Fréttablaðið - 09.03.2021, Síða 6

Fréttablaðið - 09.03.2021, Síða 6
STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðherra hefur samið við Jón Steinar Gunn- laugsson, hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt Íslands, um aðstoð við vinnu ráðu- neytisins að styttingu málsmeð- ferðartíma í refsivörslukerfinu. Í samningum, sem Fréttablaðið óskaði eftir frá ráðuneytinu, segir að verkefnið sé enn í mótun en um sé að ræða greiningu á málsmeð- ferðartíma allt frá því rannsókn lög- reglu hefst og að upphafi afplánun- ar, auk viðbragða af ýmsu tagi sem miða að því að stytta þennan tíma. Réttarfarsnefnd, sem er ráðherra til ráðgjafar í málum sem varða rétt- arfar, hefur ekki fengið upplýsingar um þessa vinnu ráðuneytisins né hefur verið óskað eftir aðkomu nefndarinnar að málinu. „Réttarfarsnefnd hefur ekki fengið erindi og er alveg ókunnugt um þetta,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttardómari og formaður réttarfarsnefndar. Hann segir það oft hafa gerst að öðrum en nefndinni sé falið að sinna ýmsum verkefnum á sviði réttarfars, þótt réttarfarsnefnd hafi yfirleitt ein- hvern tíma í ferlinu komið að því. „Við erum náttúrulega fyrst ráðgef- andi gagnvart ráðherra, ýmist um þau frumvörp sem búið er að semja eða á eftir að semja,“ segir Sigurður. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur töf á málsmeðferðartíma ítrekað valdið því að refsing er milduð í dæmdum málum. Lands- réttur mildaði til dæmis refsingu í sjö nauðgunardómum á síðasta ári vegna tafa á málsmeðferðinni. –aá NORÐURLAND Sveitarstjórnir fjög- urra sveitarfélaga í Austur-Húna- vatnssýslu hafa ákveðið að kosið verði um sameiningu þann 5. júní næstkomandi. Sameiningin var kynnt á tveimur rafrænum íbúafundum síðast- liðinn miðvikudag og laugardag. Va ld i ma r O. Her ma n n s s on , sveitarstjóri Blönduósbæjar, segir yfirgnæfandi jákvæðni hafa ríkt á fundunum. Auk þessara tveggja sveitar- félaga eru tvö minni í viðræð- unum, Skagabyggð og Húnavatns- hreppur. Valdimar segir að brátt verði fundað um framkvæmdina og hvað gerist ef sameining verður felld einhvers staðar. Það er hvort hin geti sameinast beint eða ferlið verði að hefjast upp á nýtt. Árið 2005 var sameining Aust- ur-Húnavatnssýslu felld með afgerandi hætti. Á Blönduósi var hún samþykkt með 86 prósentum atkvæða en felld í hinum þremur, á Skagaströnd með 92 prósentum. Valdimar telur að meiri jákvæðni sé fyrir sameiningu nú. „Helsti ágreiningurinn er hinn gamalgróni hrepparígur. Kannski sérstaklega milli Skagastrandar og Blönduóss,“ segir Valdimar. „Það er líka alltaf ótti við að stjórn og þjón- usta verði of miðlæg á einum stað.“ A lex a nd r a Jóha n ne sdót t i r, sveitarstjóri Skagastrandar, segir ágreining hafa legið í staðsetningu stjórnsýslunnar og starfa. „Íbúar hafa áhyggjur af áskorunum tengd- um skólamálum þar sem fyrirhug- að er að sameina Húnavallaskóla og Blönduskóla,“ segir hún. „Eðlilega eru margir hræddir við óvissuna sem óhjákvæmilega fylgir miklum breytingum.