Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Það mun ekki skaða frama minn að eign-ast börn eða vera frá
vinnu,“ segir Halla sem býr
í London ásamt eiginmanni
sínum Harry, og þremur
börnum, Louisu, fimm ára,
Harry Þór, þriggja ára, og
Anitu, eins árs.
Flestir Íslendingar kann-
ast við Höllu fyrst og fremst
sem söng- og leikkonu. Halla
hefur leikið í kvikmyndum,
sjónvarpi, auglýsingum og
leikhúsi, var þáttastjórnandi
í fyrstu seríu af X-Factor á
Íslandi og hefur tekið þátt
í undankeppni Eurovision.
Hún útskrifaðist frá einum
virtasta leiklistarskóla Bret-
lands, Guild ford School of
Acting, árið 2004. Halla er
ótrúlega áhugaverð per-
sóna sem er stöðugt í leit að
áskorunum. Hvort sem það
er að komast inn í einn mest
krefjandi skóla heims eða ná
fullum nætursvefni þá setur
hún undir sig hausinn og nær
markmiðum sínum.
Þetta getur alveg
gengið upp
Fyrir sex árum starfaði Halla
á daginn við leik- og söngverk-
efni og á kvöldin sinnti hún
starfi sínu sem rekstraraðili
líkamsræktar- og heilsulindar.
Þau hjónin voru nýgift og hún
hafði ákveðið að láta gamlan
draum rætast og sækja um í
Oxford-háskóla í MBA-nám.
„Ég sagði manninum mínum
á einu af okkar fyrstu stefnu-
mótum að mig hefði alltaf
langað í Oxford-háskóla og
þegar hann spurði af hverju
ég hefði ekki látið verða af því
áttaði ég á mig á því að það
væri ekkert því til fyrirstöðu.
Ég sótti um og komst inn en
varð svo skyndilega ólétt. Ég
bjóst aldrei við því að verða
ólétt svona fljótt,“ segir Halla
sem stefndi á að flytja til Ox-
ford.
„Ég hugsaði: Annað hvort
verð ég að fresta öllum mín-
um plönum um eitt ár eða
bara hjóla í þetta. Svo hugs-
aði ég bara: Þetta getur alveg
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Förðun: Elín Reynisdóttir
Myndir: Sigtryggur Ari
Sérstakar Þakkir: Hótel Borg
Fatnaður: GK
Tölfræði og
háir hælar
Halla Vilhjálmsdóttir Koppel er ein af þessum mann-
eskjum sem virðast hafa lengri sólarhring en við hin.
Hún segist ekki þurfa að velja sér einn frama – það
megi eiga fleiri en einn og tvo samhliða því að vera
móðir og setja fjölskylduna í forgang. Halla og Harry,
eiginmaður hennar, eiga þrjú börn á leikskólaaldri og
hafa bæði skarað fram úr í breska bankaheiminum.
19. MARS 2021 DV