Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Viðtalið sem setti allt á annan endann Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, stigu fram í eftirminnilegu viðtali við Opruh í vikunni sem hefur vakið mikla athygli. Meghan greindi frá rasisma, einelti og niðurlægjandi framkomu sem hún mátti sæta á meðan hún gegndi konunglegum skyldum. Varð þetta henni svo þungbært að um skeið íhugaði hún að svipta sig lífi. Harry kvaðst hafa óttast að kona hans myndi fylgja í fótspor móður hans, Díönu prinsessu, því svo mikill var ágangur fjölmiðla. Ísland kært til Mannréttindadómstóls Níu konur hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu, en þær telja ríkið hafa brotið á rétti þeirra til rétt- látrar málsmeðferðar. Konurnar eiga það sameiginlegt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kyn- ferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður hjá ákæruvaldinu. Málshöfðuninni er ætlað að vekja athygli á því hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi. Mistök við greiðslur Efling greindi frá því á miðvikudag að Ábyrgðasjóður launa hefði greitt fyrrverandi starfsmönnum starfsmannaleigunnar MIV ehf. vangoldin laun, þar með talið kostnað sem hafði ver- ið dreginn af útborguðum launum þeirra. Taldi Efling greiðsl- urnar fela í sér viðurkenningu á því að frádráttur vinnuveit- enda frá launum starfsmanna, á borð við leigukostnað og símakostnað, væri óheimill. Hins vegar gaf Vinnumálastofnun út yfirlýsingu skömmu síðar þar sem kom fram að frádráttar- liðir hefðu verið greiddir út fyrir mistök. Til stendur nú að yfirfara málsmeðferð sjóðsins. Sviptur verjanda Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um að eiga hlut að manndrápinu í Rauðagerði hefur verið sviptur verjanda sínum, Steinbergi Finnbogasyni. Héraðsdómur féllst í vikunni á kröfu lögreglu um að Steinbergur yrði skikkaður til að gefa skýrslu í málinu en þá má hann ekki lengur vera verjandi mannsins. Ákvörðuninni hefur verið áfrýjað til Landsréttar en Steinbergur segir það brot gegn réttindum sakborninga að lögregla geti svipt þá málsvörum sínum með þessum hætti. Aldís fær bætur Aldís Schram hefur gert sam- komulag við ríkið um miska- bætur vegna brots Embættis lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu á persónuverndar- lögum. Lögregla miðlaði á sín- um tíma persónuupplýsingum um Aldísi til föður hennar, Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að miðlunin hefði farið gegn lögum. Miskabætur eru 1,2 milljónir og svo bætast við 400 þúsund vegna málskostnaðar. Vilja fleiri Íslendinga á völlinn Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillögu fyrir árs- þing KKÍ sem haldið verður á laugardag um að það verði að reglu að ávallt skuli tveir til þrír Íslendingar vera innan vallar í hvoru liði í körfuboltaleikjum hér á landi. Er tillagan rök- studd með því að vægi íslenskra leikmanna sé orðið of lítið og tækifæri þeirra of fá. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur er ósammála og hefur sett sig upp á móti tillögunni. 1 Öskureiður eftir umtalaða viðtalið – „Ég trúi ekki orði af því sem hún segir“ Viðtal Opruh við Harry Bretaprins og Meghan Markle vakti mikla athygli. 2 Jóhanna segist hafa lent í pípara og leigjanda frá helvíti – „Ég fékk lögregluna í Keflavík til að hreinsa þetta út“ Kona samdi við pípara um viðgerðir gegn afnotum af húsnæði, en píparinn reyndist fúskari í neyslu. 3 Netverjar botna ekki neitt í neinu eftir atvik á Stöð 2 í kvöld – „Fyrir okkar hönd biðst ég innilegrar afsökunar“ Stöð 2 skipti yfir á auglýsingar á ögurstundu í miðjum fótboltaleik, áhorfendum til lítillar gleði. 4 Nafnlaust símtal í öryggisverði á Leifsstöð – Taskan var opnuð og þar blasti þetta við Sigurbjörn Heiðarsson gerðist prakkari í æfinga- ferð og laumaði klámblöðum í tösku þjálfarans. 5 Úr jakkafötunum í jogging-gallann – Sögðu upp öruggum störfum í heimsfaraldri og hafa ekki litið til baka Parið Ingi Torfi og Linda Rakel sögðu upp störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki. 6 Fann kaldan vind koma frá baðherbergisspeglinum – Gerði óhugnanlega uppgötvun Bandarísk kona fann leyniíbúð bak við baðherbergisspegilinn. 7 Birti myndband úr hótelher-berginu- Það sem lá á rúminu vakti athygli Ástralskur áhrifavaldur gleymdi að fela kynlífstækin áður en hún tók sjálfur sem fóru á netið. 8 Óttar geðlæknir – „Mér leiðast þessi píslavottarvið- töl“ Óttar Guðmundsson geðlæknir skóf ekki utan af skoðunum sínum í helgarviðtali við DV. 9 Alin upp í sviðsljósinu – Sat nakin fyrir 10 ára og lék vændiskonu 11 ára Leikkonan Brooke Shields var aðeins 11 mánaða þegar hún kynntist fyrst sviðsljósinu. BÍLASMIÐJURINN HF. Þú hitar bílinn með fjarstýringu og nýtur þannig þæginda og öryggis ALDREI AÐ SKAFA! MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA 4 FRÉTTIR 12. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.