Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15 vanskil til að geta hjálpað syni sínum að greiða niður skuldir meðan hann var í afplánun. Hún þurfti að eiga frumkvæði að því að leita sér andlegrar aðstoðar því ekkert slíkt er í boði sérstaklega fyrir að- standendur. Sonur konunnar var handtekinn um tvítugt eftir að hafa smyglað fíkni- efnum. Hún segir það hafa haft alvarleg áhrif á andlega heilsu sína að sonur hennar var dæmdur í fangelsi. „Ég tók þetta mjög nærri mér og þessu fylgdi mikil skömm. Ég skammaðist mín samt ekki fyrir hann heldur kenndi ég sjálfri mér um og spurði mig hvar mér hefði mistekist í uppeldinu og hvernig það hefði gerst að sonur minn væri í fangelsi,“ segir hún. Hann var handtekinn erlend- is, hafði sagt móður sinni að hann væri að fara í skemmti- ferð en hún heyrði síðan ekki frá honum vikum saman og vissi ekkert um afdrif hans. Eftir að hún loks komst að því að hann var í fangelsi fékk hún lítinn stuðning frá fólkinu í kring um sig. „Fólk sagði við mig að ég ætti bara að vera þakklát fyrir að hann væri á lífi og á öruggum stað, en mér leið samt illa. Ég reyndi að bíta bara á jaxlinn og byrgði allar tilfinningar inni.“ Þegar hann var enn í fang- elsi erlendis fékk hún ekki að tala við hann í síma en sendi honum bréf. „Það eina sem ég gat gert var að biðja fyrir honum.“ Hann var dæmdur úti en kom síðan heim til að klára afplánun. Kvíði og vanlíðan Þau voru búsett á landsbyggð- inni og fannst móðurinni eins og allt samfélagið dæmdi hana. „Mér fannst allir vita þetta og að allir væru að horfa á mig. Ég lokaði mig á endanum alveg af og fór ekki einu sinni út í matvörubúð heldur fékk fólk til að kaupa inn fyrir mig.“ Ekkert kerfi var til staðar sem hélt utan um hana og þurfti hún sjálf að leita eftir aðstoð geðlæknis, sálfræðings og iðjuþjálfa til að koma sér aftur af stað. „Mér finnst að þegar svona kemur upp eigi að vera í boði áfallahjálp fyrir að- standendur og eitthvert teymi sem hægt er að leita til. Ég var uppfull af kvíða, skömm og vanlíðan. Ég var síðan mjög heppin með það fagfólk sem ég leitaði til. Þegar ég treysti mér ekki til að fara út kom iðjuþjálfi og fór með mér í göngutúr.“ Á meðan á afplánun stóð fékk sonur hennar 9 þúsund krónur á viku frá hinu opin- bera í dagpeninga, 36 þúsund DV 19. MARS 2021 Það er yfirleitt mikið áfall fyrir fjöl- skyldur fanga að horfa á eftir þeim inn í fangelsi. MYND/ANTON BRINK á mánuði, sem áttu að duga honum fyrir mat, tannlækna- kostnaði, klippingu og öðru. Hann hafði því ekki sjálfur tök á að greiða niður skuldir samhliða. Mætti fordómum Hann var orðinn edrú áður en hann fór í fangelsi og hún ákvað að aðstoða hann við að greiða niður skuldir á meðan hann var í afplánun. „Ég sagði við hann að ég ætlaði að hjálpa honum að byrja á núllpunkti. Hann var með lítið lán og fleira sem ég hjálpaði honum að greiða niður. Ég fór í bankann og bað um frystingu á mínu eigin láni eða vildi fá að lækka greiðslu- byrðina þannig að ég gæti að- stoðað hann. Ég kom að lok- uðum dyrum því það mæta manni alls staðar fordómar þegar maður nefnir fangelsi. Ég varð að velja á milli þess að hjálpa syni mínum eða greiða af láninu mínu. Ég er á van- skilaskrá í dag en ég er sátt við þessa ákvörðun þó ég hefði vissulega viljað geta staðið í skilum með mitt,“ segir móð- irin og tekur fram að sonur hennar viti ekki af þessum fórnarkostnaði hennar. Yndislegt líf í dag Hún segir það hafa verið erf- itt að vita af syni sínum lok- uðum inni og að hún hafi ekki getað hitt hann þegar hún vildi. „Þegar ég kom í heim- sókn var bara eitt herbergi þar sem voru tveir stólar, sófi og borð. Hann var oft búinn að baka handa mér vöfflur þegar ég kom og við fengum einn klukkutíma saman. Þetta tók á.