Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Síða 13
...lagði allt í sölurnar
fyrir dóttur sína
Nafn bókar: Sigur í hörðum
heimi.
Höfundar: Guðmundur Sesar
Magnússon og Þórunn Hrefna
Sigurjónsdóttir.
Útgefandi:Almenna bókafélagið.
Bókin er skrifuð af Þórunni
Hrefnu Sigurjónsdóttur og er
um Guðmund Sesar Magnússon
sem „lagði allt i sölurnar íýrir
dóttur sína”.
Þetta er sönn saga sem gerist
í nútímanum (2002-2004).
Sögusviðið er Island og undir-
heimar Reykjavíkur. Guðmund-
ur Sesar er rúmlega fimmtugur
sjómaður og til að fullvissa okk-
ur um að hér sé enginn „aum-
ingi“ á ferð þá fáum við að
skyggnast inn í uppvaxtarárin.
Tveggja ára missir hann foður
sinn á sjó og eftir það er hann al-
inn upp af móður sinni og
stjúpa. Fyrir átta ára aldur hafði
hann kynnst heimilisofbeldi af
eigin raun og er sendur í sveit
þar sem hann „fékk að vera í
friði". 16 ára er hann kominn í
drykkju og eiturlyf og lætur sig
ekki muna um að hafa uppi á
vonda stjúpanum til að lúskra ör-
lítið á honum. Þrátt fyrir erfið
uppvaxtarár er sögupersónan
orðin óvirk í vímuefnum, vel
giftur tveggja barna faðir í
Breiðholtinu og búinn að koma
sér þokkalega fyrir. En þá birtist,
enn og aftur, kaldur veruleikinn
þessu lífsreynda hörkutóli, veru-
leiki sem fær hann til að beijast
og.....bugast.
14 ára dóttir hans var
farin að neyta fíkniefna
Hún hafði verið lögð í eineld,
í HÖR.ÐUM |JEÍMI
GUÐMUNDUR SLSAR MAGNÚSSON
ÞORUNN HRII NA SIGURJONSDOl IIR
átti erfitt með að aðlagast í
Breiðholtinu og leiddist út í
þessa ógæfu. Kannski ekki ný
tíðindi að unglingur leiðist út í
fíkniefni en sú staðreynd að fað-
irinn bauð eiturlyfjabarónunum
birginn eru ný tíðindi á Islandi.
Og hvernig þeir svöruðu fýrir
sig er ef til vill ekki ný saga hér á
landi en hún hefur alla vega ekki
birst svo opinskátt áður. Baráttan
skilaði dótturinni til baka en eft-
ir sat faðirinn, farinn á taugum
gjaldþrota og með „haglarann“
við rúrnið.
En hann þurfti ekki einungis
að berjast við dópið.Til að frelsa
dóttur sína þurfti hann aðstoð
kerfisins. Það brást. Urræðalaust,
hægvirkt og steinrunnið. I þess-
ari bók eru það ekki einungis of-
beldismennirnir sem fá á bauk-
inn heldur og stjórnmálamenn-
irnir, Félagsmálaráðuneytið,
Dómsmálaráðuneytið, Barna-
verndarstofa, barnaverndarnefnd
og lögreglan. Allt virðist gagns-
laust. Meira að segja lögin virðast
standa með ofbeldismönnunum.
Þetta er áleitin og ógleyman-
leg frásögn föðurs sem barðist
hetjulegri baráttu til að vernda
fjölskyldu sína. Fersk og undan-
bragðalaus lýsing á skuggahlið-
um þjóðfélagsins. Frásögn sem
ég hefði kosið að væri skáldsaga
en ekki raunveruleiki.
Eiturlyfjabarónarnir settu
Guðmund á dauðalista fýrir að
trufla viðskiptin. Bugaður borg-
aði hann þeim háar fjárhæðir en
hvort það dugar.......
Valdimar Leó Friðriksson.
Illlll Leikhús
Spennandi verk
eftir Kristján
Þórð Hrafnsson
Böndin á milli okkar
Lýsing :
Asmundur Karlsson.
Búningar:
Margrét Sigurðardóttir.
Leikmynd:
Jón Axel Björnsson.
Leikstjóri:
Hilmir Snær Guðnason.
Leikarar:
Rúnar Freyr Gíslason, Sólveig
Arnarsdóttir, Nanna Kristín
Magnúsdóttir og Friðrik
Friðriksson.
Verkið fjallar um íslenskan sam-
tíma þar sem tekist er á við mik-
ilvægar spurningar um mannleg
samskipti af sálfræðilegu innsæi
og einstöku næmi.
Aðalpersónurnar eru ung
kvikmyndagerðarkona með
stóra draurna og tilbúin til að
leggja allt undir og ungur leik-
ari sem á bak við ímynd vin-
sælda og velgengni á í baráttu
við eigin hugsanir og tilfinn-
ingar.
Hversu langt er hægt að
ganga til að láta að vilja annarr-
ar manneskju? Hvað er að hafa
stjórn á eigin lífi?
Höfundinum hefur tekist að
skapa glimrandi verk. Innsæið
og næmið á tilfinningarnar
kemur á óvart hjá svo ungum
manni. Viðfangsefnið snertir
okkur öll. Hver þekkir ekki
mannætuna sem svífst einskis í
sjálfselsku sinni og tillitsleysi.
Persónurnar eru mjög trú-
verðugar og leikararnir hver
öðrum betri. Skapgerðartúlkun
Rúnars Freys var frábær og full
af einlægni og ástríðu.
Hilmir Snær er frábær leik-
stjóri.allt smellur saman hjá
honum.
Leikmyndin fín, skemnrti-
legar lausnir og ekki er lýsingin
síðri. Nálægðin á litla sviðinu
skapar skemmtilega og á köfl-
um spennandi nærveru á milli
áhorfenda og leikara.
Það er vel þess virði að eyða
einni skammdegiskvöldstund í
leikhúsinu og koma glaður út
með hausinn fullan af hugsun-
um.
Svala Norðdahl.
13