Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 29
S æl, Kristín. Ég er búin að vera með kærast-anum mínum í fjögur ár. Ég myndi segja að við séum mjög ástfangin en sam- bandið stendur dálítið mikið í stað. Við erum nýbyrjuð að búa saman, við eigum engin börn, engin sameiginleg áhugamál, eigum engar fjár- hagslegar skuldbindingar eða mikil framtíðarplön. Í upphafi fann ég fyrir skuld- bindingarfóbíu hjá honum og hef vandað mig mjög mikið við að pressa ekki á hann síðan. En nú eru liðin fjögur ár og ég myndi vilja sjá hjólin snúast aðeins hraðar. Er þetta eðlilegur tími eða get ég gert eitthvað til þess að breyta þessu? Bestu kveðjur. Misjafnt hvað fólki finnst eðlilegur tími Sæl vertu. Takk fyrir spurn- inguna. Þú spyrð hvort þetta sé eðlilegur tími og því miður er það ekki mitt að svara því. Það sem einu pari finnst eðli- legt er algjörlega óhugsandi fyrir annað par. Ég spyr því á móti, finnst þér þetta eðli- legt? Eins leiðinlega og það hljómar þá er ástin háð skuld- bindingu. Með því að skuld- bindast annarri manneskju ertu að segja mjög margt, til dæmis „ég vil vera með þér og engum öðrum“, „þú skiptir mig meira máli en aðrir“, „ég treysti þér“ og svo framvegis. Þú nefnir að þú hafir fundið fyrir hræðslu við skuldbind- ingu hjá kærastanum þínum og það hefur vitaskuld gert þig óörugga. Fyrir vikið hef- ur þú forðast að setja pressu á skuldbindingu og nú er það farið að taka sinn toll af sam- bandinu. Taka samtalið Mitt fyrsta svar við öllum sambandsvanda er yfir- leitt það sama, það er að tala saman. Nú hafið þið verið saman í fjögur ár og það skapar forsendur til þess að eiga umræðu um það hvert þið stefnið. Það er samtal sem hægt er að taka í hinum mestu rólegheitum og af yfirvegun, en ef sam- talinu er alltaf slegið á frest þá er hætta á að fólk reyni að ræða þetta þegar það springur og fær nóg. Nokkuð sem er aldrei heillavænlegt. Það gæti verið hjálplegra að fyrirbyggja sprengjur eða rifrildi með því að setjast niður í ró og næði, kveikja á kertum, skapa notalegt andrúmsloft og ræða saman um hugmyndir hvort annars varðandi sambandið. Í þessu samhengi gætu spurningar verið voldugri en staðhæfing- ar. Spurðu hann hvað hann sjái fyrir sér. Hvaða skref hann væri tilbúinn til að taka í átt að meiri skuldbindingu? Hvort hann óttist eitthvað og hvað þið getið gert til þess að styrkja böndin ykkar. Ástin er skuld - bindingum háð Staðreyndin er sú að fólk sem er gift skilur síður. Pör sem eignast saman börn skilja síður. Pör sem deila fjárhag skilja síður. Ástæðan er ekki sú að fólk undirritar pappír hjá sýslumanni eða að það sé svo bundið af sameigin- legum fjárhag að það geti síður skilið. Nei, skýringin er einfaldlega sú að fólk sem er tilbúið til að skuldbindast hvort öðru er síður tilbúið til þess að skilja. Að því leyti er ástin skuldbindingum háð. Með því að tala saman um hversu tilbúin þið eruð til þess að skuldbindast þá færðu líka hugmyndir um það á hvaða grunni samband ykkar er byggt. Ef það er ekki áhugi á frekari skuld- bindingu þá gefur það færi á að skoða hvað liggur þar að baki. Eru það ástæður sem tengjast trausti ykkar? Er það eitthvað úr fortíðinni eða kynslóðaarfinum sem er að þvælast fyrir? Og hafið þið möguleika á að vinna með það eða fá aðstoð við að vinna ykkur í gegnum slíkt? Er ójafnvægi í sambandinu? Þegar ég fæ til mín pör í vanda þá byrja ég oft að leita að ójafnvæginu í sam- bandinu. Oft er það þann- ig að annar aðilinn á fleiri börn en hinn, annar aðilinn á meiri peninga en hinn, annar aðilinn er töluvert eldri eða býr yfir meiri menntun. Allt endurspeglar þetta ójafn- vægi og getur því torveldað skuldbindinguna. Stundum er nóg að benda fólki á þetta en stundum þarf að reyna að jafna aðeins út eða styrkja skuldbindingarþáttinn með öðrum hætti. Eru breytur í ykkar sambandi sem valda miklu ójafnvægi? Getur ver- ið að það sé að hamla ykkur? Ég veit að ég er að svara spurningu þinni með mikið fleiri spurningum, en það er stundum það sem þarf. Við þurfum að velta við steinum og kafa dýpra ofan í þær breytur sem þvælast fyrir í samböndum. Það sem þó vinnur með ykkur er að þú virðist vera búin að greina vandann ykkar frekar vel. Þið eruð ástfangin, en ykkur skortir meiri skuldbindingu. Væri þá ekki ráð að skuld- binda sig meira? Vonandi finnið þið ykkar leið að meira öryggi og festu, það gæti fært ykkur enn meiri ást og hamingju. Góða skemmtun. n Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. Fjölskylduhornið Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar Kristín spurningu lesanda sem finnst kærastinn óttast skuldbindingar. Sérfræðingur svarar MYND/GETTY HVENÆR ER EÐLILEGT AÐ SKULDBINDA SIG Í SAMBANDI? FÓKUS 29DV 19. MARS 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.