Fréttablaðið - 09.03.2021, Síða 15

Fréttablaðið - 09.03.2021, Síða 15
ALLT K Y N N I NG A R B L A Ð LAGER HREINSUN á flísum Verð frá kr. 597 pr.m2 40-70% afsláttur Öðruvísi sirkus Sirkus Norðurskautsins er yfir- skrift nýrrar sýningar sem opnuð hefur verið í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Á sýningunni eru verk eftir frændurna og ljós- myndarana Haakon og Gudmund Sand, sem fylgdu sirkuslistafólki í Sirkus Íslands eftir við líf og störf í rúmt ár. Þeim var tekið opnum örmum af þessum samheldna og hæfileika- ríka hópi sem hefur fjölbreyttan bakgrunn í sirkus- og sviðslistum. Haakon og Gudmund beittu aðferðafræði heimildaljósmynd- unar til að fanga kjarna sirkuslífs á Íslandi og úr varð myndaserían Sirkus Norðurskautsins. Í gegnum tíðina hefur hinn hefðbundni sirkus haft orð á sér fyrir að vera vettvangur „öðruvísi“ og „fram- andi“ listforms. Frændurnir Gudmund og Haakon Sand stofnuðu fram- leiðslufyrirtækið Sandbox í Osló, Noregi, árið 2016. Þeir vinna að persónulegum verkefnum á sviði kvikmynda og ljósmyndunar og hafa verk þeirra hlotið lof og verð- laun á kvikmyndahátíðum víða um heim. Nánari upplýsingar um þá frændur má finna á sandbox.one. Sýningin stendur til 30. maí 2021. elin@frettabladid.is ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2021 Bjarga hundum sem veiðimenn rækta og henda síðan á götuna Halldór Heiðar Kristínarson og konan hans, Lilian Pine da De Ávila, seldu fyrirtækið sitt á Íslandi fyrir þremur árum og fluttu til Evrópu þar sem þau hafa unnið í hundaathvörfum. 2 Halldór og Lilian hafa búið víða í Evrópu undanfarin þrjú ár og bjargað flækingshundum. MYNDIR/AÐSENDAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.