Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 12

Fréttablaðið - 09.03.2021, Page 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Að dætur jafnréttis­ paradísar­ innar Íslands þurfi að leita út fyrir landstein­ ana að réttlátri málsmeð­ ferð og vernd gegn ofbeldi er ekki aðeins sorglegt heldur eigin­ lega bara ótrúlegt. Skólahús­ næðið sem þarna getur risið verður áfram í nálægð við einstaka náttúru en skerðir hana ekki. Hjallastefnunni var á síðasta borgarráðsfundi veitt vilyrði fyrir lóð til að byggja upp skóla við Perluna í Öskjuhlíðinni. Hjalli hefur rekið Barnaskólann í Reykjavík og leikskólann Öskju við Hlíðarfót frá árinu 2009 við mikla ánægju foreldra. Skólar Hjalla hafa verið á tímabundinni lóð. Því var brýnt að finna skólunum nýja, varanlega lóð og eyða þannig óvissu foreldra, barna og starfsmanna. Vilyrðið er háð því að á lóðinni megi einungis rísa húsnæði til skólareksturs. Við erum líka meðvituð um að Öskjuhlíðin er mikilvægt útivistarsvæði fyrir okkur öll. Sú lóð sem hér um ræðir er við bílastæði Perlunnar og því vel tengd gatnagerð. Skólahúsnæðið sem þarna getur risið verður áfram í nálægð við ein- staka náttúru en skerðir hana ekki. Viðreisn hefur ætíð talað fyrir mikilvægi þess að foreldrar hafi frelsi til að velja það sem er best fyrir börnin sín. Börn hafa ólíka styrkleika og ólíkar þarfir, sem einungis er hægt að mæta með því að bjóða upp á fjölbreytta skóla. Þannig tryggjum við bestu menntunina og þjónustuna fyrir alla. Í Reykja- vík eru í dag starfandi 6 sjálfstæðir grunnskólar og 17 sjálfstæðir leikskólar sem foreldrar hafa val um að skrá börnin sín í. Að auki hafa foreldrar val um að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni. Á þessu kjörtímabili hefur meirihlutinn í Reykja- vík samið við sjálfstæða skóla um aukið framlag vegna frístundastarfs, um pláss fyrir reykvísk börn í nýjum sjálfstæðum skóla fyrir börn með sérþarfir og um pláss fyrir f leiri börn á leikskólum. Á sama tíma höfum við samþykkt metnaðarfulla mennta- stefnu fyrir alla skóla í Reykjavík, fjölgað leik- skólum Reykjavíkur og samþykkt áætlun um að efla íslenskukennslu barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Menntun allra barna í Reykjavík, sama hvaða skóla foreldrar kjósa, á að veita börnum tækifæri til að þroska sína hæfileika og öðlast hæfni til að móta sér farsælt líf. Nám barna við einstaka náttúru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Í gær, 8. mars, var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið tileinkaður kvenréttindum víða um heim frá árinu 1911 og nú, 110 árum síðar, er enn fullt til-efni til að draga fram í dagsljósið hin ýmsu baráttumál sem sérstaklega snúa að öðru kyninu. Íslenska kvennahreyfingin nýtti daginn til að segja frá margfaldri málsókn á hendur íslenska ríkinu. Níu íslenskar konur á aldrinum 17 til 44 ára hafa kært íslenska ríkið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Konurnar níu eiga það sam- eiginlegt að hafa kært nauðganir, heimilisof beldi eða kynferðislega áreitni en öll málin verið felld niður eftir rannsókn lögreglu. Með aðstoð Stígamóta og lögmannsstofunnar Réttar freista konurnar nú þess að fá Mannrétt- indadómstólinn til að fjalla um mál þeirra og þrýsta þannig á um breytingar á meðferð slíkra mála sem komast sjaldnast alla leið inn í dómsal hér á landi. Við ítarlega yfirferð Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns, sem hefur unnið að öllum kærunum til Mannréttindadómstólsins, komu í ljós ýmsar brotalamir við rannsókn og meðferð málanna innan réttarvörslukerfisins sem varða meðal annars rannsókn lögreglu, mat á sönn- unargögnum og túlkun á vilja löggjafans. Það virðist ekki vera tilfallandi vandi að sjaldnar sé ákært í þessum málaflokki en öðrum en við undirbúning málsóknarinnar skoðuðu lögmenn fjölmörg mál í leit að rauðum þráðum. Samkvæmt Sigrúnu var gegnumgangandi vandi hversu langan tíma rannsókn tók, mál jafnvel fyrndust meðan á rannsókn stóð. Algengt var að skýrslur væru teknar seint, sem skapar hættu á að vitni og sakborningar geti undirbúið sig, auk þess sem það virtist oft vega þungt að sakborningur neitaði sök í máli. Ríkið hefur hér brugðist konum og breytingar eru löngu orðnar tímabærar. Það er staðreynd að lítill hluti kvenna sem verða fyrir of beldi kæra og enn færri fá mál sitt f lutt fyrir dómstólum, en sem dæmi rata aðeins 17 prósent nauðgunarkæra alla leið inn í dómsal. Löng og léleg málsmeðferð er ekki til að hvetja konur til að leita réttar síns í þessum viðkvæmu málum. Frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola er á dagskrá Alþingis í mánuðinum og er erfitt að ímynda sér annað en að það verði samþykkt. Það er skref í rétta átt en íslenska kvennahreyfingin setti fram fleiri kröfur á fundi sínum í gær er varða málsmeðferð í of beldismálum sem koma upp í nánu sambandi. Að dætur jafnréttisparadísarinnar Íslands þurfi að leita út fyrir landsteinana að réttlátri málsmeðferð og vernd gegn of beldi er ekki aðeins sorglegt heldur eiginlega bara ótrúlegt. Breytum þessu! Níu konur  Hámarks umhyggja Svarta kómedían I Care a Lot er með því allra besta sem er í boði í reykvískum kvikmynda- húsum þessi kvöldin en þar segir frá kaldlyndri athafna- konu sem sérhæfir sig í því að koma sjálfræðissviptum eldri borgurum á elliheimili til þess að féflétta þá síðan þar til ekkert er eftir. Spurning hvort Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar- heimilanna, sé nýbúinn að skreppa í bíó en í Víglínu Stöðvar 2 sagði hann ríkið ekki geta staðið endalaust undir rekstri hjúkrunarheimila og taka eigi upp kerfi sem þekkist víða, til dæmis hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum, og geri ráð fyrir meiri greiðsluþátttöku sjúklinga en hér á landi. Hámarksgreiðsla Gísli Páll hafnaði því í þætt- inum að hann væri að tala fyrir tvöföldu heilbrigðiskerfi. Allir myndu borga. Eignafólk gæti hins vegar endað með að greiða jafnvel einhverja milljónatugi. „Auðvitað yrðu krakkarnir brjálaðir. Þess vegna þorir enginn stjórnmála- maður á Íslandi að nefna þetta,“ sagði hann um ástæður þess að enginn stjórnmálamaður þyrði að hreyfa við málinu. Gírug aðalpersóna I Care a Lot fékk að kenna á hversu erfingjar geta verið erfiðir viðureignar þannig að myndin gæti reynst víti til varnaðar á ýmsum sviðum. opið alla daga kl. 10 – 21 25. febrúar - 14. mars 9 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.