Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Síða 28
28 FÓKUS Að fórna símanum í heilan dag er hugmynd sem kom fram hér á ritstjórn fyrir nokkru, en einhvern veginn ýtti ég þessu verkefni á undan mér mánuðum sam- an. Loks varð ég að horfast í augu við það að ég kveið alveg stjarnfræðilega fyrir þessu. Ég bara gat ómögulega hugsað mér símalausan dag. Ég bauðst meira að segja til að fórna mér frekar og fasta í mánuð. Ég hafði gert mistök. Ég var ekki rétta manneskjan í þetta. Enda nota ég símann bara hóflega. En ef það var rétt, hvers vegna þessi kvíði? Að lokum þurfti ég að horfast í augu við að það hversu lítið mig lang- aði að gera þetta, þýddi að ég var einmitt rétta manneskjan í verkefnið. Fíkill í fráhvarfi Ég ákvað því, með fýlusvip, að kýla á þetta. Ég valdi sunnu- dag því það einhvern veginn hljómaði eins og það hefði minnst heftandi áhrif á líf mitt. Ég myndi því ekki missa af neinu, eða í það minnsta vonaði ég það. Sunnudagurinn rann upp. Ég vaknaði og að sjálfsögðu var það fyrsta sem ég gerði eftir að ég hafði nuddað stírurnar úr augunum að teygja mig eftir símanum til að fletta í gegnum frétta- og samfélags- miðla. En á náttborðinu var enginn sími. Ég dröslaði mér því á fætur og náði í tölvuna. Sat svo inni í eldhúsi með rjúkandi kaffi- bollann og skrollaði snöggt í gegnum það helsta. Mér fannst eins og ég væri að svindla á til- rauninni – en hins vegar var ég ekki í símanum heldur bara tölvunni. Ákvað samt að halda því í lágmarki yfir daginn. Það er ótrúlegt hvað ég er farin að treysta á þetta litla tæki. Stöðugt teygði ég mig eftir símanum, og greip í tómt. Hvað ætli einbreið rúm kosti í IKEA? Hvað ætli sé opið lengi í Krónunni? Hvaða leikari var það aftur sem lék þarna í myndinni sem ég sá ÉG FÓRNAÐI SÍMANUM Í HEILAN SÓLARHRING OG LIFÐI ÞAÐ AF Hæ ég heiti Erla og ég er símafíkill. Það var ekki fyrr en ég reyndi að komast af án símans míns að ég gerði mér grein fyrir því hversu háð ég er orðin honum. Ég gat ekki notað peningana mína, auðkennt mig eða borgað svo mikið sem í stöðumæli. Mér leiddist líka alveg óbærilega. um daginn? Er það Istanbúl eða Konstantínópel? Öllum þessum spurningum var ósvarað þar sem alfræði- orðabókin í símanum var mér ekki aðgengileg. Óbærilegar samræður Án þess að hafa símann kom á daginn að mér finnst það að hlusta á aðra manneskju vera lengi að koma sér að efninu á pari við miðaldapyntingar. Makinn á það til að taka sér korter í að segja einfaldan hlut eins og „þessi datt á rass- inn“. Af hverju var þetta svona ógeðslega erfitt? Ég var farin að stappa niður fótunum, orð- in þurr í munninum og komin með verk í kjálkann eftir að hafa bitið tönnunum of fast saman. Ætlaði þessi saga eng- an enda að taka? Hugurinn reikaði til allra lífanna í Angry Birds sem ég var ekki að eyða, þráðanna á Reddit sem ég gæti verið að skrolla í gegnum, fólkið sem gæti verið að reyna að ná í mig í gegnum Messenger. Kannski var byrjað að gjósa og ég vissi ekkert af því? ADHD og símafíkn Það hvarflaði að mér að ég væri að ganga í gegnum frá- hvörf. Ég nota símann til að dreifa huganum, til að fá upp- lýsingar beint í æð og fram- kalla þannig einhvers konar ánægjuviðbragð í heilanum. Ég er greind með ADHD og það er þekkt fyrirbæri að við notum símana til að dreifa at- hyglinni. Netið er endalaust og okkur þarf aldrei