Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 16
Hugtakið laumun eða „stealthing“ eins og það er kallað á ensku, lýsir
þeirri háttsemi að karlmaður
fjarlægir laumulega smokkinn
meðan á samförum stendur,
án vitneskju eða samþykkis
rekkjunautarins, annað hvort
með því að fjarlægja smokk-
inn algjörlega eða eyðileggja
hann vísvitandi.
Hugtakið vekur athygli
Það vakti almenna athygli á
hugtakinu þegar lögmaðurinn
Alexandra Brosky skrifaði
grein sem birtist í lögfræði-
tímariti í Bandaríkjunum þar
sem hún velti fyrir sér laga-
legri stöðu þeirra sem verða
fyrir barðinu á slíkri háttsemi.
Greinin birtist árið 2017 og í
henni greindi Alexandra frá
reynslu þolenda laumunar og
þeim afleiðingum sem hátt-
semin hafði á líf þeirra og
heilsu.
Þolendur sem ræddu við
Alexöndru upplifðu að brotið
hefði verið á sér en töldu sig
þó ekki hafa lagaleg úrræði til
að leita réttar síns. Litu þau á
þetta sem nokkurs konar ígildi
nauðgunar.
Í greininni var jafnframt
vísað til þess að á netinu mætti
finna fjölda vefsíðna sem og
spjallsvæða þar sem karlmenn
hvetja til laumunar, deila „ár-
angurssögum“ og góðum ráð-
um um hvernig best sé að bera
sig að til að rekkjunauturinn
verði einskis var.
Ein af hverjum þremur
Í kjölfar þess að greinin birt-
ist var fyrirbærið rannsakað
í fyrsta sinn. Rannsóknin fór
fram í Ástralíu og voru niður-
stöður hennar birtar árið 2018.
Af þátttakendum rannsóknar-
innar höfðu 32 prósent kvenna
lent í laumun, eða ein af hverj-
um þremur, og jafnframt 19
prósent karlkyns þátttakenda
sem stunda kynlíf með öðrum
karlmönnum.
Eftir að umræðan um laum-
un hófst hafa menn velt fyrir
sér lagalegri stöðu þolenda. Í
lokaorðum greinar Alexöndru
segir:
„Þó svo lögin taki ekki beint
til þessara tilvika þá er ósam-
þykkt fjarlæging á smokk
skaðleg háttsemi og oft er um
kynbundið kynferðisofbeldi að
ræða. Þó svo hægt sé að fella
brotin undir gildandi laga-
ákvæði þá væri með nýjum
lögum hægt að auka líkurnar
á því að þolendur geti leitað
réttar síns […] laumun er ekki
eitthvað sem bara minnir á of-
beldi heldur er ofbeldi í sjálfu
sér.”
Íslensk lög
En hvernig er staðan á Ís-
landi? Skilgreiningu almennra
hegningarlaga á nauðgun var
breytt árið 2018 og er hún nú
skilgreind sem samræði eða
önnur kynferðismök án sam-
þykkis. Íslenskir dómstólar
hafa áður slegið því föstu að
í þessari skilgreiningu felst
að samþykki þurfi að liggja
fyrir frá því að samfarir hefj-
ast og þar til þeim lýkur og
samþykki þarf fyrir öllum at-
höfnum þar á milli. Í því ljósi
væri ekki óvarlegt að líta svo
á að um leið og smokkurinn er
fjarlægður sé ekki lengur sam-
þykki til staðar og um nauðgun
að ræða.
Þar að auki segir einnig í
hegningarlögum að enn frem-
ur sé um nauðgun að ræða
þegar blekkingum er beitt eða
þegar villa annars er nýtt til
að hafa við hann samræði eða
önnur kynferðismök. Svo að
viljandi fjarlægja smokk án
þess að fá samþykki eða láta
vita, hlýtur að fela bæði í sér
blekkingu og það að nýta sér
villu rekkjunautsins.
Þetta er þó ekki klippt og
skorið. Samkvæmt Steinunni
Gyðju- og Guðjónsdóttur, tals-
konu Stígamóta, er laumun
klárlega dæmi um kynferðis-
ofbeldi. Hins vegar sé ekki
víst að gildandi lög á Íslandi
nái yfir slík tilvik. Miðað við
dómaframkvæmd þar sem
reynir á blekkingu í tengslum
við nauðgun séu líkur til þess
að ekki sé hægt að sækja menn
til saka fyrir laumun.
Sigrún Jóhannesdóttir lög-
maður segist hafa heyrt af
tilfellum laumunar á Íslandi.
„Ég get alveg staðfest að það
er aukning á að það heyrist
af þessu broti og það tengist
því að konur eru í dag með-
vitaðri um það hvenær brotið
er á þeim. Ég veit þó ekki til
þess að þetta hafi verið kært
eitt og sér sem sjálfstætt brot
en þetta hefur verið kært sem
hluti af máli.“
Enginn smokkur,
ekkert samþykki
Vilji löggjafans skiptir máli
þegar lagaákvæði eru túlkuð
á Íslandi. Í skýringum sem
fylgdu frumvarpi til breyttrar
skilgreiningar á inntaki nauðg-
unar segir að með breyting-
unni sé verið að leggja aukna
áherslu á kynfrelsi og ákvörð-
unarrétt einstaklingsins. Með
breytingunni sé samþykki sett
í forgrunn og skipti þá höfuð-
máli „hvort viðkomandi hafi
samþykkt að taka þátt í kyn-
ferðislegri athöfn eða ekki“.
