Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 09.03.2021, Qupperneq 71
Innbundin Rafbók HAMINGJUÓSKIR! Forlagið óskar Gerði Kristnýju til hamingju með Fjöruverðlaunin 2021. Úr umsögn dómnefndar: Iðunn og afi pönk lýsir veröld ellefu ára stelpu í Mosfellsbæ. Atburðarásin hverfist um afa hennar, dularfullt reiðhjólshvarf og grunsamlegar stelpur í hverfinu. ... Gerður Kristný skrifar af leikandi húmor, með skáldlegri hrynjandi og smitandi ást á tungumálinu. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10-18 | Um helgar 11-16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 2021 Bókmenntaverðlaun kvenna, trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi voru af hent í gær í fimmtánda sinn. Þau nefnast Fjöruverðlaun og eru veitt í þremur flokkum. Í f lokki fagurbókmennta voru það Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur sem hrepptu verð- launin. Þær eru gefnar út af Bene- dikt bókaútgáfu. Í f lokki fræðibóka og rita almenns eðlis hlaut verð- launin Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragn- heiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur sem Sögufélag gefur út. Og í f lokki barna- og unglinga- bóka hlaut Iðunn og afi pönk, eftir Gerði Kristnýju, Fjöruverðlaunin. Mál og menning gefur þá bók út. Kristín Svava hefur sérstöðu meðal verðlaunahafa því hún hlýtur verðlaun í tveimur flokkum. Segir blaðamann grípa hana í svo- lítið kaótískri stemningu þegar hann hringir en segir svo: „Þetta er mikill heiður fyrir mig. Formin eru ólík í þessum tveimur viðfangsefnum en þau eru samt skyld og kallast á. Það er erfitt að gera upp á milli þeirra, því bæði eru „betri“. Dálítið gaman að hafa verið að vinna þau samtímis og fá svo verðlaun fyrir þau bæði sama daginn!“ Erla Hulda Halldórsdóttir, ein þeirra sem skrifuðu Konur sem kjósa … sagði: „Þetta var mjög gef- andi og skemmtilegt verkefni. Það tók langan tíma en verðlaunin eru merki þess að verkið hafi lukkast hjá okkur. Þarna er sagan sögð út frá sjónarhóli kvenna og karlarnir eru í aukahlutverkum. Þeir eru vissulega með formlega valdið en við sýnum hvernig konur eru að leita leiða til að verða fullgildir gerendur í þessu samfélagi.“ Gerður Kristný segir það aldr- ei verða hversdagslegt að taka við bókmenntaverðlaunum og lýsir lauslega inntakinu í Iðunni og afa pönk. „Iðunn er ellefu ára stelpa í Mosfellsbæ. Pabbi hennar og mamma skreppa út á land og afi hennar býr hjá henni á meðan. Þeim kemur mjög vel saman, afinn hlustar aðallega á Ramones og hefur anda pönksins sér til fulltingis, pönk sem gengur út á frelsi og að allir fái að vera eins og þeir vilja. Ég vona að það sé góð speki fyrir okkur öll.“ – gun Fjöruverðlaunin veitt á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Verðlaunahafarnir fengu listaverk eftir Koggu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristín Svava Tómasdóttir. Gerður Kristný. Erla Hulda Halldórsdóttir. Hvað er svona heillandi við fortíðina og hvernig er best að vinna upp úr gömlum raunveruleika og setja í samhengi við samtímann? Þetta ætla rithöf- undarnir Kristín Svava Tómas- dóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Ófeigur Sigurðsson að ræða um á bókakaffi í Gerðubergi annað kvöld undir stjórn Höllu Þórlaugar Óskars- dóttur. Öll eiga það sameiginlegt að hafa grúskað í fornum heimildum í leit að innblæstri og nú ætla þau að segja frá afrakstrinum. Öll gáfu þau út bækur fyrir síðustu jól í kjölfar heimsókna á einhvers konar skjalasöfn. Kristín Svava skrifaði ljóðabókina Hetjusögur upp úr riti um ljósmæður, Þóra Karítas byggir skáldsögu sína, Blóðberg, að einhverju leyti á sögu Þórdísar Hall- dórsdóttur, fyrstu konunnar sem var tekin af lífi í Drekkingarhyl, og Ófeigur Sigurðsson leitaði innblást- urs í gömlum skjölum þegar hann skrifaði Váboða, safn smásagna. Umræðurnar standa frá klukkan 20 til 21.30. – gun Skáldin ætla að spjalla um skjalagrúsk í Gerðubergi annað kvöld Ófeigur leitar víða eftir inn- blæstri þegar hann fæst við ritstörf. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 9 . M A R S 2 0 2 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.