að leiðast. Ég opna kannski fréttamiðil til að lesa um jarðskjálftana, fer svo í að leita að upplýsing- um um jarðskjálftariðu, þaðan fer ég yfir í upplýsingar um jafnvægisvandamál og áður en ég veit af er ég farin að gúggla hvort það sé hægt að snerta óvart á sér heilann ef maður borar of langt inn í nefið. Nýlegar rannsóknir hafa jafnvel bent til þess að einhver tilfelli af ADHD séu í rauninni bara tilfelli af símafíkn, fólk er sem sagt orðið svo háð símun- um að það er að greinast með varanlega taugaröskun. Galið. Peningalaus án símans Ég líkt og svo margir aðrir nota símann til að funkera. Til að komast í gegnum leið- inlega fundi, til að komast í gegnum óspennandi búðar- ferðir og yfirborðskenndar samræður í fjölskylduboðum. Þetta er flótti minn frá því sem mér finnst óþægilegt að takast á við. Á sama tíma verður færni mín til að takast á við þessa hluti án símans enn minni. Svo eru það allir hinir hlut- irnir. Ég þurfti að láta mak- ann sjá um að borga í búðinni því það kom á daginn að ég hef ekki hugmynd um hvar greiðslukortin mín eru, eða hvort þau séu yfir höfuð enn til. Ég nota bara símann til að borga. Ekki gat ég heldur lagt bílnum í miðbænum því ég gat ekki borgað með stöðumæla- appinu og ekki geng ég lengur með klink á mér. Eins gott að lögreglan stöðvaði mig ekki því ökuskírteinið mitt er bara í símanum þar sem ég týndi því áþreifanlega fyrir guðslifandi löngu síðan. Ég ætlaði að fara út að hlaupa, en hvernig fer ég að því án þess að hafa tónlistina eða hljóðbókina í eyrunum og smáforritið til að segja mér hvað ég er búin að hlaupa langt og hversu hratt ég fer? Ekki fer ég að hlaupa af því bara án þess að geta deilt nokkru um það á samfélagsmiðlum eftir á. Hvernig gat ég líka opnað heimabankann og annað án rafrænna skilríkja? Diskóljósin slokkna Um kvöldið settist ég að vanda fyrir framan sjónvarpið til að „slaka á“. Vanalega er ég með eitthvað í sjónvarpinu í gangi, tölvuna opna og svo símann í hendinni. Ég var að horfa á sögulega þætti, en mátti ekki google-a. Kvöl og pína. Eftir smá stund róaðist ég aðeins. Fann að ég fylgdist mun betur með þættinum en ég geri vanalega. Makinn og ég áttum áhugaverðar samræður um hitt og þetta, veltum fyrir okkur hlutunum og komum með getgátur. Eitt- hvað sem ég var löngu hætt að gera því ég gat alltaf bara gúgglað og teflt fram gall- hörðum staðreyndum. Mestan muninn fann ég þegar ég fór að sofa. Vanalega leggst ég upp í rúm, loka aug- unum og sé strobe-ljós eins og á dansiböllunum með flass- andi myndum og dúndrandi tónlist. Nú sá ég bara innan á augnlokin á mér. Svo hvað kenndi þessi til- raun mér? Ég sá það svart á hvítu að ég er háð símanum mínum, það er staðreynd sem mér hefur ítrekað verið bent á en hingað til hef ég leitt þær athugasemdir hjá mér. Ég er þó ekki að fara að sturta sím- anum ofan í næsta klósett. Hins vegar datt mér í hug að það væri sniðugt að leggja símann frá sér í kringum kvöldmatinn og leyfa honum bara aðeins að hvíla sig fram á næsta dag. Minnka þetta stöðuga áreiti og halda þeirri litlu félagslegu færni sem ég bý enn yfir. n 12. MARS 2021 DV Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Blaðamaður þurfti að horfast í augu við harðan raunveruleika eftir tilraunina. MYND/GETTY BLAÐAMAÐUR FÓRNAR SÉR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.