Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 19. MARS 2021 DV Íbúar landsbyggðarinnar þurfa að kyngja því að elds­ neytisverð þar er mun hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nema reyndar á Akureyri. Þá var það aftur Atlantsolía sem reið á vaðið. Stór breyting á Akureyri „Síðan í september í fyrra má aftur segja að Atlantsolía brjóti ísinn þegar þeir fara að bjóða upp á svipað lág verð og í Kaplakrika á einni stöð sinni á Akureyri. Innan sólar­ hrings voru öll hin félögin farin að bjóða lægra verð svo Akureyringar njóta líka góðs af tilkomu Costco þó það séu 400 kílómetrar á milli og það er mjög jákvætt.“ Hins vegar mega Suður­ nesjamenn sæta því að elds­ neytisverð þar á bæjum er afar hátt, þrátt fyrir nokkra nálægð við Costco. Nú stend­ ur yfir undirskriftasöfnun á Suðurnesjum þar sem Suður­ nesjamenn mótmælta háu eldsneytisverði og skora á olíufélögin að bregðast við. Runólfur bendir á að verð­ lagning eldsneytis sé frjáls á Íslandi og því geti olíufélögin boðið upp á ólík verð á stöðv­ um sínum. Mótmæla eldsneytisverði Suðurnesjamennirnir Haukur Hilmarsson og Hannes Frið­ riksson sem standa fyrir áð­ urnefndri undirskriftasöfnun telja að olíufélögin haldi verðinu á Suðurnesjum uppi til að okra á ferðamönnum. Runólfur segist ekkert geta fullyrt um sannleiksgildi þeirra ásakana en bendir þó á áhugaverðan raunveruleika. „Það var alla vega mjög áberandi, sérstaklega þegar túrisminn var sem blóm­ legastur, að þá gat sama olíu­ félagið boðið upp á umtals­ vert lægra verð í Hveragerði og Selfossi en þeir gerðu á Suðurnesjum þó radíusinn væri svipaður. Svo það er ýmislegt sem styður þær kenningar, án þess að ég hafi meira fyrir mér en það.“ Runólfur segir að þó verð­ lagning sé olíufélögunum frjáls sé samt umhugsunar­ vert þegar það muni um 45 krónum á lægsta og hæsta verði hjá sama félaginu. „Það er ekki langt á milli staða á höfuðborgarsvæðinu en með því að keyra einhvern auka kílómetra leggurðu á þig að borga 45 krónum meira eða 45 krónum minna hjá sama félaginu. Það er einhver furðuleg verðmyndun þarna, sérstaklega á þessum dýrari stöðvum.“ Sé miðað við 50 lítra tank myndi þá muna 2.250 krónum á að fylla bílinn. Borgar sig fljótt upp „Ég sá það í einhverjum miðli að þá sagði forstjóri hjá olíu­ félagi að ástæða þess að þeir væru með hærra verð en Costco væri sú að þeir gætu ekki rukkað meðlimagjald. En þú ert nú fljótur að taka þetta félagagjald í þessari háu álagningu á bensíni. Svo menn rukka heldur betur meira en það en bjóða enga auka þjónustu í staðinn.“ Runólfur bendir á að með­ limagjaldið í Costco (4.800 kr.) sé fljótt að borga sig upp bara með sparnaðinum sem fylgir lægra eldsneytisgjaldi. Þó svo að það geti verið eðlilegt að verðmunur sé á bensín lítranum hjá sama söluaðila sé erfitt að skilja þá vegferð sem olíufélögin á Ís­ landi eru á. „Það er alveg eðlilegt að það sé hærra verð á stöðum sem eru langt úr alfaraleið, sem eru meira svona öryggis­ ventlar. En almennt í þéttbýl­ inu, að það sé svona gríðar­ legur verðmunur á milli sömu stöðva, það er mjög erfitt að skilja þá verðstefnu.“ Runólfur segir fólk í dag al­ mennt meðvitaðra um bensín­ verð og sjáist það skýrt á því hversu mikið sé að gera hjá þeim söluaðilum sem bjóða upp á lægstu verðin og hvað það sé mun minna að gera hjá þeim sem rukka hærra gjald. Því telur hann að þróunin á næstunni verði í átt að lægra verði hér á landi og telur lík­ legt að hækkunarfasi heims­ verðsins sé búinn í bili. „Þessi öld olíunnar er enn við lýði þó að við sjáum fram á það að í komandi framtíð muni draga úr vægi olíu með orkugjafaskiptum,“ segir Runólfur. n Bensín er ódýrast í dag í Costco. MYND/ERNIR Lægsta verð á bensíni 18. mars 2021 Costco 201,9 kr. Orkan Dalvegi 205,3 kr. Orkan Reykjavíkurvegi 205.3 kr. Dælan Hæðasmára 205,5 kr. ÓB Arnarsmára 207,5 kr. ÓB Bæjarlind 207,5 kr. N1 Reykjavíkurvegi 207,9 kr. N1 Norðurhellu 207,9 kr. N1 Skógarlind 207,9 kr. Orkan Akureyri, Mýrarvegi 207,4 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.