“ Honum vegnar vel í dag, á fjölskyldu og er búinn að koma sér vel fyrir. „Hann á yndislegt líf og ég er ánægð með að hafa getað hjálpað honum fjárhagslega, þó það hafi ekki verið mikið, þann- ig að hann gat byrjað á núlli þegar hann kom aftur út. Þá gat hann byrjað lífið sitt,“ segir móðirin. Hún er einnig á mun betri stað í dag. „Ég fór á Al-Anon fundi og á meðvirkninám- skeið. Ég var bullandi með- virk, bæði áður og meðan hann var inni. Maður veikist bara sjálfur. Mér finnst að það ætti eitthvert kerfi að grípa aðstandendur. Ekki síst því margir sem lenda í fang- elsi eru búnir að missa marga frá sér og ég held að það skipti miklu að þeir sem eru á þessari braut hafi aðstand- endur í góðu ásigkomulagi til að styðja þá.“ n Sérstakur fangaprestur þjóðkirkj- unnar starfar í fangelsunum sem veitir föngum og aðstandendum þeirra þjónustu. „Mitt frumverkefni er að hitta fangana, sinna helgihaldi og sálgæslu. Sem betur fer fylgir þeim oft fjölskylda. Aðstandendum er velkomið að hafa samband við mig og margir gera það,“ segir séra Sigrún Óskarsdóttir sem tók við embætti fangaprests í mars 2020. Þjónusta fangaprests einskorðast ekki við þá sem eru í þjóðkirkjunni heldur stendur hún öllum til boða sem þiggja vilja þjónustuna. Segja börnunum satt „Oft hefur fólk samband vegna barna fanga og vill fá leiðsögn um hvernig er best að tala um fanga- vistina við þau. Það reynist best að segja alltaf satt en taka mið af aldri barnsins við nánari útskýringar. Við fullorðna fólkið setjum oft filter á það sem við segjum en börnin koma sér beint að kjarna málsins og segja jafnvel við pabba eða mömmu það sem allir eru að hugsa: „Hvernig datt þér í hug að gera þetta! Þú veist að það er bannað!“ Þá segir Sigrún að margir leiti til hennar því þeir séu trúaðir, vilji láta biðja fyrir sér og sínu fólki og vilja létta á sér andlega. Hún segist hafa fullan skilning á því að ekki vilji allir leita til kirkjunnar. Ábyrgð samfélagsins Þeir aðstandendur sem vilja ekki þjónustu prests heldur frekar sálfræðing eða viðlíka þjónustu þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja hana og greiða sjálfir fyrir. „Í draumasamfélagi væri kerfi sem færi af stað þegar fólk fer í fangelsi því þetta er mikið áfall fyrir mun fleiri en fangann sjálfan. Ég myndi telja eðlilegt að það væri hluti af okkar velferðarkerfi að aðstand- endum væri að fyrra bragði boðin ákveðin aðstoð. Ég er ekki viss um að þetta ætti endilega að vera á vegum fangelsismálayfirvalda en velti því upp hvort þetta sé þjónusta sem ríki eða sveitarfélögin myndu halda utan um. Þetta er hópur sem þarf þjónustu og við sem samfélag eigum að axla þá ábyrgð.“ Eitt af því sem margir aðstandendur glíma við eru sjálfsásakanir og skömm. „Það er mikilvægt að stinga á kýlin og tala opinskátt um hlutina eins og þeir eru þó það sé sárt.“ ÞURFUM AÐ GRÍPA FJÖLSKYLDUR FANGA Séra Sigrún Óskarsdóttir fangaprestur veitir föngum og aðstand- endum þeirra sálgæslu. MYND/VALLI Mér finnst að þegar svona kemur upp eigi að vera í boði áfallahjálp fyrir aðstandendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.