Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 2
Tenerife verður Hveragerði verður Verahvergi A ð þreyja þorrann. Það er það sem við erum öll að gera þessa dagana. Við erum að harka af okkur, halda að okkur höndum og bíða betri tíma. Bara aðeins lengur kæra þjóð, segja yfirvöldin. Þetta tekur enda. Þetta fer að verða búið. Bara smá eftir. Við erum öll barnið á leið í Tívolíið í Hveragerði sem er „rétt hjá“. Það er ekki fokking rétt hjá! Svarthöfði telur þó mikil- vægt að við leyfum okkur að sjá og viðurkenna hvað við höfum misst, hverju við höfum glatað og hverju við höfum fórnað á altari farald- ursins. Fyrir okkur sem eldri erum þá er rétt rúmt ár ekki svo langur tími í stóra sam- henginu. Aðeins fleiri grá hár, nokkrar fleiri hrukkur í safnið og enn eitt afmælið. Ekki svo mikið mál. Þetta reddast, venst og allt það heila stef. Svo er það unga fólkið, ung- mennin og börnin. Þau hafa aðra sögu að segja. Frá því að Svarthöfði man eftir sér pre- dikuðu foreldrar hans yfir honum að muna að njóta þess að vera unglingur, njóta þess að vera í framhaldsskóla því það væru bestu ár lífs hans og hann fengi þau aldrei til baka. Þeir framhaldsskólanemar sem hófu skólagöngu sína haustið 2019 eru nú á þriðju önninni þar sem þeir eru með litla sem enga viðveru í skól- anum og félagslífið heldur fá- tæklegt. Þrjár annir er nú bara helmingurinn af framhalds- skólagöngunni. Helmingurinn af því sem þeim hefur mörgum verið sagt að hefðu átt að vera bestu ár lífs þeirra. Það er ansi þung fórn. Svo eru það fermingar- börnin sem áttu að fermast í fyrra og eru að horfa fram á að þessum stóra degi verði aftur frestað í ár. Nauðsyn- legt í þessu ástandi en alveg þess virði að við stöldrum við og sýnum vonbrigðum ferm- ingarbarna skilning. Útskriftarferðir sem aldr- ei urðu, brúðkaupsferðir sem aldrei urðu, stórafmæli sem ekki var hægt að fagna, jarðarfarir þar sem færri komust að en vildu, ástvinir sem ekki mátti heimsækja í banalegunni, börn sem fengu ekki að halda upp á árshátíðir, afmæli, skírnir, útskriftir og þar fram eftir götum. Og fokking Tene! Hvað með páskaferðina til Tenerife? Þegar ljóst var að fjölskyldan færi ekki þangað var bókað herbergi á Hótel Örk. Sund- laug og biljarð í kjallaranum. Pylsa og sögur af Tívolíinu. Nú er sú ferð líka afbókuð. Svarthöfði er lagstur í dimm- an dal. Hvernig kemst ég til Verahvergi? Við erum öll að gera okkar besta og við erum að þreyja þorrann þótt það sé erfitt og hundfúlt. En við þurfum ekki að bera harm okkar í hljóði og harka af okkur erfiðið. Við megum vera vonsvikin, fúl og langþreytt. Það virðist stundum sem við gleymum því að sýna samkennd og umburðarlyndi. Einhver barmar sér yfir því á samfélagsmiðli að þetta sé hundfúlt og fær yfir sig hol- skeflu af athugasemdum þar sem viðkomandi er nánast kennt um COVID faraldur- inn eins og hann leggur sig. Svarthöfði sendir öllum þeim sem hugsa svona skammir í hattinn og segir fokk. