Fréttablaðið - 09.03.2021, Side 54
að umgangast fólk þannig að bæði
manni sjálfum og fólkinu sem
maður umgengst líði vel.
Í Hávamálum eru heilræði til
að lifa í sátt í samfélaginu og við
reynum að kenna krökkum að
vera sátt við sig og þekkja sig og
vita hvað þau standa fyrir, ásamt
því að bera virðingu fyrir sjálfum
sér og öðrum,“ segir Jóhanna.
„Við leggjum líka mikla áherslu á
ábyrgð. Þessir krakkar eru að kom-
ast á þann aldur þar sem mamma
og pabbi verða ekki alltaf til staðar,
svo þau þurfa að bera ábyrgð á
sjálfum sér og gjörðum sínum.“
Allir fá einkaathöfn
„Heiðin ferming heitir siðfesta.
Munurinn á okkar athöfn og ann-
arra er að hjá okkur fá allir sína
persónulegu einkaathöfn, sem er
oft heima hjá þeim eða á fallegum
stað í náttúrunni, og þau eru sjálf
þátttakendur í henni og velja
sér eitthvert uppáhaldserindi úr
Hávamálum og lesa það fyrir gesti
sína,“ segir Jóhanna. „Við erum
yfirleitt úti og höfum athöfnina við
lítið eldker.
Það eru engar trúarjátningar í
ásatrú og athöfnin gengur út á að
viðurkenna fyrir sjálfum sér og
öðrum að ætla að hafa heiðinn lífs-
stíl að leiðarljósi,“ segir Jóhanna.
„Það er engin krafa um að það sé
fyrir lífstíð, þetta snýst bara um að
hefja lífið saman.“
Manndómsvígslur mikilvægar
„Ástæðan fyrir því að við bjóðum
upp á siðfræðslu og siðfestu er
vegna kröfu frá samfélaginu okkar
og þetta er ekki sótt í ásatrú. Ferm-
ingar eru orðnar mjög stór þáttur
í fjölskyldulífi nútímamanna og
það er til siðs að hafa hátíð þegar
krakkar verða unglingar,“ segir
Jóhanna. „Okkar krakkar, eins og
aðrir, vilja fá sína veislu og halda
upp á líf sitt og foreldrarnir vilja
það líka. Manndómsvígslur eru
svo algengar að maður skilur
það. Krakkarnir hafa líka gott
af fræðslunni og það er okkur
gleðiefni að geta fylgt þeim svona
úr hlaði.
Hópurinn sem fer í siðfestu er
mjög fjölbreyttur. Þetta eru krakk-
ar af öllu landinu og mörg þeirra
eru alin upp við heiðni, en það er
líka mikið af nýjum krökkum sem
hafa komið í siðfestu eldri krakka
og finnst þetta spennandi, ekki
síst af því að þetta er einkaathöfn,
og þau eru jafn velkomin,“ segir
Jóhanna. „Hjá okkur eru líka ekki
allir á fermingaraldri, því siðfestan
er ekki bundin aldri. Því eru núna
þrjár fullorðnar konur í hópnum,
sem er mjög skemmtilegt og lífgar
upp á fræðsluna og gerir hana fjöl-
breyttari. Þær þora oft frekar að
spyrja og hefja umræður.“
Heiðni kennir margt
„Goði hefur svipað hlutverk í
siðfestu og prestur í fermingu. Ég
byrja að helga athöfnina og segi
nokkur orð um hvað það er að
vera heiðinn og frá fræðslunni
sem viðkomandi hefur verið í og
minni á þau atriði sem hafa verið
rædd þar,“ segir Jóhanna. „Síðan
fer sá sem er í siðfestu með erindi
sem viðkomandi velur sér úr
Hávamálum, eitthvað sem höfðar
sérstaklega til hans/hennar. Svo
er óskað heilla og hefðin er að láta
drykkjarhorn ganga til að drekka
heillaskál en það gengur náttúr-
lega ekki í COVID. Athöfnin er
mjög opin, það er hægt að ráða því
hvort málin eru rædd eftir það eða
strax gengið til veislu.
Krakkarnir í fræðslunni minni
voru spurð hvað þeim finnst
heiðni gefa þeim og svörin eru
fjölbreytt, en þau leggja mikla
áherslu á að heiðni kenni ábyrgð,
virðingu, jafnrétti og umburðar-
lyndi gagnvart þeim sem eru öðru-
vísi,“ útskýrir Jóhanna, sem leggur
mikla áherslu á að lifa í sátt.
„Ef maður er sáttur við sjálfan
sig og umhverfið er allt í lagi. Eina
manneskjan sem þú lifir með
alla ævi er þú sjálf(ur) og ef þú ert
sáttur við sjálfa(n) þig eru meiri
líkur á að aðrir séu það líka og þú
við þau,“ segir Jóhanna. „Það er
líka alltaf hægt að fá hjálp ef maður
er ekki ánægður eða eitthvað er
að. Það þarf bara að læra að sækja
hana og og við reynum að kenna
þeim leiðirnar.“
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@
frettabladid.is
Ásatrúarfélagið býður upp á
manndómsvígslu sem skiptist í
siðfræðslu og siðfestu. Athöfnin
er ekki sótt í ásatrú en gengur út
á að tileinka sér heiðinn lífsstíl,
sem snýst um ábyrgð, virðingu
og að lifa í sátt.
Hjá Ásatrúarfélaginu er boðið
upp á siðfræðslu og siðfestu, sem
samsvarar fermingarfræðslu og
fermingu í kristni. Athöfnin hefur
verið í boði í langan tíma vegna
þess að félagsmenn vildu sína eigin
manndómsvígslu.
„Fermingarundirbúningurinn
okkar heitir siðfræðsla. Við erum
búin að vera með hana lengi og
það er alltaf að fjölga í hópnum.
Þetta er mjög skemmtilegt, enda
eru unglingar skemmtilegasta fólk
í heimi. Þau eru með opinn huga
og eru alltaf til í að ræða málin
og skiptast á skoðunum,“ segir
Jóhanna Harðardóttir, Kjalnes-
ingagoði og starfandi allsherjar-
goði. „Fyrirkomulagið breyttist
náttúrlega vegna COVID þannig að
við ákváðum að taka hana í gegn,
færa hana meira á netið og hafa
alla saman, óháð staðsetningu,
sem er mjög gaman.
Í fræðslunni erum við ekki að
boða einhverja trú eða kenna
trúarbrögð, heldur er áherslan
á heiðinn lífsstíl. Þetta snýst um
að undirbúa þau fyrir lífið og að
verða fullorðin,“ segir Jóhanna.
„Heiðinn lífsstíll gengur út á að
hafa þá stefnu í lífinu að vera
víðsýn og sátt, bæði við okkur sjálf
og umhverfið. Það skiptir miklu
Snýst um víðsýni og sátt við lífið
Jóhanna Harðardóttir hefur verið Kjalnesingagoði frá
árinu 2004 og er starfandi allsherjargoði. MYND/AÐSEND
Í siðfestu tíðkast að láta drykkjarhorn ganga og drekka heillaskál þess sem
er að fara í gegnum athöfnina, en COVID stöðvaði þá hefð. MYND/AÐSEND
Í fræðslunni erum
við ekki að boða
einhverja trú eða kenna
trúarbrögð, heldur er
áherslan á heiðinn
lífsstíl.
30 kynningarblað 9. mars 2021 ÞRIÐJUDAGUR FERMINGAR