Með breytingunni var einnig
vonað að áherslan á samþykki
samhliða aukinni fræðslu
myndi leiða til þess að ungt
fólk yrði meðvitað um mikil-
vægi þess að samþykki liggi
fyrir.
Út frá þessum yfirlýsingum
mætti telja óvarlegt að álykta
að laumun sé brot á ákvörðun-
arrétti og kynfrelsi einstakl-
ings. Kynlíf hefur þá verið
samþykkt á grundvelli þess að
smokkurinn sé notaður og með
því að fjarlægja smokkinn án
samþykkis er samþykkið ekki
lengur til staðar.
Stígamót hafa undanfarin
ár staðið fyrir herferð sem
kallast Sjúk ást en hún miðlar
að því að fræða ungt fólk um
skaðlega hegðun í nánum sam-
skiptum og ástarsamböndum.
Á vefsíðu herferðarinnar eru
taldar upp margar birtingar-
myndir kynferðisofbeldis og
áreitni. Eitt atriðið er: „Að
neita að nota smokk eða taka
hann af án þess að bólfélaginn
viti af því.“
Frá árinu 2017 hafa erlendir
fjölmiðlar birt nafnlausar frá-
sagnir karlmanna sem leggja
stund á laumun. Útskýra þeir
háttsemi sína með því að kyn-
líf sé betra án smokks og þeir
hafi réttinn til að dreifa erfða-
efni sínu að vild. Eins halda
þeir því margir fram að um
leið og kynlífi sé haldið áfram
og rekkjunautur veiti engar
mótbárur þá felist í því sam-
þykki því að rekkjunautur-
inn ætti að taka eftir því að
smokkurinn sé úr leik. Rétt er
að taka fram að þetta stenst
enga skoðun.
Dæmdir fyrir kynferðisbrot
Dómstólar erlendis hafa fengið
til sín mál sem varða laumun.
Í Kanada árið 2014 var karl-
maður sakfelldur fyrir kyn-
ferðisbrot fyrir að stinga göt
á smokka. Í janúar 2017 var
karlmaður sakfelldur fyrir
laumun í Sviss. Í héraðsdómi
var hann dæmdur fyrir nauðg-
un en dómurinn var mildaður
hjá áfrýjunardómstól í kyn-
ferðislegri áreitni.
Árið 2018 var þýskur lög-
reglumaður sakfelldur fyrir
kynferðisbrot eftir að hafa
fjarlægt smokk án samþykkis.
Hann var dæmdur í átta mán-
aða skilorðsbundið fangelsi og
þurfti að greiða 450 þúsund
í skaðabætur. Árið 2016 var
kynferðisbrotakafla þýskra
hegningarlaga breytt og auk-
in áhersla lögð á samþykki,
áþekkar breytingar og áttu sér
stað hér á Íslandi nokkru síðar.
Í Kaliforníuríki í Banda-
ríkjunum var nýlega lagt
fram frumvarp um að gera
laumun refsiverða. Ef frum-
varpið verður samþykkt þá
væri það ólöglegt að valda því
að getnaðarlim sem smokkur
hefur verið tekinn af sé komið
í snertingu við kynfæri annars
sem hefur ekki veitt samþykki.
Kvíði, vantrú og reiði
Þolendur laumunar hafa lýst
reynslu sinni við erlenda miðla
síðustu ár. Ein greindi frá því
í samtali við The Guardian að
hjásvæfill hennar hefði ítrekað
beðið um leyfi til að fjarlægja
smokkinn en hún hafði í öll
skiptin neitað. Að kynlífinu
loknu komst hún að því að
hann hafði virt neitun hennar
að vettugi og fjarlægt smokk-
inn án hennar vitundar. Annar
þolandi lýsti reynslu sinni í
samtali við Cosmopolitan:
„Ég fann fyrir ofsakvíða,
vantrú og reiði allt á sama
tíma og ég man að ég grét
og öskraði á hann. Ég spurði
hann ítrekað hvers vegna
hann hefði gert þetta, jafn-
vel eftir að hann hafði svarað
mér. Ég gat ekki skilið þetta.
[…] Mér verður óglatt að hugsa
til þess að sumir menn kenna
öðrum mönnum hvernig á að
gera þetta með góðum árangri.
Jafnvel þó nú sé komið hugtak
til að lýsa þessu hátterni þá
er þetta ekki nýtt af nálinni.
Laumun er alvarlegt mál sem
þarf að vekja athygli á og
stoppa.“ n
Fáðu sam-
þykki áður en
þú fjarlægir
smokkinn.
MYND/BSIP
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
SMOKKURINN FJARLÆGÐUR Í LAUMI
Dómstólar víða erlendis hafa komist að þeirri niðurstöðu að um kynferðisbrot sé að ræða
þegar smokkur er fjarlægður í laumi. Óvíst er hvort íslensk lög nái yfir slíka háttsemi.
16 FRÉTTIR 19. MARS 2021 DV