“ Öl l f jö g u r s ve it a r f é l ö g i n eru undir 1.000 íbúa lágmarki nýs f r umvar ps Sig urðar Inga Jóhanns sonar, samgöng u- og sveitarstjórnar ráðherra. Valdimar er ekki fullkomlega sannfærður um að sá hluti frumvarpsins rati þó inn í löggjöfina og Alexandra segir það beinlínis ólíklegt. „Við vildum þó láta reyna á þetta áður en lögin taka gildi. Enginn vill fara í lögþvingaða sameiningu frek- ar en lögþvingað hjónaband,“ segir Valdimar og hefur efasemdir um að þvinguð sameining yrði farsæl. Samanlagður íbúafjöldi er aðeins 1.900 manns og hafa sveitarfélögin þegar mikið samstarf í gegnum byggðasamlög. Samkvæmt Valdimari kom fram vilji til að binda hnútinn á þessa sífelldu umræðu. „Fólki f innst óþarfi að vera með fjögur sveitar- félög á þessu svæði,“ segir hann og bendir á að stórar sameiningar hafa orðið bæði til austurs og vesturs, það er í Skagafirði og Húnaþingi vestra. „Það er fjárhagslegur hvati í Jöfn- unarsjóði til sameiningar, fjármun- ir til skuldajöfnunar og endurupp- byggingar stjórnsýslunnar. Margir hefðu þó viljað sjá meiri hvata af hálfu hins opinbera, svo sem sam- göngubætur eins og oft vill verða í sameiningum.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Réttarfarsnefnd hefur ekki fengið erindi og er alveg ókunnugt um þetta. Sigurður Tómas Magnússon, formaður réttar- farsnefndar Enginn vill fara í lögþvingaða sam- einingu frekar en lögþving- að hjónaband. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar Snjóflóðagrindum verður komið fyrir og land handan varnargarða mótað. Hrepparígur gæti flækt málin Sameiningaráform og íbúakosning 5. júní hafa verið kynnt Austur-Húnvetningum. Boðuð lagasetning um íbúafjölda ýtti við sveitarstjórnum fjögurra sveitarfélaga. Fyrirvarar hafa verið mestir á Skagaströnd. Sveitastjóri Blönduósbæjar segir yfirgnæfandi jákvæðni hafa ríkt á sameiningarfundunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍSBAND ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 18:00 • OPIÐ FÖSTUDAGA 07:45 - 17:00 VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA FIAT HÚSBÍLAR - ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI SMURÞJÓNUSTA Jón Steinar skoðar réttarfarsúrbætur fyrir ráðherra FLUGSAMGÖNGUR Icelandair Group birti f lutningatölur fyrir febrúar- mánuð í Kauphöllinni í gær þar sem fram kom að heildarfjöldi far- þega í millilandaf lugi með vélum fyrirtækisins var um 5 þúsund í febrúarmánuði. Það er samdráttur upp á 98 prósent á milli ára eftir því sem fram kemur í tilkynningunni en framboð á sætum minnkaði um 95 prósent á milli ára. Þar kemur fram að nánast ein- göngu sé um að ræða farþegaflug til Íslands en farþegum sem nýttu sér tengiflug fyrirtækisins milli Evrópu og Norður-Ameríku fækkaði veru- lega. Fraktf lutningar héldu sjó og voru sambærilegir og á sama tíma í fyrra. – kpt Aðeins fimm þúsund farþegar Vélar Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR NÁTTÚRUVÁ Bæjarstjórn Ísafjarðar mun styrkja þau hús á Flateyri sem eru í mestri snjóflóðahættu í sumar. Er þetta hluti af aðgerðaáætlun sem ráðist var í vegna snjóf lóðanna í janúar árið 2020. Verður meðal annars komið fyrir skotheldu gleri fyrir gluggaop til að snjór komist ekki inn og styrktum hurðum, veggjum og lofti ef þarf. Alls er um átta hús að ræða, við Ólafstún, Goðatún og Hjallaveg. Lagt er til að valin verði þrjú hús til að byrja með og er heildarkostnað- urinn 25 milljónir króna. Snjóflóðavarnirnar sjálfar verða einnig bættar. Komið verður upp snjóf lóðagrindum á Eyrarfjalli til þess að draga úr snjósöfnun. Sam- bærilegar grindur eru til dæmis til á Patreksfirði. Þá verður land grafið upp og mótað handan núverandi varnar- garða og jarðvegsrannsók nir framkvæmdar á hafnarsvæðinu. Í fyrra f læddi inn í höfnina og fjöl- margir smábátar skemmdust eða gjöreyðilögðust. Kostnaðurinn við grindurnar er metinn 150 milljónir króna og landmótunina 150 til 180 milljónir. – khg Húsin í hættu fá skothelt gler 9 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.