Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 14
S jö ár eru síðan þá tvítug-ur sonur Áslaugar Krist-jánsdóttur var dæmdur í fangelsi en hann sat dóminn af sér á Litla-Hrauni, Kvía- bryggju og á Sogni. „Hann tók ofskammt af lyfjum ári áður og ég vissi lengi vel ekki hvort hann myndi lifa það af. Ári seinna fór hann síðan inn á Litla-Hraun. Hann hafði áður fengið nokkra dóma sem voru skilorðsbundnir vegna ungs aldurs. Hann rauf síðan skilorð og fór þá inn.“ Áslaug segir það hafa verið hræðilegt að fá þær fregnir að sonur hennar hefði verið dæmdur í fangelsi. „Það greip mig enginn. Ég kenndi sjálfri mér um, að ég væri svona ómöguleg móðir og hefði aldr- ei verið á réttum stað á réttum tíma. Það er mikil skömm sem fylgir því þegar barnið manns er komið í fangelsi og fordóm- ar víða.“ Deyfði sig með áfengi Hún á þrjú börn og eitt fóst- urbarn. Þessi tiltekni sonur hennar hafði lengi átt við ýmsan vanda að etja en þegar hann hætti að taka ADHD- lyfin sín fjórtán ára gamall var leiðin brött niður á við. „Í mörg ár komst ekkert annað að hjá mér en hvar hann væri og hvað hann væri að gera. Ég var alltaf með áhyggjur af honum. Hann var varla bú- inn að fá bílpróf þegar hann missti það og var alltaf í sí- felldum vandræðum. Ég fór að deyfa mig með áfengi, líka bara til að geta sofnað á kvöldin en vaknaði aftur nokkrum klukkutímum seinna. Á endanum gat ég ekki meira og fann að ég gat ekki lengur hugsað almenni- lega um hin börnin mín. Ég fór þá í meðferð og var í dags- leyfi frá Vogi þegar ég las í fréttunum að það væri búið að dæma hann. Eftir þetta hef ég ákveðið óþol gagnvart fjölmiðlum og sérstaklega kommentakerfunum og allri fyrirlitningunni sem birtist þar. Ég hafði leyfi til að gista heima og koma aftur á Vog næsta dag en ég fékk svo mikið af símtölum um strák- inn minn að ég endaði með því að slökkva á símanum og fara aftur inn á Vog seinna um daginn. Þetta var á afmælis- daginn hans og ég bara hrundi andlega.“ Áhyggjufull systkini Áslaug segist aldrei hafa fengið upplýsingar um að hún hefði getað talað við fanga- prest, en hún er kristinnar trúar og segist sannarlega hefðu þegið það ef hún hefði vitað af þeirri þjónustu. „Ég hefði viljað fá inngrip hvað mig sjálfa varðar og aðstoð með hin börnin. Ég hefði vilj- að að þau fengju sálfræðiað- stoð og fá hjálp til að útskýra fyrir þeim hvar bróðir þeirra var. Þau voru með miklar áhyggjur af honum og í hverju hann myndi lenda. Þau hafa auðvitað horft á bíómyndir og vita hvað gerist í fangelsum. Foreldrar fanga sem eiga önnur börn verða að fá að geta hreinsað hausinn til að geta verið til staðar fyrir hin börnin. Það var enginn sem sagði við mig: Viltu ekki bara fá viðtal hjá sálfræðingi? Ég fékk á endanum viðtal fyrir yngsta son minn, sem var mjög reiður fyrir hönd bróður síns, hjá fjölskylduþjónustu SÁÁ en hann neitaði að fara og það var enginn til að hjálpa mér að fara með hann.“ Hún segist hafa verið mjög þakklát þegar sonur hennar fékk að fara á Kvíabryggju. „Hann hafði þá orðið fyrir hótunum af hálfu samfanga á Litla-Hrauni. Hann var bara rétt tvítugur og hræddur. Ég heimsótti hann einu sinni og sá að hann var með glóðar- auga. Hann sagðist hafa labb- að á hurð en ég vissi betur. Á Kvíabryggju kynntist hann tveimur föngum sem voru að afplána vegna dóma sem tengdust bankahruninu. Annar þeirra kenndi honum að reikna og hinn greiddi seinna fyrir hann skólagjöld. Strákurinn minn fann veski eiginkonu annars þeirra, fullt af peningum, eftir að hún kom í heimsókn en hann skilaði því. Þeir sögðust sjá það góða í honum og að hann ætti fram- tíðina fyrir sér.“ Einmana þegar hann losnaði Áslaug segir að sonur hennar sé í dag þakklátur fyrir að hafa verið dæmdur í fangelsi svona ungur því annars hefði hann eflaust áfram fetað veg afbrota. Hann er edrú enn þann dag í dag, en hún segir það hvorki ríki, sveitarfélagi né Fangelsismálastofnun að þakka. „Eftir að hann losnaði út fór hann á AA-fundi og hitti gaml- an vin minn sem tók hann upp á sína arma. Sonur minn var þá á Vernd en sagði við mig: „Mamma, ég veit ekki hvern- ig ég á að borga leiguna,“ því hann var bara að sinna sam- félagsþjónustu. Þetta kerfi er svo öfugsnúið. Hann var þarna mjög einmana því allir vinir hans voru í neyslu. Vinur minn fann handa honum vinnu og tók hann upp á sína arma. ÉG KENNDI SJÁLFRI MÉR UM Ekkert grípur aðstandendur þegar fólk fer í fangelsi. Oft fylgir því mikil vanlíðan að eiga ástvin sem situr inni fyrir afbrot. Fangaprestur segir að það ætti að vera hluti af velferðarkerfinu að hjálpa aðstandendum. Tvær mæður ungra fanga segja sögu sína sem er lituð af sjálfsásökunum. 14 FRÉTTIR 19. MARS 2021 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Sá maður var honum eins og faðir og er enn til staðar.“ Sonur hennar er enn í námi og fer reglulega með AA-fundi í fangelsin. Hún hvetur að- standendur fanga til að hika ekki við að leita sér aðstoðar. „Þó að þeir þurfi að fara á geðdeild. Fólk þarf að fá hjálp með líðan sína. Oft skamm- ast fólk sín fyrir að leita sér hjálpar og vill ekki láta neinn sjá sig hér eða þar. Margir nærast á því að tala illa um aðra en við verðum að rísa upp fyrir það. Ég vildi bara óska að það væri eitthvert kerfi sem myndi sjálfkrafa grípa aðstandendur í þessum aðstæðum,“ segir Áslaug. Byrgði tilfinningarnar inni Móðir annars ungs fanga fór í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.