Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Page 36
Fylltar paprikur
4-6 paprikur (alls konar litir)
Nautakraftur
2 dósir af hökkuðum tómötum
Nýrnabaunir í chilisósu
Taco-krydd
Óreganó
Salt og pipar
5% nautahakk fra B.jensen
Set í crock pot með nautakrafti, dós
af hökkuðum tómötum, óregano,
salti og pipar.
Leyfi þessu að eldast á meðan ég
er i vinnunni.
Þegar ég kem heim bæti ég við ann-
arri dós af tómötum, nýrnabaunum í
chilisósu og smá taco-kryddi.
Elda þetta aðeins lengur í potti.
Set paprikurnar í eldfast form og fylli
þær með kjötblöndunni.
Set smá ost yfir og Olio Nitti ólífu-
olíu.
Inn í ofn í 15-20 mínútur á 180-200
gráðum.
Ber þetta fram með hrísgrjónum,
salati og sýrðum rjóma.
Matseðill
Kristínar Sifjar
Hádegismatur
Lífskornabolla með kalkúna
skinku og osti. Weetabix með
laktósafrírri mjólk.
Millimál
Epli eða banani. Finn Crisp með
kotasælu.
Kvöldmatur
Kjúklingalæri, ofnbakaðir tóm
atar, hrísgrjón. brokkólí eða það
grænmeti sem er til. Borða líka
oft fisk eða geggjaða crock pot
rétti, eins og chili con carne.
Kvöldsnarl
Fæ mér stundum smá skyr ef ég
þarf að klára macros. Harðfisk
eða það sem vantar upp á.
36 MATUR
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is Æfir af kappi og þá
skiptir mataræðið öllu
Kristín Sif Björgvinsdóttir, afreksíþrótta- og útvarpskona, segir matar-
æðið skipta öllu máli þegar kemur að því að æfa af kappi og ná árangri.
Venjulegur dagur hjá Kristínu Sif er annasamur en hvað ætli hún borði?
Þ að er skrýtið að hugsa til þess að ég sé með jafn marga tíma í sól-
arhringnum og Kristín Sif
Björgvinsdóttir. Hún hressir
landsmenn með jákvæðu og
skemmtilegu lífsviðhorfi á
útvarpsstöðinni K100, hún
æfir CrossFit og hnefaleika af
kappi og er auk þess tveggja
barna móðir. Dagurinn byrjar
snemma hjá Kristínu.
„Kvöldið áður geri ég allt
dótið mitt fyrir ræktina og
daginn tilbúið. Ég byrja síðan
daginn snemma og drekk ITS-
blönduna, sem er eplaedik og
engifer. Tek vítamínin mín
sem eru öll náttúruleg frá
New Nordic ásamt D-vítamíni
og Pure Arctic lýsi. Drekk
stórt glas af vatni og legg
síðan af stað í daginn,“ segir
Kristín.
Nóg að gera
„Venjulegur dagur byrjar á
K100 í morgunþættinum Ís-
land vaknar þar sem ég er
einn af þremur þáttastjórn-
endum. Þar er hlegið saman
í nokkra tíma. Eftir það held
ég áfram að vinna sem einn
af næringarþjálfurum ITS
Transformation sem hjálpar
fólki með mataræði og svo
miklu meira en það. Þegar
ég er búin að því skelli ég
mér á æfingu, ég æfi í Cross-
Fit Reykjavík og fylgi pró-
grammi frá styrktarþjálfar-
anum mínum honum Unnari
Helga – Unleash Training og
suma daga fer ég í einkatíma
hjá hnefaleikaþjálfara. Ég æfi
hnefaleika hjá Mjölni og er í
keppnisliði Hnefaleikafélags
Reykjavíkur. Inn á milli er ég
að sækja og skutla börnunum
mínum og sinna þeim og reyni
að vera alltaf heima til að gefa
þeim að borða og sinna þeim
vel þegar þau eru ekki í skól-
anum eða að stunda íþróttir.“
Æfir stundum
á fastandi maga
Aðspurð hvað henni þykir best
að borða fyrir æfingu segir
Kristín að hún borði yfirleitt
einum til tveimur tímum fyrir
æfingu.
„Ég fæ mér oft ristaða lífs-
kornabollu með kalkúna skinku
og osti og skyr. Ég fæ mér líka
stundum ávöxt eða það sem
mig langar í þann dag. Æfi
líka stundum á fastandi maga.
Fasta mjög oft til 12-13 og er
nýfarin að taka inn á milli
sólarhringsföstu,“ segir hún.
Mataræðið er allt
Kristín þekkir það af eigin
raun hvað mataræðið skiptir
miklu máli þegar kemur að
því að æfa afreksíþróttir
og keppa. „Mataræðið er
allt. Það að æfa mikið krefst
mikillar orku og þá er eins
gott að borða nóg af gæða
fæðu í réttum hlutföllum. Ég
finn það mjög vel eftir að ég
byrjaði að borða eftir mac-
rosmataræðinu að blóðsykur-
inn er í mun betra jafnvægi,
bætingarnar svakalegar og
orkan hundrað prósent betri
til að æfa eins mikið og ég
geri,“ segir hún. Kristín fylgir
macros-mataræðinu hjá nær-
ingarþjálfaranum Inga Torfa
hjá ITS Transformations, þar
sem hún starfar einnig sem
næringarþjálfari.
Aðspurð hvernig hún fari
að því að halda skipulagi og
aga segir Kristín að það sem
hún er að gera sé svo gaman
að það sé ekki svo erfitt. „Ég
passa að skoða gildin mín
reglulega og bera saman hvað
ég er að gera við þau. Er það
sem ég er að gera að færa mig
nær markmiðum mínum?“
segir hún og bætir við:
„En það koma dagar þar
sem ég er þreytt og langar
ekkert á æfingu og bara að fá
mér ís, en þá er extra mikil-
vægt að mæta á æfingu og
velja eitthvað sem nærir mig
vel í matinn.“ n
Kristín Sif passar sig að borða nóg svo orkan sé góð. MYND/ANTON BRINK
MYND/BETTY CROCKER
12. MARS 2021 DV
Ég passa að
skoða gildin
mín reglulega.