Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Blaðsíða 17
Kulnun er ekkert grín og getur tekið langan tíma að vinna sig frá henni. MYND/GETTY FRÉTTIR 17 „Það helsta og kannski næsta sem þarf að gera er að ná utan um kulnun í starfi á Íslandi samkvæmt nýrri skil- greiningu WHO. Síðastliðið haust fór af stað þróunar- og rannsóknarverkefni hjá VIRK sem ætlað er að dýpka þekk- ingu á kulnun í starfi. Með skarpari viðmiðum verður vonandi hægt að auka vitund um tíðni, starfsstéttir, kyn og fleiri þætti sem mögulega skipta máli þegar um kulnun er að ræða.“ Þrátt fyrir að engar form- legar opinberar tölur séu til hér á landi um tíðni kulnunar bendir könnun Gallup frá síðasta ári til þess að nokkuð sé um að Íslendingar upp- lifi kulnun. Eins benda tölur OECD til þess að almennt séu Íslendingar að vinna of mikið. Kórónaveiran hefur reynst mörgum erfið þó ekki sé tímabært að meta lang- tímaáhrif veirunnar á kulnun meðal Íslendinga, sérstak- lega meðal heilbrigðisstarfs- manna, kennara og annara stétta sem mikið hefur mætt á undanfarið ár. Nú er stytting vinnuvikunn- ar orðin raunveruleiki fyrir marga, en betur má ef duga skal þar sem Ísland er langt á eftir hinum Norðurlöndunum hvað varðar jafnvægi á vinnu- tíma og frítíma. n DV 1. APRÍL 2021 Björn Arnarson hefur gengið í gegn­ um kulnun og hann var meðal þeirra sem deildu reynslu sinni í bókinni Þegar karlar stranda – leiðin í land, eftir Sirrý Arnardóttur. „Þetta er misjafnt hvernig þetta lýsir sér hjá fólki en hjá mér var það þannig að þetta var bara örmögnun. Ég var búinn með allt sem heitir einhver orka og það var allt erfitt. Skipti ekki máli hvort það var að fara að sofa, vaka, tannbursta sig eða raka sig. Skipti engu máli, það var allt eiginlega óyfirstíganlegt. Og það er alveg skelfileg tilfinning. Við­ fangsefnið sem er fyrir framan þig er bara óyfirstíganlegt. Fyrir þann sem að hefur ekki lent í þessu þá er erfitt að skýra. Þetta er bara allt, það er allt erfitt. Ég er með minningu bara af því að tannbursta mig. Ég þurfti bara að stoppa því það var of erfitt, eða að raka mig – það var of erfitt. Fyrir venjulegan aðila hljómar það ótrú­ lega heimskulega held ég. Þessar daglegu athafnir voru óyfirstígan­ legar. Ég er mjög ánægður með þessar breytingar sem hafa orðið á orð­ ræðunni. Áður var talað bara um kulnun í starfi en nú er talað um kulnun. Því þetta er ekki bara vinn­ an, ekki bara eitt atriði, ekki tvennt eða þrennt heldur allur pakkinn. Þetta kemur kannski skýrast fram í vinnunni því þar ertu að reyna að halda andlitinu, halda grímunni uppi þar til allt brestur. Ég held að þetta sé mjög algeng á Íslandi, að Íslendingar séu með mjög háa prósentu af kulnun miðað við aðra. Þessi íslenska geðveiki, eða íslenski krafturinn – ég held að þetta sé hluti af því. Við erum alltaf að taka allt á hnefanum, gefumst aldrei upp og erum alltaf að reyna að halda öllum boltunum á lofti. Á endanum fer eitthvað að gefa sig. Við þurfum að læra að slaka mun betur á og gera þetta öðruvísi en við höfum verið að gera þetta. Það var eiginlega konan mín sem áttaði sig á því að ég væri komin í kulnun. Ég er alltaf mjög aktífur – alltaf að. Ég náði alltaf að halda mér á floti en svo lenti ég í slysi sumarið 2016 og fór í mánaðar veikindaleyfi til að jafna mig. Þá mátti ég ekki gera neitt. Svo þegar ég kom til baka í vinnuna þá var ég alveg steiktur. Ég mundi varla hvar hverfið mitt væri eða að ég væri að fara að halda fundi. Þessu er lýst eins og þoku – black­ out. Þá varð ég mjög smeykur. Ég fór til heimilislæknis og við héldum jafnvel að ég hefði orðið fyrir ein­ hverjum heilaskaða í slysinu. Þá tók ég mér frí í vinnunni og fór að skoða mín mál. Á endanum benti heimilislæknirinn minn mér á að skoða þetta VIRK, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Ég sprengdi svo alla skala á þessum skimunar­ listum þeirra fyrir kulnun og í fram­ haldinu komst ég þar að og fór í gegnum þeirra ferli. Til að gera langa sögu stutta þá var ég kominn til baka í fulla vinnu um ári síðar. Fyrst byrjaði ég í hluta­ starfi og jók svo hægt og rólega við mig þar til ég var aftur kominn í fullt starf. Þetta er langur bataferill þegar maður er búinn að klessa harkalega á vegginn. Þetta er ekki bara að skreppa í sumarbústað í eina viku sem leysir allt. Þetta er hörkuvinna að koma sér til baka. Það hljómar kannski skringilega að maður þurfi að púla við að hvíla sig en hjá mér, þá hef ég alltaf verið virkur – alltaf á milljón – og að þurfa að kúpla mig niður var bara með því erfiðara sem ég hef gert.” REYNSLUSAGA BJÖRNS 6,6% AUKNING MILLI ÁRANNA 2018 OG 2019 3.308 BEIÐNIR BÁRUST UM ÞJÓNUSTU VIRK ÁRIÐ 2019 2.092 EINSTAKLINGAR HÓFU ÞJÓNUSTU HJÁ VIRK 2019 71% KONUR ÁHUGAVERÐ TÖLFRÆÐI HLUTFALL STARFSMANNA SEM VINNA YFIR 50 KLST. Á VIKU AÐ MEÐALTALI 29% KARLAR AF ÞEIM SEM LEITUÐU TIL VIRK ÁRIÐ 2019 VORU ALDURSDREIFING VIRK 2019 14% 25% 27% 21% 14% n < 25 ára n 25­34 ára n 35­44 ára n 45­54 ára n 55­64 ára n > 64 ára (0%) n Svíþjóð n Danmörk n Noregur n Finnland n Ísland *HEIMILD OECD 1,1% 2,3% 2,9% 3,8% 15,1% þetta varðar og því almennt séð ekki fjallað um kulnun eftir kynjunum.“ Þrjár víddir kulnunar Einkenni kulnunar eru margs konar og kulnun kemur ekki yfir mann eins og þruma úr heiðskíru lofti heldur er af- leiðing af langvarandi streitu- ástandi. Einkenni geta verið þreyta, gleymska, pirringur, áhugaleysi, svefnleysi, þung- lyndi, kvíði og fleira. Berglind segir einkenni kulnunar finnist á þremur víddum. „Samkvæmt WHO eru ein- kenni kulnunar á þremur víddum: 1) Orkuleysi eða örmögnun. 2) Að vera andlega fjarver- andi í vinnu, hafa neikvæð viðhorf eða tortryggni tengd vinnustað. 3) Minni afköst í vinnu. Þegar grunur vaknar um kulnun er fyrsta skrefið að ræða málið á vinnustað ef mögulegt er og sjá hvernig hægt er að bregðast við. Ef vandinn er orðinn alvarlegur og hindrandi þá er gott að leita til heilbrigðisstarfsmanns, til dæmis heimilislæknis.“ Hlaða batteríin Til að minnka líkur á kulnun er best að horfa á vinnustaðinn og vinnuveitandann og hvað þar sé hægt að gera til að skapa heilbrigðara umhverfi. „Ýmsar kenningar eru uppi um hvers vegna fólk kulnar í starfi. Helstu áhrifaþættirnir sem koma fram í erlendum rannsóknum eru samsvörun milli starfs og starfsmanns. Mikilvægt þykir að starfs- maður upplifi að hann hafi sjálfræði, tilheyri hópnum, fái endurgjöf og viti hvert hann leitar eftir aðstoð eða stuðningi. Það sem vinnuveitendur og starfsmenn geta gert er að huga vel að þessum þáttum, huga að óeðlilegu álagi og að gripið sé inn í þegar við á. Huga þarf að því að tækifæri gefist til að hlaða batteríin milli tarna, að óeðlilegt álag verði ekki samfellt og lang- varandi. Ýmis verkfæri (t.d. streitustiginn sem var nefndur að ofan) eru til sem geta hjálp- að við að eiga samtal um þessa þætti. En samtalið og góð sam- skipti almennt eru mikilvægir þættir og gefur öllum aðilum tækifæri á að bregðast við snemma.“ Auka vitund Berglind segir að það helsta sem þurfi að gera í málefnum kulnunar hér á landi á næst- unni sé að ná utan um nýja skilgreiningu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar á ástandinu. Björn Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.