Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 40
*Samkvæmt netmælingum Gallup
433.is er hluti af
1. apríl 2021 | 13. tbl. | 112. árg.
dv.is/frettaskot askrift@dv.is 512 7000
SAND KORN
MYND/FACEBOOK
LOKI
Drjúg eru
morgun-
verkin!
Þóra selur Prada
Þóra Margrét Baldvinsdóttir,
hönnunarráðgjafi og eigin-
kona Bjarna Benediktssonar,
fjármála- og efnahagsráð-
herra Íslands, hefur löngum
þótt áberandi lekker bæði í
klæðnaði og störfum, en hún
hefur hannað og stíliserað
fjölda heimila og fyrirtækja
við góðan orðstír. Þóra aug-
lýsti á dögunum fatnað og
skó í söluhóp á Face book
fyrir merkjavörur.
Meðal þess sem er til sölu
eru buxur frá Spaksmanns-
spjörum á 25 þúsund krónur
og aðrar frá sama fyrirtæki
á 30 þúsund krónur. Hún er
einnig að selja bláa hæla-
skó frá Prada á 20 þúsund
krónur. Sambærilegir Prada-
skór, notaðir, kosta um 50
þúsund á eBay svo hér má
gera góð kaup.
Hæg eru heimatökin
Í Viðskiptamogganum á
miðvikudag mátti finna
umfjöllun um nýja bók um
styttingu vinnuvikunnar
eftir Alex Soojung-Kim Pang.
Bókin nefnist Styttri: Komdu
meira í verk á skemmri tíma.
Lögfræðingurinn Sara Lind
Guðbergsdóttir þýddi verkið,
en Sara Lind er gift Stefáni
Einari Stefánssyni. Það
hlýtur að hafa legið beinast
við að Viðskiptamogginn
fjallaði um verkið en Stefán
Einar er einmitt fréttastjóri
þar á bæ og því hefur eflaust
reynst auðvelt að komast
í samband við Pang. Þetta
hlýtur að eiga vel við tilefnið,
að stytta sér leið í samræmi
við styttri vinnuviku. Edda,
útgáfufélag í eigu Árvakurs
sem á Morgunblaðið, gefur
bókina út og eru ekki nema
örfá skref á milli hæða þar. n