Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 17
DV 12. MARS 2021 EYJAN 17
Óskaði þrisvar eftir gögnum
En aftur að broti Lilju á jafn-
réttislögum við skipan Páls
sem ráðuneytisstjóra. Eftir
að tilkynnt var um skipanina
óskaði Hafdís Helga eftir rök-
stuðningi vegna ráðningarinn-
ar og öllum gögnum málsins.
Ráðuneytið hafnaði beiðni
hennar um málsgögn tvisvar
en lét þau af hendi við þriðju
beiðni. Eftir að hún fékk
gögnin í hendur ákvað Hafdís
Helga að kæra ráðninguna til
kærunefndar jafnréttismála
og úrskurður þar var birtur í
maí 2020.
Kærunefndin komst að
þeirri niðurstöðu að ýmissa
annmarka hefði gætt af hálfu
Lilju við mat á kæranda og
þeim karli sem starfið hlaut.
Samandregið hefði Lilja van-
metið Hafdísi Helgu saman-
borið við Pál varðandi mennt-
un hennar, reynslu hennar
af opinberri stjórnsýslu,
leiðtogahæfileika hennar og
hæfni hennar til að tjá sig í
riti, en allt hefðu þetta verið
fortakslaus skilyrði sem birt-
ust í starfsauglýsingu kærða.
Að þessu virtu og með
hliðsjón af nánari umfjöllun
kærunefndarinnar um ein-
staka matsþætti starfsaug-
lýsingarinnar taldist Hafdís
Helga hafa leitt nægar líkur
að því að henni hefði verið
mismunað á grundvelli kyns
við ráðninguna.
Samkvæmt því kom það í
hlut Lilju að sýna fram á að
aðrar ástæður en kyn hefðu
legið til grundvallar ákvörðun
hennar. Að mati kærunefndar-
innar tókst sú sönnun ekki af
hálfu Lilju og teldist hún því
hafa brotið gegn jafnréttis-
lögum.
Einstakt í sögu -
legu samhengi
Um mánuði eftir að úrskurður
kærunefndar er birtur berast
fregnir af því að Lilja ætli að
höfða mál gegn Hafdísi Helgu
til að ógilda úrskurðinn. Þetta
er í fyrsta, og raunar líka síð-
asta, sinn sem ráðherra fer
persónulega í mál við opin-
beran starfsmann.
Eina leiðin til að fá úrskurð-
um kærunefndar jafnréttis-
mála hnekkt er með því að
höfða dómsmál en það hefur
aldrei áður verið gert þrátt
fyrir að aðrir ráðherrar hafi
áður gerst brotlegir við jafn-
réttislög samkvæmt úrskurði
kærunefndarinnar. Þetta er
þó líka í síðasta skipti sem það
er gert vegna nýrra laga sem
kveða á um að ekki verði leng-
ur hægt að stefna einstaklingi
vegna úrskurðar kærunefnd-
arinnar heldur þarf að fara í
mál gegn kærunefndinni til að
reyna að fá úrskurði hennar
hnekkt.
Félag háskólamenntaðra
starfsmanna Stjórnarráðsins
er meðal þeirra sem hafa
fordæmt ákvörðun Lilju um
málssókn og sagði í ályktun
sem félagið sendi frá sér:
„Fyrrgreind málshöfðun
getur haft það í för með sér
að umsækjendur veigri sér
við að sækja lögvarinn rétt
sinn. Auk þess að setja fé-
lagsmanninn í fordæmalausa
stöðu gagnvart ráðherra er
hætt við að stefnan muni fæla
hæfa umsækjendur frá því að
sækja um störf hjá ríkinu.“
Guðfræðin þýðingarmikil
Lilja hefur gefið út að hún
hafi ekki viljað víkja frá
mati hæfnisnefndarinnar við
ákvörðun um skipan ráðu-
neytisstjóra. Í dómi héraðs-
dóms segir enn fremur í kafla
um málsástæður og lagarök
stefnanda, það er Lilju eða ís-
lenska ríkisins: „Eðli málsins
samkvæmt hafi ráðherra farið
að ráðleggingum nefndarinn-
ar og gott betur, enda hafi hún
til viðbótar lagt sjálfstætt og
rökstutt mat á þá fjóra ein-
staklinga sem metnir voru
hæfastir af nefndinni.“
Þá er því einnig haldið fram
að kærunefndin geri lítið úr
guðfræðimenntun Páls, en
hann er með BA-gráðu í guð-
fræði. „… en hér verði að hafa
í huga að um er að ræða ráðu-
neyti bæði mennta- og menn-
ingarmála. Ráðuneytið fari
því m.a. með mál er varða
verndun menningararfs þjóð-
arinnar, varðveislu menning-
arminja, safnamál, listir og
menningu. Undirstöðuþekking
í guðfræði ætti því að koma
sér vel í því sambandi enda
standi þjóðin óumdeilanlega
á menningarlegum og sögu-
legum grunni kristinnar trúar
og hafa verði hugfast að hin
evangelíska lúterska kirkja sé
þjóðkirkja hér á landi
… Þá læri guðfræðinemar
við Háskóla Íslands ýmislegt
sem nýtist í stjórnunarstarfi
og megi í því sambandi nefna
sálgæslu, en lokaritgerð
Páls hafi verið á því sviði. Í
grunninn snúist sálgæslu-
fræðin um áhrif áfalla á
einstaklinga, hvernig þeir
bregðist við í áföllum og
hvernig best sé að styðja þá,
án tillits til trúarafstöðu eða
lífsskoðunar. Guðfræði sé
því þýðingarmikið grunn-
nám sem nýtist í starfi ráðu-
neytisstjóra og sé ekkert
sem bendi til þess að grunn-
nám í lögfræði sé betra í því
starfi …“ en grunnnám Haf-
dísar Helgu var í lögfræði. Í
auglýsingu um starfið var þó
aðeins fjallað sérstaklega um
kröfur þegar kemur að emb-
ættis- eða meistaranámi.
Ríkið greiðir kostnaðinn
Í dómsorði héraðsdóms sem
féll föstudaginn 5. mars segir:
„Hafnað er kröfu stefnanda,
íslenska ríkisins, um að úr-
skurður kærunefndar jafn-
réttismála í máli nr. 6/2020 frá
27. maí 2020 verði felldur úr
gildi. Málskostnaður stefndu,
Hafdísar Helgu Ólafsdóttur,
þar með talin málflutnings-
þóknun lögmanns hennar, Ás-
laugar Árnadóttur, 4.500.000
krónur, greiðist úr ríkissjóði.“
Dómnum hefur Lilja ákveð-
ið að áfrýja til Landsréttar. n
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
stendur í
málarekstri
gegn konu
sem sótti um
starf ráðu-
neytisstjóra
í mennta- og
menningar-
mála ráðu-
neytinu.
MYND/ANTON
BRINK
433.IS
ÞRIÐJUDAGA KL. 21.30
Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri
433.is, fer yfir það helsta í
fótboltaheiminum. Hann fær til sín
áhugaverða viðmælendur og helstu
sparksérfræðinga landsins sem
gera upp mál málanna.
Þátturinn er sýndur samtímis á
Hringbraut og 433.is kl. 21.30.