Fréttablaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 50
var fermingarmessa en altaris-
ganga fór fram í vikunni á eftir.
„Presturinn, séra Guðmundur
Þorsteinsson, lagði mikið upp úr
utanbókarlærdómi og við þurftum
að læra heilan helling utan að, svo
sem gullnu regluna, litlu Biblíuna,
sálma, ritningarvers og vitaskuld
trúarjátninguna, boðorðin og
bænina Faðir vor. Svo spurði hann
okkur út úr í fermingarathöfninni
og við þurfum að flytja allt blað-
laust fyrir framan kirkjugestina.
Þetta var auðvitað mikil mann-
dómsvígsla fyrir unga og feimna
unglinga en okkur munaði ekkert
um þetta og allt situr það eftir,“
segir Sunna Dóra og brosir.
Feimin en hamingjusöm
Fermingardagur Sunnu Dóru er
kær í minningunni.
„Þetta var stór og yndislegur
dagur, og ég upplifði ferminguna
mikilvæga. Á fermingardaginn eru
unglingar í fyrsta sinn miðpunktur
athyglinnar og þau taka þátt í
athöfn sem öll snýst um þau. For-
eldrar mínir höfðu útbúið veislu
heima í Ártúnsholtinu og ég fékk
að taka þátt í að velja matseðilinn.
Mamma eldaði allan matinn;
roast beef, steikta sveppi og til-
heyrandi, og hún bakaði fallega
fermingartertu. Fjölskyldan kom
til veislunnar og fullt af gestum til
að fagna þessum tímamótum með
mér. Mér fannst merkilegt að allir
væru samankomnir vegna mín,
að fólk léti sig ferminguna mína
sig varða og það hreyfði við mér
að fullorðna fólkið tæki mark á
minni sjálfstæðu ákvörðun um að
fermast og væri tilbúið til að koma
og gera daginn minn sem bestan.
Þetta var notaleg samvera og eftir
stendur góð tilfinning um hvað
mér leið vel með þennan dag,“
segir Sunna Dóra og brosir þegar
hún horfir á fermingarmyndina
af sér.
„Ég var í mínu fínasta pússi,
rósóttri blússu við bleika buxna-
dragt með herðapúðum og með
permanent í rauðu hárinu. Tískan
er lýsandi fyrir þennan tíma og
mér þykir vænt um þessa ferming-
arstelpu sem stendur þarna feimin
en hamingjusöm.“
Fermingargjafirnar voru ekki af
verri endanum.
„Ég fékk þrjú skartgripaskrín,
fínleg gullarmbönd sem voru þá
mjög í tísku, krossa í stórum stíl
og hringa, líka orðabækur, rúm og
rúmföt og 16 þúsund krónur í pen-
ingum sem mér þótti mikið fé og
var stærsta upphæð sem ég hafði
nokkurn tímann eignast. Ég fékk
svo að fara í Kringluna og kaupa
mér föt og var alsæl með það.“
Trú, von og kærleikur
Fermingarbörnin í Hjalla- og
Digra nesprestakalli eru 130 talsins
í ár. Þau verða fermd í sex athöfn-
um, á pálmasunnudag og skírdag.
„Tími ferminga í kirkjunni
er dásamlegur tími og ekkert
skemmtilegra en að ganga inn
í fermingarathöfn. Þá ríkir svo
mikill hátíðleiki og gleði og
fermingarbörnin eru svo fín og til
sóma og sýna svo mikla virðingu.
Fjölskyldan er samankomin til að
fagna með þeim, yndisleg stemn-
ing er áþreifanleg og athöfnin
létt, falleg og skemmtileg,“ segir
Sunna Dóra, full tilhlökkunar fyrir
fermingunum fram undan.
Hún segir fermingarbörnin
spurul og áhugasöm um kristna
trú.
„Þau koma iðulega með
krefjandi spurningar og láta
mann hafa fyrir því að fara inn í
kjarnann og það finnst mér gott.
Mér finnst ósanngjörn umræðan
um að fermingarbörn fermist bara
vegna veislunnar og gjafanna. Það
er enda í góðu lagi að hlakka til
veislunnar, matarins og gjafanna.
Jesús sat margar veislur og til borðs
með fólki, og það á að vera gaman!
