Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR ömurlegt. Ég tók ákvörðun um að bjóða ekki upp á þetta.“ Halla segir að faraldurinn hafi opnað á ýmsar leiðir hvað sveigjanleika í starfi varðar og það sé mikilvægt fyrir fjöl­ skyldur. „Það er ekkert sem staðfestir að 14 tíma dagur á skrifstofu sé best.“ Þekkir þú einhvern sem vinnur hálfan vinnudag? „Nei, en ef ég vildi vinna hálfan vinnudag þá verð ég bara sú fyrsta. En það er allt í góðu. Ég er vön því að taka slaginn.“ Ertu ekkert hrædd um að það verði erfitt seinna meir að olnboga sig aftur inn í svo eftirsótta og krefjandi stöðu, komin með þrjú börn og mann sem vinnur einnig í sama geira? „Nei. Málið er að það er erf­ iðara að fá þetta starf sem ég var í heldur en að komast inn í Harvard. Það eru 0,2 prósenta líkur á því að þú fáir starfið ef þú sækir um. Þetta var mjög erfitt. Ég eyddi fimm árum þarna, er búin að gera þetta og læra fullt og þetta er á feril­ skránni minni. Ég er í góðum málum.“ Hún segir að það þurfi ekki að skilgreina breytingar sem þessa sem pásu. Fólk sé alltaf að læra og stækka. „Þetta er ekki einu sinni pása. Í næsta skrefi, þá get ég sameinað í mitt starf allt sem ég hef verið að fókusera á núna og þá þekk­ ingu sem ég hef bætt við mig, þannig að starfið verður enn áhugaverðara.“ Hefur þú meðvitað valið að vera í námi samhliða fæð- ingarorlofi til að það myndist ekki gat á ferilskránni þinni? „Nei. Alls ekki. Ég er ekki hrædd við það. Ég get alveg ráðið ókunnuga manneskju inn á heimilið en ég hef bara núll áhuga á því. Það er ekki það sem hentar okkur núna. Nú ætla ég að vitna í merki­ legan mann. „Velgengni er punktur á tímalínu, það er ekki varanlegt ástand,“ þetta sagði Will.I.Am,“ segir Halla og hlær og vísar í athafna­ manninn og rapparann sem löngum hefur verið kenndur við hljómsveit sína Black Eyed Peas. „Það eru ekki allir alltaf alveg með þetta. Þér þarf ekki alltaf að ganga ótrúlega vel. Stundum gengur ekki vel eða þú ert að einbeita þér að öðru en vinnunni. Þú ert þá að vaxa.“ Hún bendir á að fólk sé sí­ fellt að læra og breytast og í því felist tækifæri. „Stór fyr­ irtæki eru í meiri mæli að sjá mikilvægi þess að starfsfólk sé með fjölbreytta hugsun. Og þá dugar ekki að allir séu með svipaða menntun. Lærðu ýmislegt, fjölbreytt hugsun sprettur af því. Vissulega þarf maður að vinna mikið og eyða mikilli orku og tíma í nám en allt hitt skiptir líka máli. Þú getur alltaf nýtt alla þína reynslu, alveg sama hver hún er. Mæður eru til dæmis öðruvísi verðbréfamiðlarar en barnlausir karlmenn. Fjöl­ breytnin er svo mikilvæg, ekki öll eggin í eina körfu.“ Úreltur hugsunarháttur Verðbréfaheimurinn er hraður og fyrir mörgum óskiljan­ legur. Miklir fjármunir geta brunnið upp á örskömmum tíma og mistök þar geta verið dýrkeypt. Það hlýtur að vera ansi erf- itt að ráðstafa miklum eignum og fjármunum og hvað þá þeg- ar það gengur ekki upp og fólk tapar eða þú gerir mistök? „Það sem kallast ábyrgar fjárfestingar eiga hug minn allan núna. Ábyrgar fjárfest­ ingar eru fjárfestingaraðferð­ ir sem taka mið af umhverfis­ legum og félagslegum þáttum og stjórnarháttum (e. ESG) við fjárfestingarákvarðanir með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Þarna er komið mikið inn á siðfræði og félagsfræði. Stór hluti af því er líka að sporna við spill­ ingu og hvernig fólk hugsar í fjármálum. Þessi skammtíma­ hugsun um að græða mikið hratt er úrelt. Ef þú gerir hlut­ ina út frá þinni bestu vitund, eins vel og þú getur fyrir þá sem þú starfar fyrir, þá líður þér ekki illa ef þú gerir mis­ tök. Þú gerir alltaf það besta í stöðunni.“ Í tengslum við ábyrgar fjár­ festingar er einnig talað um mikilvægi þess að fjárfesta í grænum skuldabréfum sem eru þá í fyrirtækjum þar sem horft er til umhverfisþátta með afgerandi hætti. Reynsl­ an víða erlendis hefur sýnt að ávöxtun grænna skuldabréfa er ekki síðri en hefðbundinna. „Þú ert ekki að fá verri kjör ef þú kaupir grænt skuldabréf. Það hefur verið misskilningur að það sé kostnaðarsamara því kannanir hafa sýnt að fyrir­ tæki sem skora hátt á þeim kvarða sem nýttur er til að meta hvort hægt sé að skil­ greina hlutabréfin í þeim sem græn, eru talin líklegri til þess ganga vel.“ Öskrar í baði Hjónin starfa sem áður segir bæði í fjárfestingarbankageir­ anum. Halla segir þau þó vera hvort á sinni hillunni. Hún hafi starfað á „the trading floor“ þar sem verið er að selja og kaupa hlutabréf, skuldabréf og afleiður en Harry sé á hinni hliðinni og vinni með útgáfu skuldabréfa. „Í fjárfestingarbönkum er kínverskur veggur sem að­ skilur viðkvæmar upplýsing­ ar og almennan markað. Mér finnst mjög áhugavert það sem Harry starfar við en í flestum tilfellum væri það lögbrot ef við ræddum okkar verkefni. Þetta eru líka það ólík störf að við getum ekki beint gefið hvort öðru ráð.“ Í þáttum á borð við hinn norska Exit og bandaríska Billions er verðbréfabransinn sýndur sem mjög hraður, agr­ essífur, menn öskra í símann og virðast oft á barmi tauga­ áfalls. Viðtalsferlið hjá mörgum bankanna er eitt og sér þol­ raun fyrir taugarnar. Halla segir að þá komi leiklistin sterk inn. „Ég er vön að vinna undir álagi og það er ekki auð­ velt að slá mig út af laginu. Í þessu starfi er gerð sú krafa að þú sért pollróleg þegar allt fer til fjandans.“ Kemur þú svo heim í lok erfiðs dags og öskrar í lófann? „Það er meira svona kampa­ vínsglas í baði og öskra ofan í vatnið. Annars nota ég list­ ina mikið til þess að losa út og vinna úr tilfinningum. Ég er alltaf semjandi hvort sem það er tónlist eða að skrifa. Ef einhver gerir mig brjálaða þá beini ég því í gegnum listina. Skrifa einhvern súran karakt­ er í leikverk og afgreiði hann þar.“ Að því sögðu þá dugar listin ekki ein og sér og þar kemur stærðfræðiástríðan inn, sem drífur Höllu áfram í sínum störfum í fjármálageiranum. „Ég hef alltaf verið rosa­ legt stærðfræðinörd og hef til dæmi mikinn áhuga á af­ leiðuviðskiptum því þau eru stærðfræðilega flókin. Pabbi var stærðfræði­ og eðlis­ fræðikennari og er tónlistar­ maður svo við erum mjög lík og vinnum vel saman. Ég geri líka mikið af tónlist með honum.“ Pabbi Höllu er Vilhjálmur Guðjónsson, gítar­, saxófón­ og píanóleikari, en hann spil­ aði lengi vel í húsbandi RÚV í Eurovision­undankeppnum sem Halla tók einmitt eitt sinn þátt í og útilokar ekki að gera á ný. „Einn starfsframi útilokar ekki annan, þvert á móti. Ég er alltaf að semja tónlist líka.“ Tölfræðin og háir hælar Talið berst að kynjamisrétti. Halla segir launamisrétti og ójafnvægi á vinnustað vera svipað í Bretlandi og hér­ lendis. „Það er staðreynd að það er misrétti. Ég hef tekist á við það af hörku. Ég læt heyra í mér og stundum þýðir það að mér sé ýtt til hliðar en ég læt ekki vaða yfir mig. Ég er hörð í horn að taka. Það er ólíklegt að öllum líki það og mér er alveg sama. Ég ætla ekki að biðja um leyfi eða rými – ég tek það. Ég biðst ekki afsök­ unar á sjálfri mér.“ Hvað með að aðlaga þig um- hverfinu til þess að falla betur inn. Til dæmis í klæðnaði? „Ég fer til dæmis alltaf á háum hælum á fundi því ég hef tölfræðina alltaf í huga. Hávaxið fólk er til dæmis al­ mennt með hærri laun. Töl­ fræðin segir mér líka að það sé líklegt að stærsti hluti fólksins á fundinum séu karlmenn og að þeir séu flestir hærri en ég. Ég vil ekki vera mikið lægri en þeir svo ég fer á hælum. En það er fyrir mig.“ n Halla hefur klifið fjóra af sjö hæstu tindum heims. FATNAÐUR: GK MYND/SIGTRYGGUR Mæður eru til dæmis öðruvísi verðbréfamiðlarar en barnlausir karlmenn. 19. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.