Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Blaðsíða 26
Staðsetning: Laugavegur 22
Týpan: Þeir sem elska að dansa, hinsegin fólk og allir
sem eru almennt hýrir í lífinu.
Staðsetning: Austurstræti 12a
Týpan: Táningar með fölsuð skilríki, eldri tímaskekkjur
og túristar.
Staðsetning: Klapparstígur 27
Týpan: Fólk sem kann meira en tíu aukastafi pí, tölvunarfræðingar og full-
orðið fólk sem klæðist búningum á hrekkjavöku.
Staðsetning: Bankastræti 7a
Týpan: Marineraðar skinkur, spægipylsur og lögfróðir.
Staðsetning: Ingólfsstræti 2a
Týpan: Huppar, rauðvínsbeljur og fólk sem fer í fótsnyrtingu.
26 FÓKUS
KIKI QUEER BAR
Þröngt mega sáttir sitja. Sá málsháttur ætti að vera
slagorðið á Kiki en á góðu kvöldi (þegar ekki er CO-
VID) þurfa gestir helst að standa á öðrum fæti til að
komast fyrir. Kiki er hinseginbar en þangað eru þó allir
velkomnir. Þangað fer fólk til að stíga trylltan dans við
hressa tónlist á borð við Eurovision-slagara, diskó,
gamla og nýja poppslagara og að sjálfsögðu Pál Óskar.
ENGLISH PUB
Íþróttaknæpa á daginn og sveittir trúbadorar á kvöldin.
Hér kennir ýmissa grasa. Mikið af mönnum í maka-
leit og slegist um sætin. Aðrir standa og bíða færis.
Algengt að fólk staldri stutt við og besta stemmingin
er á sumrin þegar hægt er að sitja úti. Þeir sem eru
fyrir að taka áhættu geta tekið snúning á bjórhjólinu
og mögulega orðið vinsælasti aðilinn á staðnum.
IRISHMAN PUB
Staðurinn þar sem sem tölvunördar og Dungeons&Dragons vinahópar
sletta úr klaufunum. Þarna eru yfirleitt stærri hópar, fjórir eða fleiri, í þeirri
trú að þarna sé gott að eiga samræður. Tónlistin er þó nokkuð há, stundum
trúbadorar og því fara flestar samræður fram með öskrum sem gera það
að verkum að kliðurinn og lætin eru nokkuð mikil.
SÓLON
B5 var aðalstaðurinn fyrir skinkur, spægipylsur, lögmenn og laganema. Þar
mátti einnig finna hálfstálpaða unglinga í svimandi hormónavímu. Rétti
staðurinn fyrir hözzlið. Nú hefur B5 því miður skellt í lás og því spurning
hvaða staður mun taka við keflinu. Helst er talið að Sólon verði arftakinn.
Nánast sama staðsetning og sögulega hefur Sólon einmitt tekið á móti
þeim sem gefast upp á röðinni fyrir utan B5 á köldum vetrarkvöldum.
PETERSEN SVÍTAN
Ef þú vilt vera fínn á því, en ert því miður ekki
með lykilorðið eða á listanum hjá Kjarval, þá
er gott að skella sér á Petersen svítuna. Þar er
besta útisvæðið í borginni með besta útsýnið.
Ekki örvænta þó að það sé svalt úti því nóg er
af teppum.
Heitustu
skemmtistaðirnir
í miðbænum
12. MARS 2021 DV
Það er oft erfitt að henda reiður á því hvaða
skemmtistaðir og knæpur standa manni til boða í
miðborginni enda eru eigendaskipti og nafnabreyt-
ingar tíðar og allt getur breyst á örfáum mánuðum.
Nú styttist í COVID-lok og því um að gera að rifja
upp hvaða staðir standa til boða í miðborginni okkar.
Einhvern tímann verður COVID búið og við getum aftur fengið okkur litríka kokteila. MYND/GETTY