Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR J ón Ásgeir Jóhannesson segist í grunninn vera rekstrarmaður sem nýt- ur sín best í vélarrúmi fyrir- tækjanna, „á kafi í smáatrið- unum“, og ekkert af því sem á hefur gengið hefur fengið því breytt. Jón hóf feril sinn í „bissness“ sem strákur á gólfinu hjá SS þar sem bæði afi hans og pabbi störfuðu. Jón fór síðar í Versló, lærði kjötiðn og sá vafalaust framtíð sína fyrir sér í fjölskyldubrans- anum – verslunarrekstri. Hann vissi það kannski ekki þá, en hans beið þá mikil rússíbanareið sem Jón segir að hafi aðeins verið hans fyrri hálfleikur. Úr kjallara fyrstu Bónus- verslunarinnar í Skútuvogi skipulögðu feðgarnir Jón og Jóhannes Jónsson, oftast kallaður Jóhannes í Bónus, uppbyggingu verslunarvelda sinna. Síðar sameinuðu þeir Bónusveldi sitt Hagkaups- veldinu og stofnuðu innkaupa- fyrirtækið Baug. Það nafn átti eftir að festa sig tryggilega á spjöld sögunnar. Við Baug bættust svo nöfn eins og Hamleys, Fréttablað- ið og DV, Magasin Du Nord, Formúluliðið Williams, FL Group, Glitnir og svo auðvitað Davíð Oddsson – mest nefndi maðurinn í nýútkominni bók Jóns; Málsvörn. Enginn „sorry-túr“ Nú, 32 árum eftir að Jón stofn- aði Bónus og 13 árum eftir hrun, segir Jón Ásgeir sögu sína í fyrsta sinn og leggur sína „málsvörn“ fram í heilu lagi. Bókinni hefur Jón svo fylgt eftir með viðtölum við fjölmiðla og ekki er laust við að einhverjir gætu spurt hvað honum gangi til með þessu öllu saman. Skyldi hér vera á ferð til- raun til syndaaflausnar? Eru Íslendingar að sjá „sorry-túr“ Jóns Ásgeirs Jóhannessonar? „Nei,“ segir Jón með sem- ingi. „En þetta er uppgjör. Þarna kemur líka fram sýn á málin sem hefur ekki komið fram áður. Mín hlið. Þegar þú lest þetta saman, þessa heild- armynd af því hvernig kerfið hefur látið, verður öll sagan miklu skýrari.“ Þarna gætir strax ákveðinn- ar kergju í rödd Jóns, og skal engan undra. Jón þurfti að sæta því að vera miðpunktur sakamálarannsókna og dóms- mála svo til óslitið í rétt tæpa sex þúsund daga. 16 og hálft ár. Í lok árs 2019 neitaði Hæstiréttur að taka Aurum- málið svokallaða til umfjöll- unar og lauk þar með síðasta máli yfirvalda gegn Jóni Ás- geiri. Varð þá jafnframt ljóst að hann yrði ekki sakfelldur í neinum „hrunmálum“. Daginn hefur Jón kallað „freedom- day“. Fyrsta brotið sem lands- menn sáu úr nýrri bók Jóns Ásgeirs fjallaði um Gunnar Smára Egilsson og störf hans fyrir Jón. Gunnar var á „góð- æristímanum“ forstjóri fyrir- tækisins 365 Media Scandin - avia sem stofnaði og gaf út fríblað í Danmörku. Í bókinni er Gunnar sagður hafa „helst ekki nennt til Danmerkur nema að fá undir sig einka- þotu“. Aðspurður hvort þetta hafi verið meðvitað skot á fyrrverandi samstarfsmann sinn, sem nú er formaður Sósíalistaflokksins, segir Jón svo ekki hafa verið. „Nei, alls ekki. Við vorum ágætis sam- starfsmenn framan af, ég og Gunnar.“ En U-beyja fyrrver- andi kollega hans í lífsskoðun- um virðist þó ekki dulin Jóni. „Það var ekki ég sem kom til baka með miklum látum eftir hrunið og hafði uppi miklar svívirðingar.