Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 12
12 FRÉTTIR neinum „sorry-túr“ hér. Þetta er fyrst og fremst bara upplýs- ingatúr þar sem ég fæ loksins að stíga fram með mína sýn á þessi mál.“ Tóku líkið fram yfir Jón tekur undir það að álit al- mennings hafi sveiflast gríðar- lega í gegnum árin. „Fyrst vorum við alveg rosalega vel liðin, svo ekki,“ segir Jón. En hvernig sér Jón stöðuna í dag fyrir sér? „Ég upplifi það að almenn- ingur sé tilbúnari til þess að heyra að það eru kannski tvær hliðar á þessum málum og skilningurinn á því sem gerðist og er að gerast er að vaxa og fleiri eru að sjá að í lýðræðisríki eiga svona hlutir einfaldlega ekki að gerast,“ segir Jón. „Þegar maður fer með mál fyrir Samkeppniseftirlitið, þá byrjar bara stoppklukka. Þú leggur mál inn og stofnunin hefur bara X tíma til að svara. Í Noregi er svipað uppi á ten- ingnum hvað varðar sakamál. Hér er engin klukka á neinu og hægt að draga menn út í hið óendanlega,“ segir hann. „Í eitt skipti vorum við að velta því fyrir okkur af hverju við höfðum ekkert heyrt frá þeim [yfirvöldum] í einhvern tíma. Þá fengum við að vita að það hefði fundist lík í höfninni í Neskaupstað og allir væru uppteknir í því. Á meðan þurftum við bara að bíða.“ En núna er þetta búið, ekki satt? „Jú, þetta er búið hjá mér en kerfið er áfram svona. Það er auðvitað þannig að ef þú ert ekki búinn að finna glæpinn á þremur árum, er þá ekki bara líklegt að það hafi enginn glæpur verið framinn? Þetta er bara ekki í lagi svona.“ Jón segist ekki bera neinn kala til einstakra manna. Kerf- ið verði þó að taka breytingum. „Ég man eftir því að Halldór Blöndal sagði við okkur feðga einhvern tímann að eitt kjör- tímabil dygði ekki mönnum til að koma málum í gegnum embættismannaklíkuna. Hann þyrfti að minnsta kosti tvö kjörtímabil í sama ráðuneyt- inu til þess að koma sínum málum í gegn.“ Jón segist í þessu samhengi hafa fylgst með tilraunum Áslaugar Örnu til þess að koma breytingum á áfengislöggjöfinni í gegnum „kerfið“ og segir ljóst að þar mæti hún mikilli andstöðu manna sem vilji engu breyta. Það vekur athygli blaða- manns að Jón taki emb- ættisfærslur Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmála- ráðherra sem dæmi, en aðstoð- armaður Áslaugar er einmitt Hreinn Loftsson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs og síðar lögmaður fyrirtækisins í Baugsmálunum svokölluðu. Mikið er rætt um Hrein í bókinni og hafa sumir gengið svo langt að segja að í bókinni felist ekki síður uppreist æru Hreins en Jóns Ásgeirs. „Ég veit það nú ekki, ég hef ekki verið í miklu sambandi við Hrein síðan á Baugsár- unum, en Hreinn er maður Jón segist njóta sín best í vélarrúminu og að smá- munasemi hans koma kollegum hans á óvart. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Já, við fórum þarna í stærri mál og uppruninn gleymdist. 12. MARS 2021 DV með sterkar skoðanir og sterk prinsipp. Ég hitti hann af og til, en við erum ekki í miklu sambandi,“ segir Jón aðspurð- ur um samskipti sín við Hrein undanfarin ár. Þeir sem grannt fylgjast með stjórnmálum kunna að hafa tekið eftir því að eitt fyrsta stórverk Áslaugar Örnu í embætti var að losa Harald Johannessen úr stóli ríkislög- reglustjóra. Haraldur kom að rannsókn Baugsmálanna á sínum tíma. „Sá hann ekki bara um það sjálfur? Þegar allt lögreglulið landsins er komið upp á móti þér og búið að kvitta undir að það gangi ekki upp?“ spyr Jón. Þó að Haraldur hafi komið að Baugsmálinu var það nú samt svo að rannsóknin var af mörgum, ef ekki flestum, talin runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra og eru fáir nefndir jafn oft á nafn og Davíð í bók Jóns Ásgeirs. Þar segir enn fremur að Davíð hafi „fengið Jón Ásgeir á heilann“ og sagði Einar Kárason, höfundur bókarinnar, í viðtali á Rás 2 að samskipti Davíðs og Jóns Ásgeirs gegnum Baugsmálið, „bolludagsmálið“, hrunið og eftirmála þess vera „rauðan þráð“ í bókinni. Nú er bókin komin út og lítið hefur farið fyrir málsvörn Davíðs vegna Málsvarnar þinnar. Er áhrifatíð Davíðs Oddssonar í íslenskum stjórn- málum liðin? „Ég veit það ekki, ég held nú að yngri hluti Sjálfstæðis-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.