Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 23
FÓKUS 23 É g byrjaði á blæðingum á því herrans ári 1990 – nánar tiltekið 16. febrúar. Ég var alveg að fara að fermast og farið að lengja eftir þessu. Nokkrum mánuðum fyrr hafði mér áskotnast bók sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á líf mitt. Bókin hét Stelpnafræðarinn og var eftir Miriam Stoppard. Í henni var farið yfir allt það sem ung stúlka þurfti að vita um ungl- ingsárin, bólur og blæðingar og ég man að ég las þetta af áfergju enda lífsnauðsynlegar upplýsingar á ferðinni. Mér er sérstaklega minnisstæður kaflinn um blæðingar en þar stóð: Þegar þú byrjar á blæð- ingum ertu orðin kona. Glatað að vera síðust Mig var farið að lengja eftir mínum enda alveg að koma að fermingu og mig grunaði að allar vinkonur mínar væru löngu byrjaðar án þess að ég hefði það staðfest. Ég var hins vegar fremur seinþroska og hafði af því þungar áhyggjur enda glatað að vera minnst og síðust. Þetta var fagur febrúar- dagur og viðbrögð mín voru ofsagleði. Bókstaflega. Ég var loksins orðin kona og ég hringdi sigri hrósandi í móður mína í vinnuna og sagði henni tíðindin. Hún samgladdist mér ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR OG BLAÐAMAÐUR EVA RUZA SKEMMTIKRAFTUR STELPNAFRÆÐARINN VAR BIBLÍAN Þóra Kolbrá Sigurðardóttir las Stelpnafræðarann eftir Miriam Stoppard af mikilli áfergju og tók mjög bókstaflega boðskap bókarinnar sem var: „Til hamingju! Þú ert orðin kona.“ FRÍPASSI Í SUND Eva Ruza var aldrei neitt feimin með blæðingarnar eftir að hún byrjaði fyrst. Henni fannst þetta samt hrikalega mikið vesen þó það hafi alveg vanist með tímanum. É g man svo sannarlega hvar ég var þegar Rósa frænka bankaði fyrst upp á. Ég var nýbúin á hand- boltaæfingu og skaust á kló- settið áður en við vinkonurnar áttum að taka strætó heim. Ég man að ég hugsaði: „Sjitt, nei.“ Kallaði svo á bestu vinkonu mína og við tókum sameigin- lega ákvörðun um að ég myndi setja pappír í buxurnar áður en við hlupum að ná strætó. Ég var aldrei neitt feimin með blæðingarnar og fór nátt- úrulega til mömmu um leið og ég kom heim. Þetta var vesen. Það var mín upplifun. Mér fannst þetta hrikalega mikið vesen, en eftir því sem tíminn leið þá varð þetta bara partur af lífinu. Ég man samt í grunnskóla, þegar það var sundtími, þá fékk maður að sleppa sundi ef þessi tími mánaðarins var í gangi. Það var samt hrikalega Ég tala opin­ skátt um blæðingar við dóttur mína og systurdóttur. Ég hringdi sigri hrósandi í móður mína í vinnuna. hallærislegt að svara „Já, T“ – já, túr – til að kennarinn vissi að maður færi ekki í sund. Mér var samt svo sem sama. Nýtti það óspart ef sundið hitti ekki á á réttum tíma mánaðarins. Þannig að þetta var hálfgerður frípassi líka í sund. Ég tala opinskátt um blæð- ingar við dóttur mína og systurdóttur, því ég vil að þær upplifi engin vandræðalegheit gagnvart þessum gangi lífs- ins. En ég neita því ekki að ég hugsa enn í dag „þetta er vesen“. n en ég man að mér þótti undar- legt að hún væri ekki jafn tryllt af gleði og ég. Gleymdi að fara í búðina Hún lofaði að koma við í búð á leiðinni heim úr vinnunni og kaupa fyrir mig dömubindi. Ég var mjög skýr í máli. Mig vantaði týpuna í skólapakkn- ingum en þá voru nýkomin samanbrotin bindi í pakkn- ingum en þetta var þó nokkru áður en vængirnir komu til sögunnar. Þegar mamma kom heim úr vinnunni kom í ljós að hún hafði gleymt að koma við í búð og ég ætla rétt að ímynda mér að viðbrögð mín hafi verið allt annað en yfirveguð þar sem hún fór í snarhasti út aftur og út í búð með skottið milli fótanna. Vesalings mamma hefur enn ekki bitið úr nálinni með þettaa og reglulega er það rifj- að upp þegar hún gleymdi að fara út í búð og dóttirin fékk nærri því taugaáfall enda ekki á hverjum degi sem ung stúlka verður alvöru kona. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, blaðamaður og rithöf- undur, var hissa á því að mamma hennar væri ekki jafn brjál- æðislega kát og hún sjálf yfir blæðing- unum. MYND/ERNIR Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Eva Ruza vill engin vandræðaheit tengd blæðingum. MYND/ERNIR DV 19. MARS 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.