Fréttablaðið - 09.03.2021, Síða 22

Fréttablaðið - 09.03.2021, Síða 22
Subway er uppáhaldsbiti margra fermingarbarna og slær sannarlega í gegn hjá veislu- gestum á öllum aldri. Nú er hægt að gera fermingarveisluna enn hagstæðari með nýtilkomnum afsláttarkóða fyrir ferminguna. „Subway slær alltaf í gegn hjá fermingarbörnum og er líklega einn uppáhaldsbiti þeirra f lestra. Veisluhaldarar sem og veislu- gestir verða svo sannarlega ekki sviknir af glæsilegum og girni- legum Subway-veisluplöttum í fermingarveislunni og ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem elskar ekki kökurnar okkar,“ segir Jón- atan Jónatansson, markaðsstjóri Subway. Hann segir veisluplattana „Kjöt- veislu“ og „Heilsuplatta“ vera vin- sælustu plattana í fermingarveisl- urnar og að sjálfsögðu sé Subway með ómótstæðilega kökuplatta og platta sem er sérvalinn fyrir grænkera. „Subway skalar sig fullkomlega eftir þörfum veislunnar og gest- anna. Veitingarnar eru frábærar í jafnt litlar veislur heima sem og stórar veislur í sal og oft eru platt- arnir einmitt hafðir svolítið fjöl- breyttir þannig að allir gestir finni bát eða köku við sitt hæfi. Við erum jú eins mismunandi og við erum mörg!“ segir Jónatan kátur. Veislukostur sem slær í gegn Það er öllum ljóst að hægt er að halda heila fermingarveislu með dýrindis veitingum frá Subway. „Já, það er nefnilega málið!“ segir Jónatan. „Veislukosturinn getur verið eins fjölbreyttur og fólk vill, og ef til þess kæmi gæti Subway veitt bæði ljúffengan mat í formi veisluplatta og kökuplatta, sem eru mun sætari. Þetta samtvinnað myndi klárlega slá í gegn sem veislumatur í heild sinni.“ Eðlilega ætti að leyfa fermingar- börnunum að setja sinn brag á veisluborðið. „Að sjálfsögðu! Ef barnið sjálft hefur skoðun á því hvernig það vill hátta veislunni er ekkert sjálfsagð- ara en að leyfa því að hafa sinn brag á. Það væri ekkert einsdæmi því oft eru veislurnar skreyttar með aðal- áhugamáli barnsins og af hverju ættu veitingarnar ekki einnig að vera að einhverju eða öllu leyti eftir smekk barnsins?“ segir Jónatan og telur fermingarveislur vera að breytast hvað þetta varðar. „Fermingarbarnið hefur orðið meiri áhuga á að setja sinn brag á veisluna og ekki bara láta mömmu og pabba sjá um allt. Oft getur verið mikill hausverkur að útvega allar réttu veitingarnar og sjá fyrir öllu, en vegna þess er líka þægilegt að bjóða upp á eitthvað sem allir þekkja og hafa smakkað.“ Afsláttarkóði fyrir fermingar Það léttir svo sannarlega undir- búning fyrir fermingardaginn að panta Subway-veisluplatta í veisluna, ferskt, nýsmurt og nýbakað. „Undirbúningurinn er gerður léttari svo um munar og hægt að panta veislubakkana á vefnum með góðum fyrirvara og svo sjáum við um rest. Við bökum brauðin samdægurs að sjálfsögðu og skilum þeim frá okkur brak- andi ferskum á veislustað, sé þess óskað,“ segir Jónatan, fullviss um að Subway kóróni veisluhöldin svo um munar á fermingardaginn. „Heyrist kannski Vei! hjá veislugestunum þegar þeir sjá Subway-veisluborðið? Því gæti ég vel trúað, að minnsta kosti Sub- Veiiii!,“ segir Jónatan hress. „Það skemmtilega við Subway er að það er matur sem allir þekkja og fellur í kramið hjá f lestum og því ættu gestir að brosa og fá vatn í munninn þegar þeim verður litið yfir Subway-hlaðið veisluborð,“ segir Jónatan. Þegar öllu er á botninn hvolft sé Subway með hentuga, ferska, bragðgóða og ekki síst ódýra veisluplattaþjónustu. „Við stillum verðið okkar alltaf þannig að það sé mjög sanngjarnt og það á vel við um veisluplattana okkar. Því til viðbótar höfum við ákveðið að veita fermingarvið- skiptavinum okkar 10 prósent afsláttarkóða sem hægt er að nota á netinu og gerir veisluna enn ódýrari. Afsláttarkóðinn er SUBWAYFERMING2021 og er sleginn inn í pöntunarferlinu!“ Allar nánari upplýsingar um veisluplatta Subway er finna á subway.is og á netfanginu subway@subway.is. Subway kallar fram Sub-Veiiii í fermingarveislunni Jónatan Jónatansson er markaðsstjóri Subway. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI fyrir ferminguna 10% afsláttur Auðvelt að panta inná: www.subway.is/verslun Afsláttarkóði: subwayferming2021 VEISLUPLATTAR Kökuplatti 1.299 kr. 12 nýbakaðar kökur Veisluplatti 5.250 kr. fyrir 6-8 manns (fjórir 12“ bátar) Ferskleiki er okkar bragð! 6 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR FERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.