En fermingarbörnin eru einlæg í
sinni trú og ákvörðun, því þau eru
að fullorðnast og velta fyrir sér líf-
inu. Í fermingarfræðslunni eru þau
að marka sér lífsskoðun og afstöðu
og hvaða gildi þau ætla að hafa að
leiðarljósi í lífi sínu.“
Fermingin sé staðfesting á
ákvörðun foreldra ungbarnsins, að
bera það til skírnar og taka afstöðu
um að standa vörð um barnið og
vilja þeirra um að barn þess sé
blessað og beðið sé fyrir því.
„Við fermingu tekur unglingur-
inn sjálfstæða ákvörðun um að
tilheyra einhverju sem er stærra og
meira en hann sjálfur og hafa trú,
von og kærleika að leiðarljósi. Að
vanda sig við að vera góð mann-
eskja, vitandi að það þarf ekki að
gera allt einn og trúandi því að yfir
honum sé vakað. Það eru mikilvæg
skilaboð í fermingunni. Kirkjan er
stærsta samfélag og fjöldahreyfing
sem við eigum í landinu. Hún er
trúnaðarvinur sem þú átt alltaf að
og þar áttu ætíð skjól. Þar er maður
alltaf samþykktur eins og maður
er og getur verið maður sjálfur. Við
förum líka í lífsleikni í bland við
trúarfræðin, til að styrkja ung-
mennin og gefa þeim veganesti út
í lífið. Þess vegna er fermingarárið
mikilvægt ár,“ segir Sunna Dóra.
Skilaboð hennar til fermingar-
barna eru að leyfa sér að njóta
fermingardagsins og muna eftir
þakklætinu því miklu skipti að
kunna að sýna þakklæti í verki en
telja ekki allt sjálfgefið.
„Að standa stolt í fermingar-
kyrtlinum og hugsa: „Þetta er
mín ákvörðun og hún er stór og
mikilvæg. Ég er að varða mína leið í
lífinu og fermingin er einn af stóru
steinunum í götuna á þeirri leið.“
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@
frettabladid.is
Alls fermast 130 táningar í
Hjalla- og Digranessókn fyrir
páska í ár. Séra Sunna Dóra
Möller segir fermingartímann í
kirkjunni dásamlegan. Ósann-
gjarnt sé að segja að fermingar-
börn fermist eingöngu gjafanna
eða veislunnar vegna, því
þau séu stolt og meðvituð um
ákvörðun sína um að fermast.
Hins vegar eigi að vera gaman
og sjálfur frelsarinn hafi sótt
margar veislur.
„Þitt orð er lampi fóta minna og ljós
á vegi mínum.“
Þetta er ritningarversið sem
Sunna Dóra Möller, prestur í
Hjalla- og Digranesprestakalli,
valdi þegar hún fermdist í Árbæjar-
kirkju 16. apríl 1989.
„Mér fannst ritningarversið fal-
legt og kristalla það sem ég var að
gera með því að fermast; að velja
Jesú sem fyrirmynd og leiðtoga
lífs míns. Ég var afskaplega ein-
lægt fermingarbarn og fermdist af
heilum hug en mig grunaði ekki
þá að ég ætti eftir að verða prestur
seinna meir, þótt ég líti um öxl í dag
og sjái þar ákveðnar vörður í átt að
prestskap. Trúarkornið var alltaf til
staðar og mér var mikið í mun að
arka á hverjum sunnudagsmorgni í
sunnudagaskólann í Árbæjarkirkju
og safna stimplum í kirkjubókina
mína í fermingarfræðslunni.
Stundum er leiðin því ákvörðuð
þótt maður sjái það ekki þá,“ segir
Sunna Dóra sem fermdist í stórum
hópi fermingarbarna í Árbænum
þar sem athöfnin var tvískipt, fyrst
Jesús sat margar veislur og það á að vera gaman
Séra Sunna Dóra segir gleði, virðingu og yndislega
stemningu áþreifanlega í fermingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sunna Dóra á fermingardaginn þegar ’80-tíska var allsráðandi. MYND/AÐSEND
Mér þykir vænt
um þessa ferm-
ingarstelpu sem stendur
þarna feimin en ham-
ingjusöm. Ég var í mínu
fínasta pússi, rósóttri
blússu við bleika buxna-
dragt með herðapúðum
og permanent í rauðu
hárinu.
26 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURFERMINGAR