir ná yfir rúmlega 10 % af orðafjölda A-textans, svo að ekki kemur til mála að rekja þær hér vegna lengdar. Fram hjá þessum rökum er ekki hægt að komast. Höfundur C-textans hlýtur að hafa lesið og notað frum- gerð sögunnar skráða, og sú frumgerð virðist hafa verið A eins og hún er nú. Hann hefur breytt 13.—18. kap. með ráðnum huga. Auk þess hefur hann eða ein- hver síðari ritari skotið þáttunum þremur, 5.—13. kap.,. inn í C. A En Þorkell hafði lokit aptr lokrekkjuna. Síðan sofnaði Þorkell. Húsfreyja gekk eptir gólfi útar í öndina ok mælti: „Var svá þó!“ ok lét fyrir lok- urnar; ok vaknaði Þorkell við ok mælti: „Hvat er nú, hús- freyja?“ „Slikt sem mik grun- aði, at gestrinn vill svíkja þik ok hefir látit frá lokur“. Eind- ill mælti: „Mikinn fjándskap sýnir þú við mik, nær sem at gjöldum kemr“. Þorkell mælti: „Eigi mun gáð hafa verit at setja fyrir lokurnar“. Síðan sofnaði hann. Ok er stund leið, þá skreiðisk Rindill ór rúmi sínu ok skaut frá lokum ok heyrði þá hundgá ok at menn ri§jj at bænum. C fyrir lokurnar. Þorkell vakn- aði ok mælti: „Hvat er nú, hús- freyja?" „Slíkt sem mik grun- aði“, segir hon, „at gestrinn vill svíkja þik ok hefir skotit frá lokum“. Rindill mælti: „Mikinn fjándskap sýnir þú við mik, hve nær sem at gjöld- um kemr“. Þorkell mælti: „Eigi mun gáð hafa verit at setja fyrir lokurnar. Síðan sofnaði hann. Ok er stund leið, skreidd- isk Rindill ór rúmi sinu ok skaut frá lokunum ok mælti: „Enn mun Þorkell dyljask við“,. ok gekk í eldhúsit, ok svaf Þor- kell þá. Ok þegar jafnskjótt sprettr Rindill upp ok heyrði þá hundgá ok at menn riðu at bænum.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.