“ Og Gunnar var ekki einn um það, segir Jón. Sitt sýnd- ist auðvitað hverjum í kjölfar atburðanna haustið og vetur- inn 2008 og stigu fjölmargir fram með ýmsar skoðanir um hvernig framhaldið ætti að vera hér á landi. Nema Jón. Þvert á móti má eiginlega segja að Jón hafi dregið sig úr sviðsljósinu með öllu. Jón segir að þar hafi dómsmálin gegn sér spilað stærra hlut- verk en áður hafi komið fram. Síðasta viðtal Jóns á þessum tíma var eftirminnilegt viðtal Egils Helgasonar við hann í Silfri Egils um miðjan október 2008. Aðeins örfáum dögum eftir ríkisvæðingu Glitnis. Jón kallaði ríkisvæðinguna „stærsta bankarán sögunnar“. Eftir viðtalið hvarf Jón svo til af sjónarsviðinu, þó að hann taki ekki alveg undir það. „Ég fór kannski ekki alveg undir stein, en þegar þú lendir í áföllum, þó það komi ekki fram opinberlega, þá er maður á fullu að berjast og það kemst lítið annað að,“ segir Jón. Tók þetta á? „Já,“ svarar Jón strax, en lætur þar við sitja. Svo kom „freedom-day“. Leið þér þannig? Eins og þú værir loksins frjáls? „Já,“ skýtur hann aftur strax að. „Það vita allir sem standa í rannsókn, sem eru með ríkið og ríkisstofnanir með allt það vald sem þeim fylgir á eftir sér, að því fylgir ákveðinn kvíði. Þú veist aldrei á hverju þú mátt eiga von. Það verður erfitt að skipuleggja framtíðina sína og ríkisvaldið hefur svo mörg tól og tæki til að bregða fyrir þig fæti,“ seg- ir Jón. „Þú ert alltaf að hugsa um það. Alltaf.“ Hefði kunnað betur á Formúlu 1 Í áðurnefndu viðtali við Egil Helgason í október 2008 þjarmaði Egill fast að Jóni og spurði meðal annars hvort hann ætlaði ekki taka neina ábyrgð á hruninu. „Ég er til í að taka á mig sanngjarna ábyrgð,“ svaraði Jón. Að- spurður hvort það hafi raun- gerst að hann hafi tekið á sig sanngjarna ábyrgð á efna- hagshremmingum Íslendinga haustið 2008 segir Jón svo vera. „Ég held að allir hafi nú tekið sína ábyrgð á sínum mál- um. Menn töpuðu gríðarlegu fé og það var enginn að leika sér að því. Það vildi enginn kom sér í þessar aðstæður. Ef menn hefðu vitað hvað væri í vændum hefðum við auðvitað selt allt árið 2007 og farið að gera eitthvað annað.“ Ein mistökin sem Jón hefur einmitt viðurkennt upp á sig er að hafa verið of ragur við að selja eignir. Meiri áhersla hafi verið lögð á að kaupa þær. Í bók sinni segir Jón það jafnframt hafa verið mistök að fjárfesta í geirum sem hann hafði litla sérfræði- þekkingu á og nefnir Glitni sérstaklega sem dæmi í þeim efnum. Aðspurður hvort það hafi verið fleiri svið sem hann var kominn inn á án þess að eiga heima þar, jafnvel Form- úlu 1 liðið, segir Jón svo ekk- ert endilega vera. „Ég var náttúrulega ekkert kominn af stað í kaupin á Formúlu 1 liðinu, en ég hugsa að ég hefði skilið það betur en banka- starfsemi,“ segir Jón og hlær. Endurkoman og seinni hálfleikur Sem fyrr segir upplifir Jón að seinni hálfleikur sinn sé nú að hefjast, en lítur hann svo á að sömu reglur gildi í seinni hálf- leik og giltu í þeim fyrri? „Ég er ekki að fara í neinn uppbyggingaræsing neitt. Ég átti kannski frekar við að ég væri frekar að taka seinni hálfleikinn með þroska og reynslu úr fyrri hálfleik.“ Ertu að snúa aftur úr útlegð? „Nei, ég var ekki í neinni út- legð. Ég var alltaf hérna á Ís- landi með annan fótinn,“ segir hann. Jón Ásgeir Jóhannesson er farinn að láta aftur að sér kveða í íslensku við- skiptalífi. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Kjötiðnaðar- maðurinn í kristalsalnum Jón Ásgeir Jóhannesson er aftur farinn að láta að sér kveða í íslensku viðskiptalífi. Hann horfir um öxl í nýrri bók og kallar það sem áður gekk á sinn fyrri hálfleik. Hann segist smámunasamur verslunarmaður inn við beinið sem njóti sín best á jörðinni og viðurkennir að hafa verið ótrúr Bónus-uppruna sínum í góðærinu. 12. MARS 2021 DV Heimir Hannesson heimir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.