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Pressukarlarnir É g rakst á áhugaverða umræðu um karl- menn sem pressa á konur til þess að stunda kynlíf. Ég tala hér um konur og karlmenn en auðvitað getur þetta átt við um öll kyn á alla kanta. Þetta hefur löngum verið gruggugt svæði og það kannast örugglega of margir við að hafa átt samneyti sem skilur eftir sig óþægilegar tilfinn- ingar og tómleika á þann hátt sem erfitt er að orða. Eins og þú hafir vitað allan tímann að þú og við- komandi vilduð sitt hvorn hlutinn, en hann pressaði svo mikið og jafnvel við aðstæður sem voru erfiðar og hugsanlega var áfengi haft um hönd. Kvöldið líður og síðar meir virðist einhvern veginn auðveldara að láta undan og mögulega er þetta það sem þú vilt? Þetta hljómar kannski skringilega en ein- hvern veginn verða þessar aðstæður til og trúðu mér, Pressukarlinn veit hvað hann er að gera. Hann er að gera það sem hann gerir best. Pressa og bíða færis. Af hverju í fjandanum sækjast menn – og almennt fólk – eftir uppgjafarkyn- lífi sem svo augljóslega er að fara að skilja eftir sig vondar tilfinningar? Þegar Pressukarlarnir komu til tals hjá okkur vinkonunum kveiktu flestar strax og voru jafnvel nefnd nöfn á þekktum Pressukörlum. Ég veit í raun ekki af hverju ég hafði aldrei kveikt á þessu áður. Ég skildi aðstæðurnar og tilfinn- inguna sem þær lýstu en gat á einhvern hátt ekki orðað það fyrr. Einn helsti Pressukarlinn stundaði það til dæmis að láta eins og hann ætlaði að heilsa konum á skemmti- stað með því að kyssa þær á vangann, en náði á einhvern undraverðan hátt að enda í slímugum sleik við grunlausa konuna, sem hélt að hún væri að heilsa honum snyrtilega en missti alla stjórn á aðstæðum og það innan um fullt af fólki. Þetta er eitt dæmi um hvernig hann byrjar og vinnur svo í sektarkenndinni og ónotunum sem hann hefur komið af stað. Á einhvern ruglaðan hátt getur Pressukarlinn búið til aðstæður þar sem konan er farin að upplifa að hún skuldi honum eitthvað. Pressukarlinn tekur ekki mark á stuttum svörum og skilaboðum um að hann sé ekki að gera gott mót og þykist ekki ná þeim. Þykist ekki skilja að kurteisis legar tilfærslur undan nálægð eru ekki tilviljun. Hann bíður færis. Stundum hittir hann á augnablik þar sem hann sér að varnargarðar konunn- ar liggja niðri af einhverjum ástæðum og þá er rétti tíminn til að brosa breitt – og pressa. Þegar manneskja færir hönd af rassinum á sér er það ekki leikur. Það þýðir ekki að Pressukarlinn eigi að reyna að koma henni í stuð eða ná henni þegar hún er ekki á varðbergi. Pressukarlinn er ofbeldismaður. Hann er ekki að misskilja. Hann skilur mjög vel. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Hrafn Norðdahl, hrafn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/GETTY Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran deilir hér sínum uppáhaldssjónvarpsþáttum fyrir þá sem ætla að bregða sér í sófann í páskafríinu. 1 The Office Þessir þættir eru einstaklega skemmtilegir og ég get horft aftur og aftur, vel skrif- aðar persónur og kaldhæðni saman í eitt. Fæ ekki nóg! 2 Succession Ég sit límd við þessa þætti og þeir halda manni frá fyrstu mínútu. Plott og valdabarátta innan fjölskyldunnar. 3 The Crown Stórkostlegir þættir sem allir ættu að sjá! 4 Masterchef Ég elska mat og keppni, þessir eru klassískir og alltaf góðir. Bæði fullorðins- og barnaútgáfan. 5 The Good Wife Ég hef mjög gaman af lög- fræðiþáttum, Suits eru líka fínir en hún Alicia mín ber af. SJÓNVARPSÞÆTTIR 2 LEIÐARI 1. APRÍL 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.