Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Page 14
Í meðferð er
skoðað hvort
ofbeldið
hefur tengsl
við neyslu,
geðsjúkdóma,
streitu eða
atvinnuleysi,
svo dæmi séu
tekin.
MYND/GETTY
Þeir sem koma til okkar gera það sem þeir gera því þeir telja sig ekki
geta annað eða kunna ekki
annað. Sálfræðilega séð byggj-
ast gjörðir þeirra á vanmætti
og vankunnáttu. Mitt hlutverk
er að kenna þeim að bregðast
öðruvísi við eða jafnvel gera
ekki neitt í aðstæðum sem
þeir telja vera afar ögrandi,“
segir Andrés Ragnarsson sál-
fræðingur sem rekur verk-
efnið Heimilisfriður þar sem
gerendur í heimilisofbeldis-
málum fá sérhæfða aðstoð.
Um hundrað ný mál koma
inn á borð Heimilisfriðar á
hverju ári, tvö til þrjú í hverri
viku að jafnaði. Síðustu mán-
uði hafa þau hins vegar verið
mun fleiri. Andrés tengir það
að hluta við afleiðingar heims-
faraldursins en einnig við vit-
undarvakningu um ofbeldi og
aukna umræðu. „Ég er ekki
í vafa um að COVID hefur
haft áhrif. Við þekkjum það
frá fyrri tíð, frá 2008 og því
ástandi sem þá ríkti. Ef það
var brestur fyrir þá versnaði
hann í krísunni. Við hér á stof-
unni höfum verið með þessi
mál í forgangi og rutt öðru
frá. Heimilisofbeldi hefur
verið í algjörum forgangi.“
Verkefnið var sett á lagg-
irnar árið 1998 undir heitinu
Karlar til ábyrgðar en nafninu
var breytt í Heimilisfrið árið
2013 enda meðferðin veitt ger-
endum af öllum kynjum. Um
75 prósent gerenda sem koma
eru karlmenn, 25 prósent kon-
ur og einstaka trans fólk.
Stór lýðheilsuvandi
Andrés hefur verið hluti af
verkefninu frá upphafi. Hann
var þá fenginn til þess ásamt
Einari Gylfa Jónssyni sál-
fræðingi af Karlanefnd Jafn-
réttisráðs. „Á hverju einasta
ári hefur það aukist hvað þetta
er mér mikið hjartans mál.
Þetta er stór lýðheilsuvandi
sem við erum að eiga við sem
hefur miklar og alvarlegar
afleiðingar fyrir svo marga,“
segir hann.
„Við bjóðum upp á kerfis-
bundna meðferð þar sem við
tökum á gildismati, viðhorf-
um, ræðum uppeldi, tökum
afstöðu til tjáskipta og valda-
hlutfalla kynjanna. Við þurf-
um að vinna með þetta allt
saman og við þurfum sannar-
lega að vinna með áfallasögu
viðkomandi því hún er oft ansi
mikil.“
Hann segir það forréttindi
að fá til sín gerendur sem
koma af fúsum og frjálsum
vilja, jafnvel þá sem koma af
því þeim er vísað til Heimilis-
friðar af barnaverndarnefnd-
um eða félagsþjónustu þá
koma þeir á eigin forsendum.
„Þeir sem leita til okkar gera
það því þeir vilja gera öðru-
vísi, þeir vilja breyta og þeir
vilja stoppa.“
FLEIRI GERENDUR
HEIMILISOFBELDIS
LEITA AÐSTOÐAR
Í hverri viku leita að jafnaði tveir til þrír ger-
endur í heimilisofbeldismálum sér aðstoðar
hjá Heimilisfriði í fyrsta skipti. Markmið með-
ferðar er að gerendur hætti að beita ofbeldi
og taki ábyrgð á sjálfum sér.
14 FRÉTTIR 12. MARS 2021 DV
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
Af síðustu hundrað málum
sem komu á borð Heimilis-
friðar komu um 45 prósent
að eigin frumkvæði, um 30
prósent vegna tilvísana frá
barnavernd og aðrir í gegn
um Bjarkarhlíð, lögregluna
eða aðra meðferðaraðila.
„Alvarlegustu málin eru því
miður mál þar sem um er að
ræða mikið og lífshættulegt
ofbeldi en fólk er einnig að
koma eftir einstök ofbeldis-
tilvik og fólk vill ekki vera
þar eða vera slík fyrirmynd.
Það er líka staðreynd að 85
prósent þeirra sem koma til
okkar hafa upplifað eða orðið
vitni að ofbeldi í æsku. Þá er
um þessa arfleifð að ræða.“
Hefur oft varann á
Spurður hvort það reyni ekki
á andlega að sinna þessu starfi
segir Andrés: „Ég er auðvitað
reyndur fagmaður en vissu-
lega koma upp erfið mál sem
reyna á andlega og streitulega.
Það er þó ekki þannig að ég sé
oft hræddur í vinnunni. Það
hefur gerst kannski þrisvar
eða fjórum sinnum á ferlinum
að ég hef orðið hræddur í við-
tali. En ég hef oft haft vara á
mér.“
Andrés er með aðstöðu hjá
Sálfræðingum Höfðabakka
sem eru við Höfðabakka 9 og
er þar fjöldi fólks starfandi.
„Ég er aldrei einn í húsinu.
Við erum með ákveðið kerfi í
gangi til að tryggja öryggi. En
við erum í góðu samstarfi við
lögregluna og það er auðsótt að
fá aðstoð þar,“ segir hann.
Alls eru fimm sem starfa
fyrir Heimilisfrið, þrír hjá Sál-
fræðingum Höfðabakka, einn
á Akureyri og einn á annarri
stofu í Reykjavík sem sinnir
makaviðtölum. „Við bjóðum
upp á tvö viðtöl fyrir maka, í
byrjun og þegar dregur nær
1.500
FRÁ UPPHAFI
85%
HAFA UPPLIFAÐ EÐA ORÐIÐ
VITNI AÐ OFBELDI SEM BÖRN
25%
KONUR
GERENDUR SEM LEITA
TIL HEIMILISFRIÐAR:
75%
KARLAR