Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Blaðsíða 10
Tökum | )\ í
rólega á
aðventunni
Það er tvennt sem í mínum huga má ekki
klikka á jólunum. I fýrsta lagi er það skatan á
Þorláksmessu og í öðru lagi kanelsnúðar á
jóladag. Upp á þetta tvennt heldur fjölskyldan
rnikið, segir Svala Norðdahl, varaformaður
SFR, sem leggur áherslu á að njóta aðvent-
unnar sem hún segir góðan tíma sem hafi upp
á svo margt skemmtilegt að bjóða.
„Eg hef gjarnan opið hús fyrir mitt fólk á
jólaföstunni og elda fiskisúpu. Súpan hefur
skapað sér ákveðna hefð í jólaundirbúningi
okkar og er merki um að maður á ekki að vera
að stressa sig á hlutunum heldur taka því ró-
lega. Það er til dæmis allt í lagi að hita aftur upp
það sem eldað hefur verið.
„I ár ætla ég á tvenna tónleika. Annars veg-
ar hjá Mótettukór Hallgrímskirkju og hins
vegar hjá Sinfóníuhljómsveitinni,“ segir Svala
aðspurð um hvaða menningarviðburði hún
ætli að láta eftir sér á aðventunni.
Svala er fulltrúi hjá Listdansskóla Islands
sem er með jólasýningu í Borgarleikhúsinu
þann 19. desember. „Þetta er árlegur viðburð-
ur og má segja að eftir þá sýningu hefjist jóla—
undirbúningurinn hjá mér á fullu. Þá hefst leit-
in að jólagjöfunum, matarinnkaupin og und-
irbúningurinn fyrir skötuveisluna sem við
höldurn á Þorláksmessu, en hún markar upp-
haf jólahátíðarinnar á mínu heimili," segir
hún.
„Það er orðið að venju að stórfjölskyldan
mæti í skötu. Eg bý þannig að það hentar fólki
vel að koma við á leið í jólainnkaupin og það
hafa mætt aUt upp í 30 manns í skötuna." Að-
spurð um skötulyktina segist hún hafa leyst
það vandamál fýrir löngu. „Eg læt vatnið ná
suðu á eldavélinni, fer svo með pottinn út á
svalir á gasgriDið og sýð skötuna þar. Þar með
er sú hvimleiða lykt sem fýlgir þessum yndæla
mat úr sögunni."
Hún segir að ákveðin reglufesta ríki í
óreglunni þegar kemur að sjálfum jólamatnum
á hennar heimili.
„Það er annað hvort kalkúni eða lamba-
kjöt - á mínum bæ er ekki framreitt svínakjöt.
í forrétt hef ég lax eða rækjur og þegar búið er
að skoða innihald jólapakkanna er boðið upp á
tertu og heitt súkkulaði," segir hún og bætir
við að eitt megi aUs ekki bregðast. „A jóladags-
morgun er til siðs að fa sér heita kanelsnúða og
drekka heitt súkkulaði með. Þeir sem eru flutt-
ir að heiman fa sína snúða afhenta á að-
fangadagskvöld. “
Svala segir að hún ásamt systkinum sínum
Svala NorSdahl, varaformaður SFR, býSur Jóhönnu Þórdórsdóttur fræSslustjóra SFR, upp ó snúSa.
og fjölskyldum þeirra fai sér gjarnan göngutúr
saman á jóladag í nágrenni borgarinnar og þá
oft um Heiðmörkina. „Það veitir víst ekki af
því að hreyfa sig á þessum tíma,“ segir Svala að
lokum og lumar um leið að okkur nokkrum
uppskriftum.
Svölusúpa (fyrir 4)
10-15 hvítlauksrif
1 laukur
1 ltr fisksoð eða (1 ltr vatn + 3 teningar = 1
kjöt,l fisk og 1 grænmetisteningur)
1 dós niðursoðnir
heihr tómatar
salt (jurtasalt)
1 tsk timiam
1 tsk basilikum
1/4 tsk Ceyenne pipar
matarolía
2 stilkar seUerí
5-6 kartöflur
2 gulrætur
1/2 púrruiaukur
1 paprika
steinselja
Ef notaður er fiskur þá er gott að sjóða 2-4
sneiðar af lúðu eða laxi og eins má hafa 250 gr.
af rækjum eða humri.
1 dl hvítvín eða mysa.
Fiskurinn léttsoðinn, veiddur upp og
kældur, soðið síað, roð og bein fjarlægð. Soðið
sett í pott, tómötum og krafti bætt við.
Kartöflurnar flysjaðar, skornar í teninga og
steiktar í olíu með basihkum og salti. Græn-
metið skorið, léttsteikt á pönnu og bætt í súp-
una.
Léttsteikið lauk og púrrulauk með
pressuðum hvítlauksrifum og setjið saman við.
Látið sjóða í 15-20 mín. Kryddað með
ceyenne pipar og timian. Fiski og steinselju
bætt út í rétt áður en súpan er borin frarn.
Kúlubrauð (snúðar)
500 gr hveiti
ltsk salt
2-3 dl. volgt vatn
3 msk. matarolía
1 msk sykur
1 bréfþurrger
AUt hnoðað saman og látið hefast í 1 klst.
Deigið slegið niður, hnoðað aftur og búnar tU
kúlur, sem settar eru á bökunarplötu og látnar
hefast í ca 1 klst. Bakað við 200° eða þar til fal-
lega brúnt.
I snúðana er notað sama deig nema bætt
við einu eggi. Þá er deigið rúUað út, kanelsykri
stráð yfir, rúUað upp og búnir tU snúðar. Bak-
að á sama hátt í miðjum ofni.
Konfekt marsipanterta
4 egg
200 gr. sykur
200 gr. marsipan
1 peli rjómi
50-100 gr. súkkulaði.
Egg og sykur þeytt saman, marsipanið
mulið út í og þetta þeytt vel. Deigið sett í tvö
lausbotna form, sem hafa verið klædd smjör-
pappír, og bakað við 200° í 30 mín. Botnarnir
settir saman með þeyttum ijóma, súkkulaði
brætt og sett ofan á kökuna. Gott er að seija
sérríbleyttar makkarónur út í ijómann til að
gefa honum jólabragð!
10